Framsókn í miklum vanda 28. júní 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka. Í könnuninni mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkurinn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent atkvæða á milli þeirra kosninga. Úrtakið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðanleika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en samkvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbótarþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við útreikninga sérfræðings við forsendur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjördæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þingkosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar eru fyrir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn héldi sínum eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokkurinn geti tapað helmingi þingmanna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi samanburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira