Innlent

Mesta aukning á milli ára

MYND/Sigurður Jökull
Dagvöruverslun í maí var 13% meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mesta aukning á milli ára síðan farið var að mæla smásöluvísitölu árið 2001. Samtök verslunar og þjónustu telja þetta sýna með óyggjandi hætti fram á auknar ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu. Það geri þessar tölur enn merkilegri að afar hörð verðsamkeppni var í gangi í maí sem leiddi til lægra verðs á ýmsum nauðsynjum, auk sterkrar stöðu krónunnar gagnvart dollara sem hafði einnig í för með sér lægra verð á innfluttum dagvörum. Þá jókst sala á áfengi um tæp 11 prósent á milli maí í ár og árið 2004 og velta lyfjavöruverslana jókst um 6,4 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×