Aukið samstarf vegna hamfara 28. júní 2005 00:01 Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira