Innlent

Fréttamynd

Veðurstofan varar við hvassviðri

Húsbíll fauk á hliðina skammt frá Hólmavík í morgun en þar er nú mjög hvasst og varar lögreglan á Hólmavík ökumenn á húsbílum eða með fellihýsi við að vera þar á ferð. Þessa stundina er mjög hvasst á norðanverðu landinu og hálendinu. Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á miðhálendinu fram eftir degi, en reiknað er með veðrið gangi niður í kvöld og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um sameiningu

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst hvenær ákærur verða birtar

Óljóst er hvenær ákærurnar yfir Baugsmönnum verða birtar. Dagblöð í Englandi hafa haldið því fram að ákærurnar verði birtar fyrir helgina en í samtali við Fréttastofu nú rétt fyrir fréttir sagði Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns Baugs Group að það væri ekki ljóst hvenær það yrði gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra á EXPO

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða viðstödd opnun íslenska skálans á Heimssýningunni, EXPO 2005, í Japan í næstu viku. Þá tekur forsætisráðherra þátt í ýmsum viðburðum tengdum þátttöku Íslands á Heimssýningunni.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður selur fjölda eigna

Íbúðalánasjóður hefur selt fjölda íbúða úr eigin eigu það sem af er ári og á í dag 64 íbúðir. Fyrir nokkru átti sjóðurinn 27 íbúðir í Vestmannaeyjum en eftir söluátak seldust níu þeirra. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs rekur ástæðurnar til betra ástands og bjartsýni í þjóðfélaginu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Allir Íslendingarnir fundnir

Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Lundúnum hafa gengið úr skugga um að enginn Íslendingur var á meðal fórnarlamba tilræðanna í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Hættulegt birgðahald í heimahúsum

"Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og Þóru Fischer kvensjúkdómalækni til að greiða hjónum 7,6 milljónir króna í bætur vegna missis sonar þeirra, sem lést á kvennadeild Landspítalans fyrir tæpum þremur árum, fjórum dögum eftir fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Akureyringar ánægðir

Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vitað um afdrif 20 Íslendinga

Ekki er vitað til þess að neinn Íslendingur hafi slasast í árásunum í morgun. Utanríkisráðuneytið setti þegar í morgun upp miðstöð til að miðla upplýsingum um afdrif Íslendinga. Síðdegis hafði ekki tekist að ná sambandi við yfir tuttugu Íslendinga sem staddir eru í London.

Innlent
Fréttamynd

Hnífjafnt í borginni

Samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn helming atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Reykjavíkurlistinn fengi 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent. Munur á stóru framboðunum er innan skekkjumarka.

Innlent
Fréttamynd

Þjappar þjóðum saman

Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkin í London. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ráðist hafi verið á lýðræðisleg gildi hins frjálsa heims. Hann segir að þessi atburður muni þjappa þjóðum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Innlent
Fréttamynd

Austurbær verður gerður upp

Austurbær við Snorrabraut í Reykjavík hefur skipt um eigendur. Til stendur að gera húsið upp jafnt að utan sem innan. Í húsinu verður áfram menningar- og tónleikastaður. Borgin hugleiðir breytt skipulag til að leysa bílastæðavanda við húsið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír handteknir í Leifsstöð

Bandarískur karlmaður af filippískum ættum var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness til 21. júlí þar sem hann er grunaður um að hafa ætlað að smygla tveimur kínverjum, konu og karli til Bandaríkjanna. Kínverjarnir voru með fölsuð japönsk skilríki en fylgdarmaðurinn er með bandarískt vegabréf.

Innlent
Fréttamynd

Færri ökumenn keyra of hratt

Færri ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í annarri viku umferðarátaks sem Ríkislögreglustjóri og Umferðarstofa standa fyrir en í þeirri fyrstu. Átakið hófst 28. júní og felst í hertu umferðareftirliti á þjóðvegum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamningur enn á umræðustigi

Fyrstu umferð viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamningsins, lauk í Washington í gær án nokkurs teljandi árangurs. Þrátt fyrir það er undirbúningur vegna fyrirhugaðra breytinga á Keflvíkurstöðinni þegar hafinn. Tíu manna sendinefnd þriggja íslenskra ráðuneyta gerði grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar á fundum með Bandaríkjamönnum í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í níu ára fangelsi

Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja jarðstreng á Reykjanes

Náttúrverndarsamtök Íslands krefjast þess að Hitaveita Suðurnesja leggi jarðstreng frá Reykjanesvirkjun í stað háspennulínu eins og hitaveitan áformar.  Samtökin hafa sent skipulagsstofnun umsögn varðandi áform hitaveitunnar þar sem háspennulínunni er mótmælt. 

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla árekstur í Keflavík

Laust eftir klukkan fimm, síðdegis í dag, varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki við áreksturinn en bílarnir, tveir jeppar og fólksbíll, voru allir óökufærir á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður um varnarsamstarf í bið

Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna sem lauk í Washington í gær, skiluðu ekki þeim árangri sem íslensk stjórnvöld vonuðust eftir. Engin niðurstaða fékkst á fundum sendinefndar á vegum íslenskra stjórnvalda og bandarískra embættismanna.

Innlent
Fréttamynd

Novator fjárfestir í Finnlandi

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar verður stærsti hluthafi í Elisa, sem er næststærsta símafyrirtæki Finnlands. Novator hefur undanfarið fjárfest í símafyrirtækinu Saunalahti sem verður sameinað símafyrirtækinu Elisu. Markaðsverðmæti hins sameinaða félags verður um 165 milljarðar íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olívuerð hækkar enn

Olíuverð hefur enn hækkað og er nú komið nærri sextíu og einum dollar á fatið. Það komst raunar í ríflega sextíu og tvo dollara um skamma stund eftir hryðjuverkaárásirnar í London í gær en efnahagssérfræðingar segja nú ljóst að þær árásir muni ekki hafa nein mælanleg áhrif á efnahagsþróun á heimsmarkaði.</font />

Innlent
Fréttamynd

Hvetja R-listann til að hætta

"Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður Höfuðborgarsamtakana. "Þessar þreyfingar um uppstillingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skynsemi," bætir hann við.

Innlent
Fréttamynd

Þristurinn í heiðurssæti

Gamla landgræðsluvélin, Þristurinn, er í sérstöku heiðurssæti á flugsýningu í Bretlandi um helgina. Vélinni verður flogið yfir svæðið á bæði laugardag og sunnudag og verður hún ein í loftinu yfir svæðinu og þykir það mikill heiður.

Innlent
Fréttamynd

Farþegum fjölgar

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 12 prósent í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmum 193 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 217 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10 prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúmlega 21 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Gengið á tinda Norðurlanda

Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarfyrirtæki í rannsókn

Grunur leikur á að íslenskt byggingarfyrirtæki standi að innflutningi erlendra verkamanna sem starfa án tilskilinna leyfa hér á landi. Alþýðusamband Ísland hefur upplýsingar um aðkomu fyrirtækisins að slíkum málum og rætt hefur verið við forsvarsmenn þess. Lögreglu hefur jafnframt verið tilkynnt um málið.

Innlent
Fréttamynd

Launadeila á Suðurnesjum

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar á mánudag þar sem reyna á að leysa deilu félaganna. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni, en deiluaðilar hafa ekki fundað frá því kjarasamningur féll úr gildi þann 31. mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sprungur á Norðlingaholti

Ein af stóru jarðskjálftasprungunum, sem ganga í gegnum Rauðavatn og Norðlingaholt, er nú vel sýnileg. Hún er það breið að nær væri að kalla gjá. Lægðin í landslaginu upp af Rauðavatni norðaustanverðu er í raun ein sprungan. Hún liggur síðan undir Suðurlandsveginn og áfram í gegnum nýbyggingasvæðið á Norðlingaholti.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægasta viðskiptamiðstöðin

Yfir tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Þá er talið að annar eins fjöldi íslenskra ferðamanna geti verið staddur í borginni en hún er langmikilvægasta viðskiptamiðstöð Íslendinga erlendis.

Innlent