Innlent Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. Innlent 13.10.2005 19:31 Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. Innlent 13.10.2005 19:31 Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. Innlent 13.10.2005 19:31 Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. Innlent 13.10.2005 19:31 Erlendir ferðamenn slasaðir Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að strætisvagni var ekið inn í hlið rútu við Landakotskirkju um hádegisbil í gær. Þá flutti lögregla þrjá til viðbótar undir læknishendur eftir áreksturinn. Enginn hinna slösuðu hlaut alvarleg meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:31 Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. Innlent 13.10.2005 19:31 Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:31 Enn merki um alþjóðlega starfsemi Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:31 Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Innlent 13.10.2005 19:31 Latibær sýndur á aðal sýningartíma Latibær verður sýndur á aðal sýningartíma, klukkan átta, á sjónvarpsstöðinni Nick Junior í Bandaríkjunum þann 15. ágúst næstkomandi. Þá verður einnig kynnt til sögunnar Sparta Stephanie en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði til frambúðar. Aðeins er þó um einn þátt að ræða sem sýndur verður á þessum tíma. Lífið 13.10.2005 19:31 Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. Innlent 13.10.2005 19:30 Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:31 Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun Innlent 13.10.2005 19:30 Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:31 Risabor við Kárahnjúka snúið við Verktakar við aðrennslisgöng Kárahnjúka hafa orðið að stöðva einn risaborinn vegna vatnsaga og jarðfræðilegra erfiðleika og verður bornum snúið við. Gangnagerðin ætti þrátt fyrir það og aðra erfiðleika í göngunum að geta staðist áætlun, ef ekkert fer úrskeiðis úr þessu, að sögn Landsvirkjunar. Innlent 13.10.2005 19:30 Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:30 Banamein var skot í höfuð Krufning leiddi í ljós að Gísli Þorkelsson var skotinn í höfuðið af stuttu færi fyrir um fimm vikum. Fjölmiðlar í Suður Afríku í dag greindu frá því að húseigandinn í Boksburg sem fann lík Gísla Þorkelssonar á sunnudag hafi um páskana farið í útilegu ásamt Gísla og parinu sem myrti hann. Innlent 13.10.2005 19:30 Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. Innlent 13.10.2005 19:31 Íbúðalánasjóður í kringum lögin Af samkomulagi um innheimtu krafna, sem er viðuaki við lánasamning Íbúðalánasjóðs við banka og öðrum gögnum sem Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum, er ekki annað hægt að ráða en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem eru umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum til að lána eða tæpar sextán milljónir. Innlent 13.10.2005 19:31 Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. Innlent 13.10.2005 19:30 Leiðtogaslagur á báðum vígstöðvum Það stefnir í leiðtogaslag í R-listanum ef hann hangir saman fram að næstu kosningum. Bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein segjast vilja borgarstjórastólinn. Innlent 13.10.2005 19:31 Sumarhátíð Vinnuskólans Þrjú þúsund glaðbeittir unglingar gerðu sér dagamun í Laugardalnum í morgun þegar sumarhátíð Vinnuskólans var haldin í sautjánda sinn. Aðstandendur hátíðarinnar völdu svo sannarlega rétta daginn til hófsins, því sólin skein loks sínu skærasta í höfuðborginni í dag, eftir margar heldur gráar vikur. Innlent 13.10.2005 19:31 Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. Innlent 13.10.2005 19:30 Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. Innlent 13.10.2005 19:31 Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:30 Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. Innlent 13.10.2005 19:30 Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. Innlent 13.10.2005 19:30 Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. Innlent 13.10.2005 19:31 Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. Innlent 13.10.2005 19:31 Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. Innlent 13.10.2005 19:31 « ‹ ›
Hans Markús hjá ráðherra Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðabæ, fundaði í gær með Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna þeirra stöðu sem uppi hefur verið í sókn hans. Innlent 13.10.2005 19:31
Tilkynnt um skothríð við Grindavík Lögreglunni í Keflavík var í gærkvöldi gert viðvart um skothríð í grennd við Grindavík og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang. Þar var hópur ungra manna að skjótast á með sjö litboltabyssum og var lagt hald á þær allar. Innlent 13.10.2005 19:31
Mótmæltu við hús Leoncie Hópur ungmenna stóð fyrir mótmælum fyrir utan hús söngkonunnar Leoncie og eiginmanns hennar í Sandgerði í gærkvöldi og hrópuðu til söngkonunnar. Innlent 13.10.2005 19:31
Mafían grunuð um stuldinn Íslenskur saltfiskur og skreið blandast nú inn í rannsókn ítölsku lögreglunnar á umfangsmiklum fiskþjófnaði ítölsku Camorra-mafíunnar sem lætur sér ekki lengur nægja að hagnast af vændi, eiturlyfjum og okurlánum. Innlent 13.10.2005 19:31
Erlendir ferðamenn slasaðir Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að strætisvagni var ekið inn í hlið rútu við Landakotskirkju um hádegisbil í gær. Þá flutti lögregla þrjá til viðbótar undir læknishendur eftir áreksturinn. Enginn hinna slösuðu hlaut alvarleg meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:31
Vegurinn ófær vegna vatnavaxta Vegagerðin vill vekja athygli á því að vegur F-88 Öskjuleið inn að Herðubreiðarlindum er ófær vegna vatnavaxta fyrir alla bíla nema allra stærstu jeppa. Þeim vegfarendum sem ætla að fara inn að Herðubreiðarlindum er bent á að fara veg F-905 frá Möðrudal og inn á veg F-910. Innlent 13.10.2005 19:31
Vilja aðgerðir vegna Rússafisks Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rússneskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:31
Enn merki um alþjóðlega starfsemi Tveir útlendingar voru handteknir í Reykjavík í vikunni en þeir eru grunaðir um fíkniefnasölu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gerði húsleit í miðborg Reykjavíkur þar sem töluvert magn af amfetamíni og e-pillum fannst. Rennir málið ennfrekari stoðum undir það að alþjóðleg glæpastarfsemi hafi skotið rótum á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:31
Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins Jónas Fr. Jónsson mun taka við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Innlent 13.10.2005 19:31
Latibær sýndur á aðal sýningartíma Latibær verður sýndur á aðal sýningartíma, klukkan átta, á sjónvarpsstöðinni Nick Junior í Bandaríkjunum þann 15. ágúst næstkomandi. Þá verður einnig kynnt til sögunnar Sparta Stephanie en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði til frambúðar. Aðeins er þó um einn þátt að ræða sem sýndur verður á þessum tíma. Lífið 13.10.2005 19:31
Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. Innlent 13.10.2005 19:30
Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. Innlent 13.10.2005 19:31
Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun Innlent 13.10.2005 19:30
Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. Innlent 13.10.2005 19:31
Risabor við Kárahnjúka snúið við Verktakar við aðrennslisgöng Kárahnjúka hafa orðið að stöðva einn risaborinn vegna vatnsaga og jarðfræðilegra erfiðleika og verður bornum snúið við. Gangnagerðin ætti þrátt fyrir það og aðra erfiðleika í göngunum að geta staðist áætlun, ef ekkert fer úrskeiðis úr þessu, að sögn Landsvirkjunar. Innlent 13.10.2005 19:30
Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Innlent 13.10.2005 19:30
Banamein var skot í höfuð Krufning leiddi í ljós að Gísli Þorkelsson var skotinn í höfuðið af stuttu færi fyrir um fimm vikum. Fjölmiðlar í Suður Afríku í dag greindu frá því að húseigandinn í Boksburg sem fann lík Gísla Þorkelssonar á sunnudag hafi um páskana farið í útilegu ásamt Gísla og parinu sem myrti hann. Innlent 13.10.2005 19:30
Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. Innlent 13.10.2005 19:31
Íbúðalánasjóður í kringum lögin Af samkomulagi um innheimtu krafna, sem er viðuaki við lánasamning Íbúðalánasjóðs við banka og öðrum gögnum sem Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum, er ekki annað hægt að ráða en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem eru umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum til að lána eða tæpar sextán milljónir. Innlent 13.10.2005 19:31
Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. Innlent 13.10.2005 19:30
Leiðtogaslagur á báðum vígstöðvum Það stefnir í leiðtogaslag í R-listanum ef hann hangir saman fram að næstu kosningum. Bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein segjast vilja borgarstjórastólinn. Innlent 13.10.2005 19:31
Sumarhátíð Vinnuskólans Þrjú þúsund glaðbeittir unglingar gerðu sér dagamun í Laugardalnum í morgun þegar sumarhátíð Vinnuskólans var haldin í sautjánda sinn. Aðstandendur hátíðarinnar völdu svo sannarlega rétta daginn til hófsins, því sólin skein loks sínu skærasta í höfuðborginni í dag, eftir margar heldur gráar vikur. Innlent 13.10.2005 19:31
Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. Innlent 13.10.2005 19:30
Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. Innlent 13.10.2005 19:31
Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:30
Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. Innlent 13.10.2005 19:30
Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. Innlent 13.10.2005 19:30
Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. Innlent 13.10.2005 19:31
Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. Innlent 13.10.2005 19:31
Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. Innlent 13.10.2005 19:31