Innlent

Fréttamynd

Samningur undirritaður við Breta

Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, skrifaði nýlega undir endurnýjun á tvíhliða samningi við Bresku sjómælingarnar (UKHO). Þar var m.a. bætt við samþykkt um að Ísland gangi til liðs við IC-ENC (International Centre for ENCs) og að IC-ENC sjái um dreifingu á rafrænum sjókortum fyrir Sjómælingar Íslands sem eru deild innan Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lokasprettur í sölu Símans

Komið er að lokasprettinum í sölu Símans. Að viðstöddum bjóðendum og fjölmiðlum ætlar einkavæðinganefnd að opna umslög með tilboðsfjárhæðum bjóðenda á fimmtudaginn. Eftir að tilboð hafa verið opnuð verður öllum þeim sem eru innan við fimm prósent frá hæstbjóðenda gefinn kostur á að hækka tilboð sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppselt í Herjólf

Allt stefnir í heljarhátíð í Eyjum um næstu helgi. Uppselt er í ferðir Herjólfs og hefur einni næturferð verið bætt við og flugsætum til Eyja fer fækkandi.

Lífið
Fréttamynd

Skorinn á háls í skemmtiferðaskipi

TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt kölluð að skemmtiferðaskipinu Sea Rose sem var á siglingu norður af landinu. Þyrlan var kölluð út til að sækja mann sem misst hafði mikið blóð eftir að hafa verið skorinn á háls í ryskingum um borð.

Innlent
Fréttamynd

Fólksfjölgun í Reykjanesbæ

Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað um meira en 2,3 prósent frá áramótum og er íbúafjöldi bæjarins kominn yfir 11.200 manns. Þetta er þrátt fyrir að nýtt Tjarnarhverfi sé enn í byggingu og þangað séu fáir fluttir inn.

Innlent
Fréttamynd

Leyfi mótmælenda afturkallað

Prestseturssjóður hefur afturkallað leyfi mótmælenda við Kárahnjúka til að hafa lengur tjaldbúðir en sjóðurinn hefur yfirráð með landinu á þeim slóðum. Er þetta gert að beiðni Sýslumanns á Seyðisfirði í ljósi þess að mótmælendurnir hafi ekki farið fram með friðsamlegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Yngsta eyja í heimi

Fjölmargir fræðingar telja lífríki á Surtsey einstakt rannsóknarefni vegna sérstöðu eyjarinnar og nú fyrir skemmstu lauk leiðangri lífræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar í eyjunni. En hvað er svona sérstakt við þessa eyju?</font />

Innlent
Fréttamynd

Átök við Kárahnjúka í nótt

Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda við Kárahnjúka í nótt og voru tveir útlendingar handteknir og færðir í fangageymslur á Egilsstöðum. Mótmælendur reyndu að tefja fyrir farartækjum verktaka og eftir því sem fréttastofan kemst næst unnu þeir skemmdarverk á farartæki.

Innlent
Fréttamynd

Felldu nýgerðan kjarasamning

Flugumferðarstjórar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu. Fjörutíu og níu voru honum andvígir en fjörutíu og tveir fylgjandi. Ekki liggur fyrir hvort flugumferðarstjórar ætli að undirbúa verkfallsaðgerðir í ljósi þessara úrslita.

Innlent
Fréttamynd

Verður að efna ólöglega samninga?

Verður að efna ólöglega samninga og sleppa þeir sem þá gera við öll viðurlög ef þeim tekst að fela brotið nógu lengi? Að því spyr Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður og vísar í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Sá fær tugi milljóna í vasann, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað samning þess efnis ólögmætan.

Innlent
Fréttamynd

Surtsey ferðamannaperla

Deilt hefur verið um það hvort hleypa eigi ferðamönnum til Surtseyjar en Steingrímur Hermannsson, formaður Surtseyjarfélagsins, er því andvígur. Hjálmar Árnason þingmaður hefur látið þetta mál til sín taka.

Innlent
Fréttamynd

Skorið úr um hæð Hvannadalshnjúks

Í dag verður byrjað að mæla hæð Hvannadalshnjúks með afgerandi hætti en síðasta opinbera mæling er meira en hundrað ára gömul. Tafir urðu á að flytja búnaðinn upp á jökul í morgun þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að sinna sjúkraflugi í nótt og svo var skýjaslæða lögst á jökulinn undir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Herferð gegn nauðgunum

Herferð V-samtakanna gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina hefst í dag en þetta er í fjórða sinn sem samtökin eru með sérstaka herferð gegn nauðgunum á þessum tíma árs. Tölulegar staðreyndir varðandi kynferðisbrot um verslunarmannahelgina eru sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Veitingasala ekki niðurgreidd

"Reykjavíkurborg hefur aldrei niðurgreitt veitingahúsarekstur í Viðey," segir Steinar Davíðsson, sem rak veitingasölu í Viðeyjarstofu frá 1997 þar til í vor. "Við borguðum árlega þrjár til fimm milljónir í húsaleigu til Reykjavíkurborgar og fengum ekki krónu þaðan inn í reksturinn, hvorki með beinum né óbeinum hætti."

Innlent
Fréttamynd

Bretum hugsanlega vísað úr landi

Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í einu tjaldi í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka í nótt, en engin fíkniefni. Nokkrir lögreglumenn fóru í búðirnar að loknum átökunum á vinnusvæðinu, sem áttu sér stað upp úr miðnætti, og var fíkniefnahundur með í för.

Innlent
Fréttamynd

Skarst illa á hálsi

Til átaka kom um borð í skemmtiferðaskipinu Saga Rose í gærkvöld þar sem skipið var á siglingu djúpt norður af landinu og óskaði skipstjóri eftir aðstoð þyrlu til að sækja slasaðan mann um borð. Hafði sá skorist illa á hálsi og misst tvo lítra af blóði.

Innlent
Fréttamynd

Íkveikjutilraun á Egilsstöðum

Reynt var að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og er talið að barn eða börn hafi verið að verki. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki áður en slökkvilið kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka

Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölmennt lið gerði húsleit

Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi.

Innlent
Fréttamynd

2300 umsóknir um lóðir á Vatnsenda

Bæjarráð Kópavogs úthlutar lóðum á Vatnsenda á fimmtudag en rúmlega 2300 umsóknir bárust. Þeir umsækjendur sem ekki fá lóð núna fá líklega annað tækifæri fljótlega því Kópavogsbær stefnir að því að úthluta rúmlega þrjátíu lóðum til viðbótar á Vatnsenda.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu sóttu um

Ellefu sóttu um stöðu forstjóra ÁTVR en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Höskuldur Jónsson núverandi forstjóri lætur af störfum 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vargur lifir víða óáreittur

"Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Allt á suðupunkti við Kárahnjúka

Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur reknir úr tjaldbúðum

Mótmælendum við Kárahnjúka hefur verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar fyrir hádegi í kjölfar harðra átaka við lögreglu í fyrrinótt. Mótmælendur eru mjög ósáttir við framgöngu lögreglu í átökunum þegar þrír Bretar voru handteknir. Ekki eru lagaheimildir fyrir því að vísa mönnunum þremur úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Ný flugstöð á Bakka

Ný flugstöð var í gær vígð við flugvöllinn á Bakka að viðstöddum samgönguráðherra og flugmálastjóra. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi fimm sinnum minni flugstöð sem byggð var árið 1997.

Innlent
Fréttamynd

Leyndi því að stjórnin væri fallin

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn tapar fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsverðu fylgi samkvæmt könnun IMG Gallup en halda þó meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Akureyri missir báða bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur verða kærðir

Þrír Bretar voru handteknir við Kárahnjúka eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögregluþjóna í fyrrinótt. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við vinnuvélar, unnu spjöll á bifreiðum og veittust að lögreglu að sögn sýslufulltrúa á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Álagningarseðlar sendir út

Skattstjórar landsins leggja fram álagningarskrár á föstudag og sama dag verða 230 þúsund álagningarseðlar vegna síðasta árs sendir út. Mikill meirihluti framteljenda töldu fram rafrænt og geta þeir frá og með morgundeginum leitað upplýsinga um sína álagningu með rafrænum hætti.

Innlent