Innlent

Fréttamynd

Opna Fjölskyldugarð Vestfjarða

Fyrsti hluti Fjölskyldugarðs Vestfjarða var í dag opnaður í Súðavík. Garðurinn er hugarfóstur Vilborgar Arnarsdóttur í Súðavík en hún er framkvæmdastjóri félags sem vinnur að uppbyggingu garðsins. Hann hefur verið nefndur Raggagarður eftir Ragnari Frey Vestfjörð, syni Vilborgar, sem lést í bílsysi aðeins 17 ára gamall fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Stolt og litadýrð í gleðigöngu

Stolt, gleði, litadýrð og ótrúlegt hugmyndaflug einkenndi Gay Pride gleðigönguna í dag. Enn fjölgar þeim sem taka þátt í hátíðarhöldunum, en talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varað við skattalækkunum

"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Búist við lækkun matarskatts

Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórnarflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Velti bíl fyrir utan Húsavík

Fólksbíll valt rétt fyrir utan Húsavík um sexleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítið að sögn lögreglu. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem nú er hlúð að honum. Ef áfengismagn reynist fyrir ofan það sem leyfilegt er verður maðurinn ákærður fyrir ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Raggagarður opnaður á Súðavík

Kærleikur og ást er hvatinn að fyrsta fjölskyldugarði Vestfirðinga sem opnaður var í Súðavík í dag. Vilborg Arnarsdóttir átti sér draum um stað þar sem fjölskyldur gætu átt saman góðar stundir og nú hefur hún látið hann rætast með góðum stuðningi. Garðurinn, sem nefnist Raggagarður, er tileinkaður minningu sonar Vilborgar sem lést ungur að aldri í bílslysi.

Innlent
Fréttamynd

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð í dag. Þar bjóða fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu. Hátíðin hófst klukkan ellefu í morgun og lýkur nú klukkan fimm. Ekki fékkst gefið upp hversu margir hefðu sótt hátíðina en búist var við 30 þúsund gestum og höfðu 110 þúsund matarskammtar verið búnir til fyrir hátíðina.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðingar séu óviðeigandi

Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mál mótmælenda skoðuð eftir helgi

Útlendingastofnun fjallar að líkindum ekki um málefni þeirra útlendinga sem með mótmælaaðgerðum stöðvuðu framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrr en eftir helgi. Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, hafði greinargerð ekki borist frá lögreglu í lok dags í gær en telja má að lögregluyfirvöld munu fara fram á að fólkinu verði vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í Inger L. Jónsdóttur sýslumann fyrir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun á við verð Símans

Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um tæplega 61 milljarð króna í júlí einum saman sem er nálægt því verði sem Landssíminn seldist á eftir eitt hundrað ára uppbyggingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunaður um ölvun

Karlmaður um tvítugt velti bíl sínum í Aðaldalshrauni á Norðausturvegi skammt sunnan Húsavíkur um klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun í aðdraganda Fiskidagsins

Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

RKÍ sendi fé og fulltrúa til Níger

Hungursneyð vofir átta milljónum manns í Níger og nálægum löndum og hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram þrjár milljónir króna til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á svæðinu. Fjölmörg börn þar þjást nú af næringarskorti og hefur Alþjóða Rauði krossinn hafið matvæladreifingu til barna undir fimm ára aldri, sem talin eru í mestri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Vill auka réttindi samkynhneigðra

Árni Magnússon félagsmálaráðherra styður heilshugar helsta baráttumál homma og lesbía um að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþáttttöku. Þetta kom fram í ræðu sem Árni hélt á "Hinsegin dögum", sem haldnir voru í miðborg Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir öðlist sama rétt

Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugufaldur íbúafjöldi á Dalvík

Fiskur, fjör og bongóblíða. Íbúafjöldinn á Dalvík er talinn hafa að minnsta kosti tuttugufaldast í dag þegar fleiri en þrjátíu þúsund manns sóttu Fiskidaginn mikla.

Innlent
Fréttamynd

British Airways flýgur til Íslands

Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sárfættir en sáttir

Þeir voru sárfættir en sáttir, tvímenningarnir sem hafa gengið hringveginn undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“ þegar síðustu kílómetrarnir voru farnir í dag.

Lífið
Fréttamynd

Kaupfélagsstjórinn í Holtinu

Óhætt er að segja að verslun og þjónusta séu á frumstigi í Norðlingaholti enn sem komið er. Þar er aðeins ein sjoppa sem heitir Grillkofinn en nafnið gefur vel til kynna stærð hennar og umsvif. Þó hefur reksturinn tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vegaslóðum verði lokað

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum sem umferð vélknúinna ökutækja gæti valdið á vatnsverndarsvæðinu. Bæjarráð hefur sent stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar erindið til umsagnar.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendum sleppt á miðnætti

Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim.

Innlent
Fréttamynd

Myndbrot úr Eyjum ekki afhent

Myndbrotið fræga úr Vestmannaeyjum, sem á að sýna atvikið, þar sem Hreimi Erni Heimissyni og Árna Johnsen lenti saman, fæst ekki afhent. Þjóðhátíðarnefnd biður Hreim afsökunar á framferði Árna á Þjóðhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna leiðakerfi breytt á ný

Breytingar þær sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í síðasta mánuði kostuðu fyrirtækið 25 milljónir króna. Viðkomandi sveitarfélög þurftu einnig að greiða sinn skerf vegna breytinganna. Nú á að breyta kerfi enn frekar vegna fjölda kvartana. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Rekstarleyfi útrunnið

Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mývatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið.

Innlent
Fréttamynd

Svala nærri sokkin vestur af Eyjum

Seglskútan Svala, sem netabáturinn Ársæll Sigurðsson tók í tog í fyrradag suðaustur af landinu, var rétt sokkin þegar skipin voru stödd vestur af Vestmannaeyjum í nótt. Var þá ákveðið að halda til næstu hafnar í Þorlákshöfn á hægri ferð með Svöluna marandi í hálfu kafi. Í höfninni var komið böndum á Svöluna og sjó ausið úr henni en allt innanstokks í henni er nú skemmt eða ónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Stórhætta á þjóðveginum

Umferð hjólandi og gangandi ferðamanna er líklega hvergi meiri á Íslandi en við Mývatn að sumarlagi. Þrátt fyrir það er enga malbikaða hjóla- og göngustíga að finna við vatnið. Því neyðast ferðalangar oftar en ekki til að nota þjóðveginn til að komast á milli áhugaverðra staða við Mývatn og setja þar með sjálfa sig og akandi í stórhættu.

Innlent
Fréttamynd

Kannar grundvöll fyrir brottvísun

Sýslumaður á Eskifirði ætlar að kanna hvort Útlendingastofnun telur grundvöll til þess að vísa mótmælendunum, sem stöðvuðu vinnu við álversframkvæmdir í Reyðarfirði í gær, úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Hreimur beðinn afsökunar

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur hefur lýst atburðum á þá leið að Árni Johnsen hafi slegið sig í andlitið og það hafi ekki verið óviljandi eins og Árni heldur fram.

Innlent
Fréttamynd

Augnmýs sérpantaðar að utan

Augnmýs, sem notaðar eru til tjáskipta, eru mjög sérhæfð hjálpartæki og hafa fáar umsóknir borist til Tryggingastofnunar vegna slíkra hjálpartækja. Sérpanta þarf búnaðinn í hverju tilviki fyrir sig.

Innlent