Innlent Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. Innlent 23.10.2005 15:01 Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Innlent 23.10.2005 15:01 Afkoma ríkisins batnar milli ára Bráðabirgðatölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs benda til þess að afkoma hins opinbera hafi batnað verulega frá því í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 87,3 milljarðar króna á rekstrargrunni og tekjur hafi aukist um 30,1 prósent frá sama fjórðungi síðasta árs en gjöld um 16,4 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 Framkvæmdastjórinn svarar ekki Fréttastofan hefur reynt að ná í framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri í dag, vegna aðgerða starfsmanna sem brugðu á það ráð að loka Slippstöðinni vegna vangoldinna launa, en án árangurs. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur hvorki verið óskað eftir aðkomu þeirra að málinu né Sýslumanns. Innlent 23.10.2005 15:01 Þorsteinn ritar sögu þingræðis Forsætisnefnd hefur ráðið Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins og síðar sendiherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Tilefnið er að um þessar mundir er öld liðin frá því þingræði var tekið upp á Íslandi. Skipuð hefur verið tveggja manna ritnefnd sem í eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:01 Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Innlent 23.10.2005 16:58 Arfavitlaus hagstjórn "Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á erlendri mynt líða fyrir hátt gengi krónunnar og hækkandi stýrivexti. Gengi krónunnar styrkist enn og Seðlabankinn hefur tilkynnt um hækkun stýrivaxta á þriðjudag. Innlent 23.10.2005 15:01 Tilboði Landsbankans tekið Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01 GSM-sambandslaust fyrir vestan Vegna slitins ljósleiðara í Tungudal á Ísafirði er GSM-símasambandslaust á Suðureyri og Flateyri. Einnig eru neyðarsímar í jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiðar óvirkir. Lögreglan á Ísafirði verður með aukið eftirlit í jarðgöngum meðan á viðgerð stendur. Innlent 23.10.2005 15:01 Lögbann á fréttir úr tölvupósti Sýslumaðurinn í Reykjavík setur lögbann á birtingu tölvupósts Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Aðför að rit- og málfrelsi, segir fréttaritstjóri Fréttablaðsins. Skýrt brot á lögum, segir lögmaður Jónínu. Innlent 23.10.2005 15:01 Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi. Innlent 23.10.2005 15:01 Samkomulag um að sækja tækin Landsvirkjun hafði náð samkomulagi við stjórnendur Slippstöðvarinnar á Akureyri um að sækja tæki sem nota átti við Kárahnjúka og fengið fyrirtæki til að sækja þau, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Innlent 23.10.2005 15:01 Búist við stormi Búist er við stormi sunnan- og vestan til á landinu í kvöld og miðhálendinu í nótt og á morgun. Einnig má búast við mjög sterkum vindhviðum á stöku stað, svo sem Kjalarnesi, Hafnarfjalli og víða við suðurströndina. Veðurstofan segir ástæðu til að vara ökumenn við sem leið eiga um þessa staði. Innlent 23.10.2005 15:00 Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Innlent 23.10.2005 15:00 SUS gagnrýnir Heimdall Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, virðast komin í hár saman vegna þings SUS sem fram fer í Stykkishólmi um helgina. Í ályktun sem stjórn SUS sendi frá sér í dag lýsir hún furðu sinni á þeim vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á fulltrúum á þingið og segir forystumenn Heimdallar hafa synjað mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyfingarinnar um sæti sem aðalfulltrúar á þinginu. Innlent 23.10.2005 15:00 Reynt áfram að ná samkomulagi Ekki náðist samkomulag fjölda strandríkja við Atlantshaf um skiptingu á kolmunnakvótanum á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Reynt verður áfram til þrautar að ná samkomulagi. Innlent 23.10.2005 15:00 Heilu hent Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. Innlent 23.10.2005 15:00 Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. Innlent 23.10.2005 15:00 Fréttin ekki mistök Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök. Innlent 23.10.2005 15:00 Spörkuðu í höfuð manns Aðalmeðferð í máli tveggja tæplega tvítugra manna fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:00 Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill átta milljarða fasteignafélag Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn. Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki ráðinn nýr umboðsmaður Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umboðsmaður íslenska hestsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun að líkindum ekki ráða nýjan umboðsmann. Fjármunum verður þá veitt til stofnanna eða félagasamtaka sem vinna að markaðsmálum hestsins. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill fjórða sæti Örn Sigurðsson arkitekt og formaður Höfuðborgarsamtakanna hefur skilað inn framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Örn sækist þar eftir fjórða til fimmta sæti á lista. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar stóðu Höfuðborgarsamtökin fyrir sínu eigin framboði og var Örn þá í efsta sæti. Innlent 23.10.2005 15:00 Skiptiaðstöðu vanti á karlasalerni Á Íslandi er greinilega ekki gert ráð fyrir að karlmenn skipti á börnum á ferðalögum þar sem í ljós hefur komið að aðeins einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á slíka aðstöðu á karlasnyrtingu, það er veitingaskálinn á Brú í Hrútafirði - og er búið að vera í mörg ár. Innlent 23.10.2005 15:00 Kringlan stækkuð Hafist hefur verið handa við byggingu 1.700 fermetra viðbótar við suðurbyggingu Kringlunnar. Í vor opnar verslunin NEXT svokallaða „flaggskipsverslun" á tveimur hæðum í þessu húsnæði en NEXT hefur nú um 1.000 fermetra til umráða í Kringlunni. Innlent 23.10.2005 15:00 Ójafnrétti í vegasjoppum Feður hafa bersýnilega ekki sömu möguleika og mæður á að skipta um bleiur á börnunum sínum þegar ferðast er um hringveginn. Jafnréttisráð og Félagsvísinda-og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir könnun í sumar um aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingum í söluskálum við hringveginn. Innlent 23.10.2005 15:00 Enn vantar hjúkrunarrými Hjúkrunarheimili með hundrað og tíu rýmum rís í Sogamýrinni á þarnæsta ári. Það hrekkur þó skammt miðað við núverandi biðlista. Heilbrigðisráðherra vill leysa vandann með því að stórbæta heimaþjónustu við aldraða. Innlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. Innlent 23.10.2005 15:01
Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Innlent 23.10.2005 15:01
Afkoma ríkisins batnar milli ára Bráðabirgðatölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs benda til þess að afkoma hins opinbera hafi batnað verulega frá því í fyrra að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Útlit er fyrir að heildartekjur ríkissjóðs hafi orðið 87,3 milljarðar króna á rekstrargrunni og tekjur hafi aukist um 30,1 prósent frá sama fjórðungi síðasta árs en gjöld um 16,4 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
Actavis kaupir ungverskt félag Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
Framkvæmdastjórinn svarar ekki Fréttastofan hefur reynt að ná í framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri í dag, vegna aðgerða starfsmanna sem brugðu á það ráð að loka Slippstöðinni vegna vangoldinna launa, en án árangurs. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur hvorki verið óskað eftir aðkomu þeirra að málinu né Sýslumanns. Innlent 23.10.2005 15:01
Þorsteinn ritar sögu þingræðis Forsætisnefnd hefur ráðið Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins og síðar sendiherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Tilefnið er að um þessar mundir er öld liðin frá því þingræði var tekið upp á Íslandi. Skipuð hefur verið tveggja manna ritnefnd sem í eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:01
Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Innlent 23.10.2005 16:58
Arfavitlaus hagstjórn "Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á erlendri mynt líða fyrir hátt gengi krónunnar og hækkandi stýrivexti. Gengi krónunnar styrkist enn og Seðlabankinn hefur tilkynnt um hækkun stýrivaxta á þriðjudag. Innlent 23.10.2005 15:01
Tilboði Landsbankans tekið Ríkisstjórnin hefur tekið tilboði Landsbanka Íslands í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Landsbankinn bauð 2.653 milljónir í sjóðinn og var það jafnframt hæsta tilboðið. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:01
GSM-sambandslaust fyrir vestan Vegna slitins ljósleiðara í Tungudal á Ísafirði er GSM-símasambandslaust á Suðureyri og Flateyri. Einnig eru neyðarsímar í jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiðar óvirkir. Lögreglan á Ísafirði verður með aukið eftirlit í jarðgöngum meðan á viðgerð stendur. Innlent 23.10.2005 15:01
Lögbann á fréttir úr tölvupósti Sýslumaðurinn í Reykjavík setur lögbann á birtingu tölvupósts Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Aðför að rit- og málfrelsi, segir fréttaritstjóri Fréttablaðsins. Skýrt brot á lögum, segir lögmaður Jónínu. Innlent 23.10.2005 15:01
Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi. Innlent 23.10.2005 15:01
Samkomulag um að sækja tækin Landsvirkjun hafði náð samkomulagi við stjórnendur Slippstöðvarinnar á Akureyri um að sækja tæki sem nota átti við Kárahnjúka og fengið fyrirtæki til að sækja þau, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Innlent 23.10.2005 15:01
Búist við stormi Búist er við stormi sunnan- og vestan til á landinu í kvöld og miðhálendinu í nótt og á morgun. Einnig má búast við mjög sterkum vindhviðum á stöku stað, svo sem Kjalarnesi, Hafnarfjalli og víða við suðurströndina. Veðurstofan segir ástæðu til að vara ökumenn við sem leið eiga um þessa staði. Innlent 23.10.2005 15:00
Sextán ára fangelsi staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal, banamanni Sri Rahmawati. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morð á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Innlent 23.10.2005 15:00
SUS gagnrýnir Heimdall Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, virðast komin í hár saman vegna þings SUS sem fram fer í Stykkishólmi um helgina. Í ályktun sem stjórn SUS sendi frá sér í dag lýsir hún furðu sinni á þeim vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á fulltrúum á þingið og segir forystumenn Heimdallar hafa synjað mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyfingarinnar um sæti sem aðalfulltrúar á þinginu. Innlent 23.10.2005 15:00
Reynt áfram að ná samkomulagi Ekki náðist samkomulag fjölda strandríkja við Atlantshaf um skiptingu á kolmunnakvótanum á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Reynt verður áfram til þrautar að ná samkomulagi. Innlent 23.10.2005 15:00
Heilu hent Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. Innlent 23.10.2005 15:00
Slagurinn um þriðja sætið Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna verður á morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sögð liggja fyrir, en slagurinn standi um þriðja sætið. Líklegast þykir að baráttan verði milli Gríms Atlasonar, Sóleyjar Tómasdóttur og Þorleifs Gunnlaugssonar. Innlent 23.10.2005 15:00
Fréttin ekki mistök Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök. Innlent 23.10.2005 15:00
Spörkuðu í höfuð manns Aðalmeðferð í máli tveggja tæplega tvítugra manna fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:00
Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill átta milljarða fasteignafélag Fasteignafélag í eigu Sigurjóns Sighvatssonar mun ef samningar nást þar um kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingarland í Kaupmannahöfn. Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki ráðinn nýr umboðsmaður Jónas R. Jónasson hefur sagt upp störfum sem umboðsmaður íslenska hestsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun að líkindum ekki ráða nýjan umboðsmann. Fjármunum verður þá veitt til stofnanna eða félagasamtaka sem vinna að markaðsmálum hestsins. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill fjórða sæti Örn Sigurðsson arkitekt og formaður Höfuðborgarsamtakanna hefur skilað inn framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Örn sækist þar eftir fjórða til fimmta sæti á lista. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar stóðu Höfuðborgarsamtökin fyrir sínu eigin framboði og var Örn þá í efsta sæti. Innlent 23.10.2005 15:00
Skiptiaðstöðu vanti á karlasalerni Á Íslandi er greinilega ekki gert ráð fyrir að karlmenn skipti á börnum á ferðalögum þar sem í ljós hefur komið að aðeins einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á slíka aðstöðu á karlasnyrtingu, það er veitingaskálinn á Brú í Hrútafirði - og er búið að vera í mörg ár. Innlent 23.10.2005 15:00
Kringlan stækkuð Hafist hefur verið handa við byggingu 1.700 fermetra viðbótar við suðurbyggingu Kringlunnar. Í vor opnar verslunin NEXT svokallaða „flaggskipsverslun" á tveimur hæðum í þessu húsnæði en NEXT hefur nú um 1.000 fermetra til umráða í Kringlunni. Innlent 23.10.2005 15:00
Ójafnrétti í vegasjoppum Feður hafa bersýnilega ekki sömu möguleika og mæður á að skipta um bleiur á börnunum sínum þegar ferðast er um hringveginn. Jafnréttisráð og Félagsvísinda-og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir könnun í sumar um aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingum í söluskálum við hringveginn. Innlent 23.10.2005 15:00
Enn vantar hjúkrunarrými Hjúkrunarheimili með hundrað og tíu rýmum rís í Sogamýrinni á þarnæsta ári. Það hrekkur þó skammt miðað við núverandi biðlista. Heilbrigðisráðherra vill leysa vandann með því að stórbæta heimaþjónustu við aldraða. Innlent 23.10.2005 15:00