Innlent

Vill fjórða sæti

Örn Sigurðsson arkitekt og formaður Höfuðborgarsamtakanna hefur skilað inn framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Örn sækist þar eftir fjórða til fimmta sæti á lista. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar stóðu Höfuðborgarsamtökin fyrir sínu eigin framboði og var Örn þá í efsta sæti. Hann útilokar ekki að Höfuðborgarsamtökin bjóði aftur fram í vor og ef hann nái ekki þeim árangri sem hann óskar í prófkjöri Sjálfstæðismanna, að hann fari þá fram undir merkjum Höfuðborgarsamtakanna. Hann telur það þó heldur ólíklegt en segir málefnin ráða för.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×