Innlent

Fréttamynd

70 milljarðar í tekjuskatt

Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast skrifa undir í dag

Kvikmynda- og framleiðslufyrirtækin Saga Film og Storm standa nú í viðræðum um mögulega sameiningu sem gengið getur í gegn í dag. „Jú, það eru viðræður í gangi en það er ekki búið að skrifa undir neina pappíra,“ segir Pétur Óli Gíslason, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Storm.

Innlent
Fréttamynd

Skulda afsökunarbeiðni

"Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist  þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Kaldasti september í 23 ár

Nýliðinn septembermánuður var sá kaldasti um land allt í 23 ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og hefur ekki mælst jafn mikið í rúm 30 ár.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn ófundinn

Hnífurinn sem notaður var í grófri líkamsárás í Bæjargili í Garðabæ um síðastliðna helgi er enn ófundinn. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins þó að öðru leyti vel.

Innlent
Fréttamynd

Lögbannið ógnun við blaðamenn

Alþjóðasamtök blaðamanna sendu í gær frá sér viðvörun til íslenskra yfirvalda þar sem segir að frelsi fjölmiðla geti verið stefnt í hættu með afskiptum yfirvalda af fjölmiðlum. Lögbann og innrás á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sé ógnun við blaðamenn og tilraun til að stöðva umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagslegt mál. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vegið að hagsmunum öryrkja

Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Hann kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps.

Innlent
Fréttamynd

Litlar eignir til upp í kröfur

Verðmætustu eignirnar á athafnasvæði Slippstöðvarinnar eru ekki í eigu félagsins og nýtast því ekki til greiðslu á kröfum í þrotabúið. Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki tengd skipaiðnaði hafa áhuga á að koma að stofnun nýs félags um rekstur slippstöðvar á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Sameining ólíkleg á Reykjanesi

Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagsstjórnin brást

Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Útrýma verði kanínum í náttúrunni

Útrýma verður kanínum úr íslenskri náttúru áður en þær valda skaða á lífríkinu, segir Náttúrufræðistofnun, sem leggur til að sérþjálfaðir hundar og gas verði notað til verksins.

Innlent
Fréttamynd

Listaverk fært vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við stækkun Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað þarf að gera ráðstafanir til að varðveita eitt þriggja listaverka sem Tryggvi Ólafsson gerði og standa á framhlið sjúkrahússins. Þetta er mat bæjarfulltrúans Magna Kistjánssonar í Fjarðabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Piltarnir þrír sæta varðhaldi

Þrír átján ára karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi í kjölfar líkamsárásar sem framin var í samkvæmi í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Einn þeirra situr í varðhaldi í fimm daga, hinir tveir í þrjá daga. Mennirnir voru færðir fyrir dómara á níunda tímanum á sunndagskvöld og var þinghaldi ekki lokið fyrr en um klukkan eitt um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Engin framsalskrafa komin fram

Ekki hefur enn komið fram framsalskrafa á albanskan mann sem kom hingað til lands á fölsuðum skilríkjum og er grunaður um morð í Grikklandi. Maðurinn kom hingað til lands hinn 20. september og hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi hér á landi. Við komuna framvísaði hann vegabréfi sem reyndist vera falsað.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi heimsótti Vísisvefinn

Vísir er vinsælasta vefsvæði landsins og sló notkun í liðinni viku öll met. Vikulegir notendur á Vísi mældust tæplega 213 þúsund í liðinni viku og hafa ekki mælst fleiri frá upphafi. Aðeins einu sinni áður hefur vefur í samræmdri vefmælingu fengið fleiri vikulega notendur og mátti fyrst og ­fremst rekja aukninguna til gríðarlegrar umferðar frá útlöndum.

Lífið
Fréttamynd

Níu sendiherrar í tíð Davíðs

Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar.

Innlent
Fréttamynd

Skrifar umboðsmanni bréf

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur.

Innlent
Fréttamynd

Hægir á umsvifum 2007

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleikinn í uppnámi

Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tölvuverslun

Brotist var inn í tölvuverslun í austurborginni um fimmleytið í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti þremur fartölvum. Þjófavarnakerfi fór í gang en þrátt fyrir það voru þjófarnir á bak og burt þegar öryggisverðir og lögregla komu á vettvang örskammri stund síðar.

Innlent
Fréttamynd

Eigum Davíð mikið að þakka

"Þjóðin á honum mikið að þakka," sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um Davíð Oddsson í þingræðu í kvöld. Í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gerði Geir upp valdatíð Davíðs og sagði Ísland öflugra og betra en nokkru sinni fyrr við endalok stjórnmálaferils hans.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningsgreinar brunarústir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra harðlega og sagði að ekki örlaði á því að ríkisstjórnin tæki aðvaranir Seðlabankans og annarra sérfræðinga alvarlega. Ríkisstjórnin væri að því leyti í fullkominni afneitun.

Innlent
Fréttamynd

Enginn bensínstyrkur öryrkja

Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að spara 720 milljónir með því að fella niður bensínstyrk til örykja. Formaður Sjálfsbjargar segir vera að draga úr greiðslu til þeirra fatlaðra sem eru á vinnumarkaði, eina ferðina enn.

Innlent
Fréttamynd

Dýrkeyptur aumingjaskapur

Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga.</font />

Innlent
Fréttamynd

Nýtt laxveiðimet

Fyrstu bráðabirgðatölur úr laxveiðiám benda til þess að stangveiðin hafi verið um 53.500 laxar sem er um 7.600 löxum meiri veiði en var á árinu 2004 sem er 52,4% meiri en meðalveiði áranna 1974-2004.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstyrkur sleginn af

720 milljóna króna bensínstyrkir til hreyfihamlaðra hafa verið slegnir af samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Þetta jafngildir átta þúsund krónum á mánuði fyrir sjö þúsund heimili í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Afskipti lykilmanna umhugsunarverð

Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Hótar sameiningu með lögum?

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. 

Innlent
Fréttamynd

Vill álit á vistaskiptum þingmanns

Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

200 milljónir vegna vegabréfanna

Rúmlega tvö hundruð milljónum verður varið í kaup á vél- og hugbúnaði fyrir Útlendingastofnun og sýslumannaembætti á næsta ári svo hægt verði að gefa út vegabréf með lífkennum. Þetta kemur fram í fjárlögum sem voru lögð fram í gær.

Innlent