Innlent

Nýtt laxveiðimet

Fyrstu bráðabirgðatölur úr laxveiðiám benda til þess að stangveiðin hafi verið um 53.500 laxar sem er um 7.600 löxum meiri veiði en var á árinu 2004 sem er 52,4% meiri en meðalveiði áranna 1974-2004. Stangveiði á laxi sumarið 2005 er sú mesta sem skráð hefur verið úr stangveiði í íslenskum ám en fyrra met var 1978 þegar 52.679 laxar veiddust. Hluti þeirra laxa sem sleppt er veiðast aftur og hækka veiðitölur margra áa. Hlutfall laxa sem sleppt er hefur farið hækkandi á undanförnum árum og var um 16% veiddra fiska sleppt á árinu 2004. Hlutfallslega mest aukning var í laxveiði á Vesturlandi en metveiði varð þar í nokkrum veiðiám.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×