Innlent Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. Innlent 23.10.2005 15:04 Hlýindi um land allt Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi. Innlent 23.10.2005 15:04 Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04 Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04 Rjúpnaveiði hafin á ný Rjúpnaveiðimenn taka eflaust gleði sína á ný því í dag hófst rjúpnaveiði eftir tveggja ára veiðibann. Innlent 23.10.2005 15:04 Hæsta hlutfall virðisaukaskatts Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst. Innlent 23.10.2005 15:04 Avion næstframsæknast í Evrópu Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:04 Búið að opna Hvalnesskriður Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04 Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:04 Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. Innlent 23.10.2005 15:04 D-listinn með tæp 46 prósent Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2005 15:04 Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. Innlent 23.10.2005 15:04 Hrafn á lokasprettinum í maraþoni Hrafn Jökulsson hefur nú lokið 239 skákum af 250 í maraþontafli sínu sem hann hóf í Kringlunni klukkan níu í gærmorgun. Búist er við að hann ljúki skákunum 250 á næsta klukkutímanum, en hann hafði sett sér það markmið að klára þær á innan við 40 klukkustundum. Innlent 23.10.2005 15:04 Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. Innlent 23.10.2005 15:04 Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04 Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. Innlent 23.10.2005 15:04 Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. Innlent 23.10.2005 15:04 Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. Innlent 23.10.2005 15:04 Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04 Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04 Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Innlent 23.10.2005 15:04 Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. Innlent 23.10.2005 15:04 Stígamót kæra BM ráðgjöf Stígamót hefur lagt fram kæru til lögreglunnar um að nafn Stígamóta hafi verið notað í símastyrktarsöfnun sem ekki var á vegum samtakanna. Úthringingarnar voru á vegum fyrirtækisins BM ráðgjafar, sem sér um söfnun fyrir verkefnið Blátt áfram. Það verkefni er á vegum Ungmennafélags Íslands en ekki á vegum Stígamóta. Innlent 23.10.2005 15:04 Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58 Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04 Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04 Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04 Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ ›
Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. Innlent 23.10.2005 15:04
Hlýindi um land allt Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi. Innlent 23.10.2005 15:04
Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04
Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04
Rjúpnaveiði hafin á ný Rjúpnaveiðimenn taka eflaust gleði sína á ný því í dag hófst rjúpnaveiði eftir tveggja ára veiðibann. Innlent 23.10.2005 15:04
Hæsta hlutfall virðisaukaskatts Hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu var hæst á Íslandi af öllum OECD-löndunum á síðasta ári. Hlutfall skatta á fyrirtæki af heildarskatttekjum ríkissjóðs er hins vegar næstlægst. Innlent 23.10.2005 15:04
Avion næstframsæknast í Evrópu Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:04
Búið að opna Hvalnesskriður Búið er að opna Hvalnesskriður en enn er ófært um Þvottárskriður og ekki er víst að það náist að opna þær í dag. Lokað er á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðislausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04
Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:04
Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. Innlent 23.10.2005 15:04
D-listinn með tæp 46 prósent Sjálfstæðisflokkurinn fengi 45,9 prósent atkvæða ef kosið væri til borgarstjórnar í dag, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Innlent 23.10.2005 15:04
Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. Innlent 23.10.2005 15:04
Hrafn á lokasprettinum í maraþoni Hrafn Jökulsson hefur nú lokið 239 skákum af 250 í maraþontafli sínu sem hann hóf í Kringlunni klukkan níu í gærmorgun. Búist er við að hann ljúki skákunum 250 á næsta klukkutímanum, en hann hafði sett sér það markmið að klára þær á innan við 40 klukkustundum. Innlent 23.10.2005 15:04
Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. Innlent 23.10.2005 15:04
Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04
Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. Innlent 23.10.2005 15:04
Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. Innlent 23.10.2005 15:04
Vatnselgur í Höfn í Hornafirði Miðbær Hafnar í Hornafirði var umflotinn vatni í gær eftir mestu rigningar í manna minnum. Vatn flæddi víða í kjallara og hlutust af talsverðar skemmdir. Þar sem vatnið var mest náði það upp að nafla karlmanns. Innlent 23.10.2005 15:04
Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04
Ófærð á Austurlandi Ófært er um Hvalnes og Þvottárskriður og ekki er víst um að það náist að opna þar í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er lokað á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs vegna vatnavaxta. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að ástæðulausu á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar vegna skriðuhættu. Það rignir mikið á þessu svæði. Innlent 23.10.2005 15:04
Drepinn ef hann snýr heim Ungur Afgani segir hæli á Íslandi vera sitt síðasta hálmstrá. Heima bíði hans ömurleg örlög. Hann hefur beðið afgreiðslu hérlendra stjórnvalda á hælisumsókn sinni í 13 mánuði. Innlent 23.10.2005 15:04
Dýratilraunum mótmælt „Við erum að mótmæla dýratilraunum á Íslandi," segir Tryggvi Guðmundsson dýravinur sem stóð að mótmælum á Lækjartorgi í gær. Innlent 23.10.2005 15:04
Stígamót kæra BM ráðgjöf Stígamót hefur lagt fram kæru til lögreglunnar um að nafn Stígamóta hafi verið notað í símastyrktarsöfnun sem ekki var á vegum samtakanna. Úthringingarnar voru á vegum fyrirtækisins BM ráðgjafar, sem sér um söfnun fyrir verkefnið Blátt áfram. Það verkefni er á vegum Ungmennafélags Íslands en ekki á vegum Stígamóta. Innlent 23.10.2005 15:04
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58
Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04
Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04
Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04
Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04