Innlent

Fréttamynd

Spá hækkun fasteignaverðs

Fasteignaverð mun hækka um sex prósent hér á landi á næstu tólf mánuðum að mati greiningardeildar KB banka. Helstu ástæðurnar segir Greiningardeildin vera þær að raunvaxtakostnaður hækki ekki mikið og að atvinnuástand verði áfram gott.

Innlent
Fréttamynd

Skoða reglur einkavæðingarnefndar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Vatnstjón á tuttugu húsum

Um tuttugu hús urðu fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir einhverja mestu úrkomu á svæðinu í manna minnum. Enn er verið að meta skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Biðtími flóttamanna 7-8 vikur

Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stimpilgjöldin burt

Sjálfstæðismenn vilja að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Þetta er meðal efnis í ályktun landsfundar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum sem samþykkt var í gær. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisráðsframboði ekki mótmælt

Ekki var ályktað gegn framboði Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, þrátt fyrir tilraunir ungra sjálfstæðismanna í þá átt. Fyrrverandi formaður flokksins gerði það svo að einu af sínum síðustu verkum að hvetja til að róttæk ályktun um afnám ríkisstyrkja í landbúnaði yrði felld.

Innlent
Fréttamynd

Börnunum haldið heima

Leikskólar í Kópavogi og víðar hafa brugðið á það ráð að loka einni deild á dag, svo foreldrar verða annað hvort að vera heima með börnum sínum þann dag eða bregða á önnur ráð þegar kemur að barnagæslu.

Innlent
Fréttamynd

Svikamylla í gervi leikjarpósts

Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Málið snýst um krónur og aura

Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin.

Innlent
Fréttamynd

Misráðin ályktun

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaskyttur á röngum stað

Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Bótahækkanir gætu fallið niður

Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Vilja flytja inn erfðaefni í kýr

Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Víða vatnstjón á Höfn

Talið er að hátt í 20 hús hafi orðið fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir eina úrkomumestu helgi sem sögur fara af þar á slóðum. Enn er verið að meta skemmdir af völdum tjónsins.

Innlent
Fréttamynd

Maður ógnaði með hnífi

24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Berjast fyrir togveiðibanni

Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn mildast

Sjórnmálafræðingar virðast nokkuð sammála um að yfirbragð Sjálfstæðisflokksins muni mildast við brotthvarf Davíðs Oddssonar. Að öðru leyti er ekki búist við miklum breytingum. Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur á ekki von á miklum breytingum og benti á að forystan hefði náð kjöri með miklum yfirborðum á landsfundinum. Því hefði forystan í góðan styrk á bakvið sig og gott umboð. Hann sagði að flokkurinn héldi sínu striki.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir að aka á pilt

Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut.

Innlent
Fréttamynd

Eitur í gámi

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, unnu í alla nótt að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau bærust út í andrúmsloftið eða í jarðveg.

Innlent
Fréttamynd

Slær varnagla við einkavæðingu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Lokað prófkjör

Ákveðið hefur verið að hafa lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði við uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Tillaga kom fram á félagsfundi um að hafa opið prófkjör en aðeins um fjórðungur félagsmanna var hlynntur því.

Innlent
Fréttamynd

Eitur í löskuðum gámi

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, hafa í alla nótt unnið að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau berist út í andrúmsloftið eða í jarðveg.

Innlent
Fréttamynd

Hættuleg efni láku úr Akrafelli

Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú við störf um borð í Akrafelli, flutningaskipi Samskipa þar sem það liggur við Vogabakka í Reykjavík. Tilkynning barst upp úr miðnætti þess efnis að hættuleg efni hefðu lekið út í skipinu og voru eiturefnakafarar kallaðir til. Ekki stafar almannahætta vegna lekans en svæðið verður lokað meðan komist verður fyrir hann og efnin hreinsuð upp.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir landasölu

Ungur maður þarf að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa í apríl 2003, þá 19 ára, selt landa úr bíl í nágrenni Korpúlfsstaða. Lögregla sá til landasölunnar og fann bæði peninga og landa á manninum og félaga hans.

Innlent
Fréttamynd

Sambýli illa mönnuð á Reykjanesi

Illa gengur að manna sambýli og visheimili hvers konar í Reykjavík og nágrenni. Á vistheimilinu Dimmuhvarfi á Reykjanesi vantar í níu stöðugildi af tuttugu og einu. Sambýli og vistheimili eru mörg hver í sama vanda og leikskólar og fleiri opinberar stofnanir um þessar mundir. Það gengur ekkert að ráða nýtt starfsfólk. Víða á höfuðborgarsvæðinu vantar starfsmenn og því treysta yfirmenn á að þeir starfsmenn sem eru til staðar vinni meira en fullt starf.

Innlent
Fréttamynd

Hnútukast um bensínstyrk

Framsóknarmenn telja Árna Mathiesen fjármálaráðherra varpa áformum um afnám bensínstyrks öryrkja og aldraðra yfir á heilbrigðisráðherra. Rýtingsstunga í bak Jóns Kristjánssonar segir stjórnarandstaðan.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að neytendur sjái lækkun

Ólíklegt er að lækkun á matarskatti skili sér í vasa neytenda. Líklegra er að verslanir og heildsalar hækki álagningu sem skattalækkuninni nemur segir Guðmundur Ólafsson lektor í hagfræði. Allsherjarskattalækkanir skili sér mun betur til almennings.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir Alpharma

Actavis Group hefur gengið frá samningi um kaup á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverðið nemur 810 milljónum dala eða um 50 milljörðum króna. Með kaupunum er Actavis orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims. Sameiginlegt fyrirtæki verður með starfsemi í 32 löndum og um 10.000 starfsmenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri útgerðir ætla að kæra

Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið neitar sök

Par sem skvetti grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu neitar sakargiftum um stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Skemmdir eru mun minni en taldar voru í fyrstu. Breskur maður hefur þegar hlotið fangelsisdóm vegna málsins.

Innlent