Innlent Margir meðal aldraðra einangraðir Eldri borgarar eru líka hópur sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi mun ná til en í nágrannalöndunum hefur sjálfsvígum fjölgað þeirra á meðal. Kannanir hafa sýnt að margir eru félagslega einangraðir og mikil þörf er á heimsóknarþjónustu sem nú er áhersluverkefni Rauða krossins. Innlent 23.10.2005 22:44 Vilja ókeypis skólagöngu frá vöggu til grafar Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill leggja af samræmdar námskrár og er andvíg styttingu náms til stúdentsprófs. Skólagangan á að vera ókeypis frá vöggu til grafar. Þetta er meðal þess sem hreyfingin samþykkti á landsfundi sem lauk í dag. Innlent 23.10.2005 22:34 Verkstjóra sagt að berja þá Verkstjóra yfir pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var sagt að berja þá sýndu þeir mótþróa við vinnu. Þetta segir Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar TÚ-BÍ segir verkalýðshreyfinguna leggja sig í einelti. Innlent 23.10.2005 20:44 Barátta gegn sjálfsvígum ber árangur Ungir samkynheigðir, atvinnulausir og unglingar sem falla úr námi eru líklegri til að svipta sig lífi en aðrir. Sjálfsvígum hefur fækkað eftir að hópur á vegum landlæknisembættisins hóf vinnu gegn sjálfsvígum fyrir þremur árum. Innlent 23.10.2005 22:40 FL Group keypti á 15 milljarða FL-Group hefur keypt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir fimmtán milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins telur samt að SAS vilji ekki slíta samstarfi. Gengið var frá samningum í dag og greint frá uppstokkun félagsins. Innlent 23.10.2005 20:24 Viðræður enn í gangi Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Snorri Sturluson í metsölubók Voldug öfl sem svífast einskis og tvöþúsund ára gömul leyndarmál sem gætu breytt gangi sögunnar eru mikilvægur hluti fléttunnar í bókinni Við enda hringsins. Höfundurinn er hér á landi við rannsóknir, því í framhaldsbókinni mun meðal annars koma í ljós að sjálfur Snorri Sturluson er hluti þessarar miklu ráðgátu. Tom Egeland gaf út bókina sína, Við enda hringsins, í Noregi 2001. Lífið 23.10.2005 17:51 Heilbrigðisyfirvöld róleg Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn. Innlent 23.10.2005 17:48 Kaupverðið 15 milljarðar FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir. Innlent 23.10.2005 18:32 Bannað að tala við íslendinga Pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var bannað að hafa samband við íslenska samstarfsmenn sína. Þetta segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna. Hann segir fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu. Innlent 23.10.2005 18:28 Dregur úr kamfílóbaktersýkingum Tekist hefur að draga verulega úr kamfílóbaktersýkingum í kjúklingum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Í september í fyrra var hlutfall kamfílóbatkeríusýktra kjúklinga yfir fjörtíu og eitt prósent, en í síðasta mánuði var það komið niður í sjö komma þrjú prósent. Innlent 23.10.2005 17:51 Búist við miklum fjölda Aðstandendur kvennafrídagsins eru bjartsýnir á fjöldi þátttakenda í kvennafrídeginu á morgun verði jafn margir ef ekki fleiri, en þá tóku á milli tuttugu til þrjátíu þúsund manns þátt í baráttunni. Nokkuð mörg fyrirtæki hafa hvatt konur til þátttöku og sum ætla jafnvel að hafa lokað. Lífið 23.10.2005 17:51 Reykingabann um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. Innlent 23.10.2005 17:51 Hópbílaleigan krefst úrskurðar Hópbílaleigan hefur kært til kærunefndar útboðsmála að ekki hafi verið samið við fyrirtækið um akstur á Suðurnesjum. Samið var við Kynnisferðir þrátt fyrir að tilboð Hópbílaleigunnar hafi verið talsvert lægra. Í kærunni er farið fram á að kærunefnd útboðsmála úrskurði um þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að hafna tilboði Hópbílaleigunnar, verði ógild. Innlent 23.10.2005 17:51 Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji. Innlent 23.10.2005 17:51 Annasamt hjá Rvk. lögreglu í nótt Ráðist var á 26 ára gamlan mann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Kallað var til lögreglu sem stöðvaði barsmíðarnar. Fórnarlambið var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en talið er að bein hafi brotnað í andliti mannsins. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og verður yfirheyrður nú í morgunsárið eða þegar mesta víman er runnin af honum. Ekki er enn um ástæðu árásarinnar og er málið nú í rannsókn. Innlent 23.10.2005 17:51 Einsemd getur leitt til geðraskana Fólki sem býr eitt getur verið hætt við geðröskunum sökum samskiptaleysis við annað fólk. Miðborgarprestur segir forvitni af hinu góða þar sem hún getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eyðileggingu á heimilum fólks. Innlent 23.10.2005 17:51 Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Íslendingur á leið til Pakistan Jón Hafsteinsson, sjúkraflutningamaður, sem heldur til skjálftasvæðanna í Pakistan eftir helgi, segist búa sig undir það versta, enda aðstæður hörmulegar í landinu. Gríðarlegir kuldar gera hjálparstarfi þar erfitt fyrir. Innlent 23.10.2005 17:51 Kínverskum ferðamönnum fjölgar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur sextánfaldast á fjórum árum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin og jafnvel áratugina og segja Flugleiðamenn að þessi stöðuga fjölgun opni jafnvel möguleika á beinu flugi milli landanna. Innlent 23.10.2005 17:51 18 ára stúlka vann ökuritakeppni Átján ára stúlka úr Vogunum vann góðaksturskeppni Vís með fyrirmyndarakstri sem skráður var með ökurita í þrjá mánuði. Hún var í hópi ungmenna sem reyndist standa sig betur en starfsmenn fyrirtækja í sambærilegum verkefnum. Sextán ungmenni luku ökuritaverkefni á vegum Vátryggingafélags Íslands nýverið. Innlent 23.10.2005 17:51 Fyrsta brautskráning nýs rektors Fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands brautskráði sína fyrstu kandídata í dag. Liðlega þrjúhundruð kandídatar brautskráðust, en meðal þeirra voru hjón á Ísafirði sem útskrifuðust saman úr fjarnámi í íslensku, og fyrsti nemandinn í upplýsingatækni á heilbrigðissviði útskrifaðist einnig í dag. Innlent 23.10.2005 17:51 FL Group að kaupa Sterling Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51 Launaleynd til trafala Kvenfrelsi verður þungamiðja í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna að loknum landsfundi flokksins. Í pallborðsumræðum kom fram að jafnréttisyfirvöld hafa takmarkaðri heimildir til að rannsaka launamun en aðrar eftirlitsstofnanir. Innlent 23.10.2005 17:57 Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51 White Stripes til Íslands Ein stærsta rokkhljómsveit heims The White Stripes spilar í Reykjavík 20. nóvember. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll. Það er Hr. Örlygur sem stendur að komu The White Stripes til Íslands. Lífið 23.10.2005 17:51 Vildarbörn styrkt af Icelandair Icelandair afhenti í dag var fimmtán langveikum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Fjölskyldunum er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur. Alls hafa 55 börn og fjölskyldur þeirra fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003 og er heildarfjöldi farþega á vegum sjóðsins kominn yfir 220 manns. Innlent 23.10.2005 17:51 Mjög góður árangur hjá ungum ökumönnum í SAGA ökuritaverkefni VÍS Mjög góður árangur náðist í SAGA ökuritaverkefni Vátryggingafélags Íslands fyrir unga ökumenn sem er nýlokið. Er meðaleinkunn unga fólksins ríflega helmingi betri en hjá öðrum, sem notað hafa ökuritann reglulega. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti þremur stigahæstu ungmennunum verðlaun og viðurkenningu frá VÍS þegar greint var frá niðurstöðum verkefnisins í dag. Lífið 23.10.2005 17:51 Svalbarðadeila í hnút Ef samningar nást ekki við Norðmenn um stjórn fiskveiða við Svalbarða innan mjög skamms tíma er ekki annað fyrir stjórnvöld að gera en að höfða mál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. Innlent 23.10.2005 17:51 Engin breyting á forystu VG Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti. Innlent 23.10.2005 17:51 « ‹ ›
Margir meðal aldraðra einangraðir Eldri borgarar eru líka hópur sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi mun ná til en í nágrannalöndunum hefur sjálfsvígum fjölgað þeirra á meðal. Kannanir hafa sýnt að margir eru félagslega einangraðir og mikil þörf er á heimsóknarþjónustu sem nú er áhersluverkefni Rauða krossins. Innlent 23.10.2005 22:44
Vilja ókeypis skólagöngu frá vöggu til grafar Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill leggja af samræmdar námskrár og er andvíg styttingu náms til stúdentsprófs. Skólagangan á að vera ókeypis frá vöggu til grafar. Þetta er meðal þess sem hreyfingin samþykkti á landsfundi sem lauk í dag. Innlent 23.10.2005 22:34
Verkstjóra sagt að berja þá Verkstjóra yfir pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var sagt að berja þá sýndu þeir mótþróa við vinnu. Þetta segir Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar TÚ-BÍ segir verkalýðshreyfinguna leggja sig í einelti. Innlent 23.10.2005 20:44
Barátta gegn sjálfsvígum ber árangur Ungir samkynheigðir, atvinnulausir og unglingar sem falla úr námi eru líklegri til að svipta sig lífi en aðrir. Sjálfsvígum hefur fækkað eftir að hópur á vegum landlæknisembættisins hóf vinnu gegn sjálfsvígum fyrir þremur árum. Innlent 23.10.2005 22:40
FL Group keypti á 15 milljarða FL-Group hefur keypt lággjaldaflugfélagið Sterling fyrir fimmtán milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins telur samt að SAS vilji ekki slíta samstarfi. Gengið var frá samningum í dag og greint frá uppstokkun félagsins. Innlent 23.10.2005 20:24
Viðræður enn í gangi Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Snorri Sturluson í metsölubók Voldug öfl sem svífast einskis og tvöþúsund ára gömul leyndarmál sem gætu breytt gangi sögunnar eru mikilvægur hluti fléttunnar í bókinni Við enda hringsins. Höfundurinn er hér á landi við rannsóknir, því í framhaldsbókinni mun meðal annars koma í ljós að sjálfur Snorri Sturluson er hluti þessarar miklu ráðgátu. Tom Egeland gaf út bókina sína, Við enda hringsins, í Noregi 2001. Lífið 23.10.2005 17:51
Heilbrigðisyfirvöld róleg Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn. Innlent 23.10.2005 17:48
Kaupverðið 15 milljarðar FL Group kaupir danska flugfélagið Sterling á 15 milljarða króna. Á næstunni verður farið í hlutabréfaútboð í FL Group upp á 44 milljarða króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum sem enn stendur yfir. Innlent 23.10.2005 18:32
Bannað að tala við íslendinga Pólskum verkamönnum á Kárahnjúkasvæðinu var bannað að hafa samband við íslenska samstarfsmenn sína. Þetta segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna. Hann segir fulltrúa starfsmannaleigunnar 2 B, sem flytur inn pólska verkamenn til vinnu við Kárahnjúka og víðar, hafa sagt verkstjóra Suðurverks að berja Pólverjana sýndu þeir mótþróa í vinnu. Innlent 23.10.2005 18:28
Dregur úr kamfílóbaktersýkingum Tekist hefur að draga verulega úr kamfílóbaktersýkingum í kjúklingum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá embætti yfirdýralæknis. Í september í fyrra var hlutfall kamfílóbatkeríusýktra kjúklinga yfir fjörtíu og eitt prósent, en í síðasta mánuði var það komið niður í sjö komma þrjú prósent. Innlent 23.10.2005 17:51
Búist við miklum fjölda Aðstandendur kvennafrídagsins eru bjartsýnir á fjöldi þátttakenda í kvennafrídeginu á morgun verði jafn margir ef ekki fleiri, en þá tóku á milli tuttugu til þrjátíu þúsund manns þátt í baráttunni. Nokkuð mörg fyrirtæki hafa hvatt konur til þátttöku og sum ætla jafnvel að hafa lokað. Lífið 23.10.2005 17:51
Reykingabann um mitt ár 2007 Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. Innlent 23.10.2005 17:51
Hópbílaleigan krefst úrskurðar Hópbílaleigan hefur kært til kærunefndar útboðsmála að ekki hafi verið samið við fyrirtækið um akstur á Suðurnesjum. Samið var við Kynnisferðir þrátt fyrir að tilboð Hópbílaleigunnar hafi verið talsvert lægra. Í kærunni er farið fram á að kærunefnd útboðsmála úrskurði um þá ákvörðun Vegagerðarinnar, að hafna tilboði Hópbílaleigunnar, verði ógild. Innlent 23.10.2005 17:51
Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji. Innlent 23.10.2005 17:51
Annasamt hjá Rvk. lögreglu í nótt Ráðist var á 26 ára gamlan mann í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í nótt. Kallað var til lögreglu sem stöðvaði barsmíðarnar. Fórnarlambið var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en talið er að bein hafi brotnað í andliti mannsins. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslur og verður yfirheyrður nú í morgunsárið eða þegar mesta víman er runnin af honum. Ekki er enn um ástæðu árásarinnar og er málið nú í rannsókn. Innlent 23.10.2005 17:51
Einsemd getur leitt til geðraskana Fólki sem býr eitt getur verið hætt við geðröskunum sökum samskiptaleysis við annað fólk. Miðborgarprestur segir forvitni af hinu góða þar sem hún getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eyðileggingu á heimilum fólks. Innlent 23.10.2005 17:51
Fasteignaverð hækkar Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Íslendingur á leið til Pakistan Jón Hafsteinsson, sjúkraflutningamaður, sem heldur til skjálftasvæðanna í Pakistan eftir helgi, segist búa sig undir það versta, enda aðstæður hörmulegar í landinu. Gríðarlegir kuldar gera hjálparstarfi þar erfitt fyrir. Innlent 23.10.2005 17:51
Kínverskum ferðamönnum fjölgar Fjöldi kínverskra ferðamanna sem koma hingað til lands hefur sextánfaldast á fjórum árum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin og jafnvel áratugina og segja Flugleiðamenn að þessi stöðuga fjölgun opni jafnvel möguleika á beinu flugi milli landanna. Innlent 23.10.2005 17:51
18 ára stúlka vann ökuritakeppni Átján ára stúlka úr Vogunum vann góðaksturskeppni Vís með fyrirmyndarakstri sem skráður var með ökurita í þrjá mánuði. Hún var í hópi ungmenna sem reyndist standa sig betur en starfsmenn fyrirtækja í sambærilegum verkefnum. Sextán ungmenni luku ökuritaverkefni á vegum Vátryggingafélags Íslands nýverið. Innlent 23.10.2005 17:51
Fyrsta brautskráning nýs rektors Fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands brautskráði sína fyrstu kandídata í dag. Liðlega þrjúhundruð kandídatar brautskráðust, en meðal þeirra voru hjón á Ísafirði sem útskrifuðust saman úr fjarnámi í íslensku, og fyrsti nemandinn í upplýsingatækni á heilbrigðissviði útskrifaðist einnig í dag. Innlent 23.10.2005 17:51
FL Group að kaupa Sterling Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:51
Launaleynd til trafala Kvenfrelsi verður þungamiðja í stefnuyfirlýsingu vinstri grænna að loknum landsfundi flokksins. Í pallborðsumræðum kom fram að jafnréttisyfirvöld hafa takmarkaðri heimildir til að rannsaka launamun en aðrar eftirlitsstofnanir. Innlent 23.10.2005 17:57
Víða ófært á vegum Þoskafjarðaheiði er ófær samkæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði, í Ísafjarðardjúpi, Siglufjarðarvegi, á Lágheiði og Öxnadalsheiði. Eins eru hálkublettir víða annars staðar á Norðurlandi. Þá ver íða snjóþekja og hálka á Austurlandi. Innlent 23.10.2005 17:51
White Stripes til Íslands Ein stærsta rokkhljómsveit heims The White Stripes spilar í Reykjavík 20. nóvember. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll. Það er Hr. Örlygur sem stendur að komu The White Stripes til Íslands. Lífið 23.10.2005 17:51
Vildarbörn styrkt af Icelandair Icelandair afhenti í dag var fimmtán langveikum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Fjölskyldunum er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur. Alls hafa 55 börn og fjölskyldur þeirra fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003 og er heildarfjöldi farþega á vegum sjóðsins kominn yfir 220 manns. Innlent 23.10.2005 17:51
Mjög góður árangur hjá ungum ökumönnum í SAGA ökuritaverkefni VÍS Mjög góður árangur náðist í SAGA ökuritaverkefni Vátryggingafélags Íslands fyrir unga ökumenn sem er nýlokið. Er meðaleinkunn unga fólksins ríflega helmingi betri en hjá öðrum, sem notað hafa ökuritann reglulega. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti þremur stigahæstu ungmennunum verðlaun og viðurkenningu frá VÍS þegar greint var frá niðurstöðum verkefnisins í dag. Lífið 23.10.2005 17:51
Svalbarðadeila í hnút Ef samningar nást ekki við Norðmenn um stjórn fiskveiða við Svalbarða innan mjög skamms tíma er ekki annað fyrir stjórnvöld að gera en að höfða mál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, segir framkvæmdastjóri LÍÚ. Innlent 23.10.2005 17:51
Engin breyting á forystu VG Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti. Innlent 23.10.2005 17:51