Innlent

Fréttamynd

Lóðin fer á markaðsverði

Borgarstjóri segir að ekki standi annað til en að Íslandsbanki greiði markaðsverð fyrir lóð Strætós við Kirkjusand. Borgin hefur áhuga á að þar rísi einnig raðhúsabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Skoðuðu launareikninga í dag

Pólverjar sem komu til starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2B fóru í banka á Egilsstöðum til að skoða launareikningana sína í dag. Fulltrúar launþegahreyfinga ræddu við lögmann starfsmannaleigunnar í dag og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Birki fer að vaxa á hálendinu vegna hærra hitastigs

Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan í málið

Lögreglan í Reykjavík telur rétt að skoða hvort efni tímaritsins Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög. Talsmaður Femínistafélagsins segir leitt að útgefandi blaðsins hafi farið þá leið að hafa myndefni blaðsins klámfengið. Ritstjórinn segir um erótík að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórn leggur fram fimm milljónir vegna skjálfta

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan í síðasta mánuði. Tillaga borgarstjóra þar að lútandi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Strandaglópar vegna óveðurs

Nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt vegna óveðursins í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra 130 sem gistu þar aðfararnótt sunnudags gátu komist leiðar sinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Klám?

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um hvort skoðað verði hvort tímaritið Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög þar sem fjallað er um klám. Blaðinu hefur verið breitt og nú er sýnt miklu meira hold heldur en í blaðinu B&B.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast upplýsinga

Íslensk stjórnvöld hafa krafið bandarísk yfirvöld um upplýsingar um hvort bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi flutt meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi og lent hér á landi. Grunur leikur á að vélar í fangaflutningum hafi lent að minnsta kosti níu sinnum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfa fimm ára skuldabréfa

Kommunalbanken (lánasjóður sveitarfélaga í Noregi) gaf í dag út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Þetta er í fyrsta skipti sem að erlendur banki gefur út skuldabréf í íslenskum krónum til lengri tíma en þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Pólverjanna á leið til Reykjavíkur

Þrír af Pólverjunum átján, sem staðið hafa í deilum við starfsmannaleiguna 2B vegna vinnu þeirra við Kárahnjúka, eru á leið til Reykjavíkur og líklega á leið úr landi að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkum.

Innlent
Fréttamynd

Lítil svör um kaupin á Sterling

Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist.

Innlent
Fréttamynd

Sljóleiki gagnvart ofurkjörum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Actavis setur þunglyndislyf á markað

Actavis hefur sett þunglyndislyfið Sertraline á markað í 14 löndum Evrópu eftir að einkaréttur á framleiðslu lyfsins rann út þar. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfið sé framleitt í verksmiðjum hér á landi og á Möltu og sé í töflu- og hylkjaformi. Um sé að ræða mestu markaðssetningu Actavis á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkuð um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag, bæði vegna hálku og þess að sól er lágt á lofti. Bíll valt á hliðina við Starengi í Grafarvogi laust eftir hádegi í dag eftir að ökumaður hans hafði misst stjórn á honum og bíllinn runnið á ljósastaur. Að sögn lögreglu voru slys á fólki minni háttar en bíllinn mun vera skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Sótti veikan sjómann

Björgunarþyrlan Líf sótti í morgun veikan sjómann út af Patreksfirði. Sjómaðurinn er í áhöfn á togaranum Guðmundi í Nesi og þótti nauðsynlegt að flytja hann sem fyrst á sjúkrahús eftir að ljóst var að hann var alvarlega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnendur KB banka högnuðust um 770 milljónir

Sjö æðstu stjórnendur Kaupþings banka högnuðust um samtals 770 milljónir króna í gær með því að nýta sér fimm ára gamlan kauprétt að hlutabréfum í bankanum á því gengi sem gilti fyrir fimm árum. Sigurður Einarsson stjórnarformaður keypti lang mest og hagnast á einum degi um röskar 400 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarlínan synjaði konunni um aðstoð

Það gengur kraftaverki næst að kona skyldi sleppa lifandi þegar tengivagn flatti út bíl hennar í Leirársveit í gærkvöldi. Að sögn móður hennar hafði Neyðarlínan synjað henni um aðstoð áður en óhappið varð.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra spurður um fangaflug í íslenskri lofthelgi

Formaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meint fangaflug CIA um íslenska lofthelgi. Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að séu notaðar til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 800 milljóna tap Haga

Tap Haga, dótturfélags Baugs Group, nam sjö hundrað og átta milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er langt undir væntingum stjórnenda. Ástæðuna segja þeir vera harða samkeppni en Hagar reka meðal annars Bónus, Debenhams, Skeljung, Hagkaup, Topshop, Orkuna, 10-11, og Útilíf.

Innlent
Fréttamynd

Lífstíll kærir ójafna samkeppnisstöðu

Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Reykjanesbæ hefur kært ójafna samkeppnisstöðu einkarekinna líkamsræktarstöðva í bænum til Samkeppniseftirlitsins. Von er á niðurstöðu á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

CIA virðist oft nota Keflavíkurflugvöll fyrir vélarnar

Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að notaðar séu til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur.

Innlent
Fréttamynd

Lítill fólksflutningabíll valt í Vatnsskarði

Lítill fólksflutningabíll með fimm farþegum um borð valt út af veginum í Vatnsskarði í gærkvöldi en engin meiddist. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og gat hann haldið för sinni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Hornfirðingar byggja reiðhöll

Reiðhöll verður reist fyrir hestamannafélagið Hornfirðing á landi sem sveitarfélagið Hornafjörður hefur keypt af landbúnaðarráðuneytinu. Vonir standa til að landbúnaðarráðherra styrki framkvæmdina um allt að krónu á móti krónu heimamanna.

Innlent
Fréttamynd

Hagnast um 800 milljónir

Sjö stjórnendur hjá KB banka hagnast um nærri því 769 milljónir króna ákveði þeir að selja hluti sem þeir fengu samkvæmt kaupréttarsamningi árið 2000. Markaðsvirði hlutanna er samkvæmt gengi KB banka í gær um 929 milljónir króna en þeir voru keyptir á genginu 102,5 en gengi bréfa í KB banka var 596 krónur á hvern hlut í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þungar áhyggjur af fangafluginu

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyntingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyntingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra

Íslendingar eyddu hærri upphæð í ágúst síðastliðnum en fyrir jólin í fyrra. Eyðsla fyrstu níu mánuði ársins hefur aldrei verið eins mikil og í ár. Reikna má með um fjögurra milljarða króna meiri eyðslu fyrir næstu jól en síðustu.

Innlent