Innlent

Fréttamynd

16 ára fangelsi fyrir manndráp

Phu Tién Nguyén var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Vu Van Peng með hnífi í íbúð í Hlíðarhjalla þann 15. maí síðastliðinn. Dómurinn féllst ekki á skýringar mannsins um að um óviljaverk hefði verið að ræða, en Vu Van Peng lést eftir að hafa hlotið fjölmargar hnífstungur og aðra áverka.

Innlent
Fréttamynd

Lagabreyting á stöðu, stjórn og starfsháttum þjóðkirkjunnar

Frumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar var lagt fram á ríkistjórnarfundi í gær, samkvæmt tilmælum frá Kirkjuþingi. Þar er lagt til að Kirkjuþing hafi vald til að skipa kjördæmum með sama hætti og sóknum, prestaköllum og prófastsdæmum. Þá segir að ef breyta eigi kosningafyrirkomulagi eða skipan kjördæma kosti það lagabreytingu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í fjórtán hundruð kanínur skotnar

Á síðustu tveimur árum hafa hátt í fjórtán hundruð kanínur verið skotnar í Vestmannaeyjum. Villtar kanínur í Vestmannaeyjum eru umhverfisslys að mati Magnús Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisráðherra setur skilyrði vegna framkvæmdanna

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrsta áfanga Sundabrautar og landfyllingar við Gufunes. Hann setur þó skilyrði vegna framkvæmdanna um samráð við íbúa Hamrahverfis og við hafnaryfirvöld og hagsmunaaðila í Sundahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Hundaeigendur taka til hendinni

Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu munu koma saman á Geirsnefi næstkomandi laugardag til skítatínslu. Einum hundaeiganda blöskrar hversu óduglegir hundeigendur væru að þrífa upp hægðir hunda sinna og hefur því hvatt hundaeigendur til að hittast og taka svæðið í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Óhollusta í framhaldsskólum

Menntamálaráðuneytið mun ekki beita sér með beinum hætti geng því að óhollusta verði í boði í framhaldsskólum. Fjórðungur framhaldsskóla í landinu er ekki með mötuneyti en allir framhaldskólarnir bjóða hins vegar upp á sælgæti og gos til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið tekið fyrir á mánudag

Ákæruliðirnir átta sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Ákæruliðirnir varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla vægri refsingu

Landssamband lögreglumanna harmar óeðlilega væga refsingu héraðsdóms Reykjavíkur í gær yfir manni sem ákærður var fyrir fólskulega árás á tvo lögreglumenn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Átta fyrirtæki hækka umfram Úrvalsvísitölu

Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkað um eitt prósent. Átta félög hafa hækkað umfram vísitöluna og hefur Össur leitt hækkunina með tæplega sextán prósenta hækkun. Þetta kemur fram í Greiningu Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Átján mánaða fangelsi fyrir ýmis ofbeldisbrot

Þrjátíu og níu ára karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir eignaspjöll, hótanir og líkamsárásir. Atvikin sem um ræðir beindust gegn fyrrverandi eiginkonu mannsins, fryrrverandi tengdaforeldrum, bróður hennar og einnig lögreglumönnum. Hann var ákærður fyrir að hafa kastað stóru grjóti inn um glugga íbúðar fyrrverandi mágs síns og einnig rispað bíl hans. Þegar lögregla hugðist yfirheyra manninn réðst hann að þeim með hnífi og stakk einn lögregluþjóninn í lærið.

Innlent
Fréttamynd

Mýs naga sig í gegnum plast á heyrúllum

Mýs eru komnar upp á lag með að naga sig í gegnum plastið utan um heyrúlllur bænda og gera sér jafnvel híbýli í þeim. Hjalti Guðmundsson, meindýraeyðir við Eyjafjörð, greinir frá því í Bændablaðinu að þær eigi það til að safna eitri, sem lagt hefur verið fyrir þær, í stað þess að éta það, og koma sér upp einskonar forðabúri af því inni í heyrúllunum, sem geti reynst öðrum skepnum hættulegt ef þær éta það.

Innlent
Fréttamynd

Skipa sérstaka ritnefnd til að leysa ágreining

Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Komast ekki á sjó vegna manneklu

Dæmi eru um að fiskiskip komist ekki á sjó þar sem ekki tekst að manna þau vegna óánægju með stöðugt lélegri laun á sama tíma og laun annarra launþega fari hækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigð er synd segja dönsk trúarsamtök

Átta samtök innan dönsku þjóðkirkjunnar segja samkynhneigð synd. Því til sönnunar vitna þau í Biblíuna í nýjum bæklingi sem þau hafa gefið út. Einnig er bæklingurinn birtur á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Breytingartillaga að lögum um vátryggingar

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vátryggingarsamninga var lagt fram á ríkistjórnarfundi í gær. Þar er lagt til að gerður verði skýrari greinarmunur á svonefndum heilsutryggingum án uppsagnarréttar annars vegar og áhættulíftryggingum hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr grunnskóli vígður í Reykjanesbæ

Akurskóli, nýr grunnskóli í nýju Tjarnahverfi í Reykjanesbæ, verður vígður formlega klukkan sex í dag. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun nú í haust. Allt að 1500 nýir íbúar eru í þann mund að flytja inn í hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Enn engin svör vegna meints fangaflugs

Íslenskum stjórnvöldum hafa enn engin svör borist frá bandarískum stjörnvöldum vegna fangaflugsins svokallaða. Halldór Ásgrímsson segir aldrei spurt um farþega í vélum sem hér fari um í borgaralegu flugi. Aðalatriðið nú sé hvort ólögleg fangelsi finnist í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn ágreiningur milli ASÍ og SA um lög fyrir starfsmannaleigur

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir það miður að nefnd um starfsemi starfsmannaleiga hafi starfað í rúmt ár án niðurstöðu. Hann hafnar því þó að ágreiningur sé milli ASÍ og Samtaka Atvinnulífs í nefndinni. Félagsmálaráðherra hefur lofað lögum fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Ekki stendur til að selja RÚV

Halldór Ásgrímsson segir að ekki standi til að selja Ríkisútvarpið þótt nú sé verið að endurskoða rekstrarform stofnunarinnar í tengslum við ný lög um RÚV. Hann vísar fullyrðingum Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, þess efnis að boðuð formbreyting á rekstri RÚV sé dulbúin einkavæðing alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Tvíbrotnaði á fæti í árekstri

Ung kona tvíbrotnaði á fæti þegar bíll hennar rann í veg fyrir rútubíl á þjóðveginum skammt frá Stykkishólmi í gær, þannig að bílarnir skullu harkalega saman. Hún var fyrst flutt á sjukrahúsið í Stykkishólmi og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann þar sem gert var að sárum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur sjómanna á ísfisktogurum minnka um fjórðung

Tekjur sjómanna á meðal ísfisktogurum hafa lækkað um 25 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú orðnar svipaðar og þær voru fyrir sex árum. Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir þetta í viðtali við Morgunblaðið og að nú sé orðið erfitt að manna sum fiskiskip.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðaáætlun vegna álvers í Helguvík staðfest

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun um hugsanlega byggingu álvers í nágrenni Helguvíkur. Aðgerðaáætlunin tekur meðal annars til samstarfs þessara aðila um undirbúningsvinnu varðandi útfærslu á staðsetningu álversins, orkuöflun, umhverfisskilyrði og þá fjölmörgu skipulagslegu þætti sem lúta að verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur fórnarlamb, heldur sigurvegari

Ekkert gerist án ástæðu segir heimildamyndgerðakonan Angela Shelton sem stödd er hér á landi um þessar mundir til að kynna heimildamynd sína, Leitin af Angelu Shelton. Angela hafði upp á 40 nöfnum sínum í Bandaríkjunum og komst að því að 24 þeirra hefðu verið misnotaðar kynferðislega, þeim hafði verið nauðgað eða þær beittar ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

400 milljóna rekstrafgangur

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir tæplega 400 milljóna króna rekstrarafgangi en áætlunin var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir vöxt og grósku hafa sett mark á bæjarbraginn á Akureyri undanfarin ár og svo verði áfram.

Innlent
Fréttamynd

Nýr skóli í Reykjanesbæ

Akurskóli, nýr grunnskóli í nýju Tjarnahverfi í Reykjanesbæ verður vígður formlega klukkan sex í dag. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun nú í haust. Allt að 1500 nýir íbúar eru í þann mund að flytja inn í hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Lögbann tekið fyrir á morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður með viðhaldi

Heilsuverndarstöðin í Reykjavík fór á sölu á almennum markaði um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmt verðmat á eigninni fyrr á árinu þar sem húsið var metið á yfir sjö hundruð milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ísland eyðir miklu í heilbrigðismál

Útgjöld Íslands til heilbrigðismála eru sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru talsvert hærri hér á landi en að meðaltali í löndum OECD. Þetta kemur fram í skýrslu sem OECD kynnti í gær og miðar við árið 2003.

Innlent