Innlent

Sjúkraliðar semja við sameignarstofnanir

Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði í gær undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2005 til 30. apríl 2008.

Viðræður Sjúkraliðafélagsins og fulltrúa sjálfseignastofnanahafa staðið frá því í júní þegar samið var fyrir sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu, en viðræðurnar voru undanfarnar vikurinni á borði hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formannsSjúkraliðafélags Íslands, er samningurinn á sömu nótum og sá sem gerður var við ríkið að öðru leyti en því að búið er að semja um breytingu á stofnanasamningum sem taka eiga gildi 1. október 2006.

Samið var um að laun sjúkraliða hækki um 9,14 prósent frá 1. júní síðastliðnum en þó er dregin frá eins komma fimm prósenta hækkun sem samið var um í skammtímasamingi sem gerður var í byrjun ársins. Sá frádráttur gildir þó einungis frá. Heildarhækkanir á launum sjúkraliða á samningstímanum eru svipaðar og í öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu, eða um 20 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×