Innlent Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins funda eftir hádegi Ákveðið hefur verið að svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífisins og ASÍ komi enn saman eftir hádegi í dag eftir fundahöld um helgina. Innlent 14.11.2005 08:00 Kviknaði í bíl Eldur kviknaði í jeppa þegar honum var ekið upp vestanvert Víkurskarðið í nótt, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Þegar bíllinn missti afl, nam ökumaðurinn staðar og ætlaði að kíkja á vélina, en þá gaus eldurinn á móti honum. Ekki varð við neitt ráðið og var bíllinn alelda þegar lögregla og slökkvilið komu frá Akureyri. Kranabíll fjarlægði flakið en ekki er vitað um eldsupptök. Innlent 14.11.2005 07:53 Ölóðir menn í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti að taka tvo ölóða menn úr umferð á krá í bænum í nótt , eftir að þeir tóku að berja hvorn annan. Annar þurfti læknishjálp eftir ósköpin. Lögreglan á Akureyri þurfti líka að taka tvo ölvaða menn eftir að þeir fóru að berja veitingastað að utan, en þeim hafði verið hent þaðan út. Lögreglumönnum víða um land finnst nú komið eftir óvenju erilssama helgi vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. Innlent 14.11.2005 07:50 Handsprengju kastað inn í verslun Tvö börn og einn maður létust eftir að handsprengju var kastað inn í verslun í Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær. Maðurinn sem lést var þekktur íþróttafréttamaður í útvarpi. Þá særðust tveir til viðbótar í árásinni en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hefur enginn verið handtekinn. Málið hefur valdið gíurlega reiði í landinu en rannsókn stendur nú yfir. Erlent 14.11.2005 07:49 Fæddist í Ártúnsbrekkunni Lítilli telpu lá svo á í heiminn í nótt að hún yfirgaf móðurkvið í skyndingu, þegar verið var að flytja móðurina í sjúkrabíl á fæðingardeildina við Landsspítalann. Sjúkarbíllinn var þá neðst í Ártúnsbrekkunni og tóku sjúkraflutnignamenn og faðirinn á móti stúlkunni, auk þess sem lögregla kom til aðstoðar. Að sögn lögreglu heilsast móður og dóttur vel. Innlent 14.11.2005 07:45 Kárahnjúkavirkjun sögð vera meðal sex verstu virkjanna heims Kárahnjúkavirkjun er meðal sex verstu virkjanna heims, með tillliti til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife fund. Innlent 14.11.2005 07:42 Um sextíu börn bíða eftir leikskólaplássi Enn vantar um 68 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarsvæðisins og um 60 börn bíða eftir leikskólaplássi. Formaður Félags leikskólakennara segir vandann liggja í launakjörum sem augljóslega þurfi að bæta. Vandinn er mestur í Breiðholtinu. Innlent 13.11.2005 22:35 Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla "Við höfum lagt inn tilboð í Ljósafossskóla en ég held að það sé búið að yfirbjóða okkur," segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Allri starfsemi var hætt í Ljósafossskóla í Grímsnesi í fyrravor og hún flutt í Minni-Borg. Samanlagt er húsnæðið 1.200 fermetrar og er þar með talið íþróttahús. Innlent 13.11.2005 22:35 Reykt kengúra og strútur í boði Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa í Stykkishólmi ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr og lynghænu á fjögurra rétta matseðli í stað hefðbundins jólahlaðborðs á aðventunni. Innlent 13.11.2005 22:35 Aldraðir geti búið út af fyrir sig "Við höfum lagt allt of mikla áherslu á það að aldraðir búi á stofnunum en of litla áherslu á það að aldraðir geti búið í sínu eigin húsnæði og fengið þjónustu þar," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi í Kópavogi á föstudag. Innlent 13.11.2005 22:34 Hafa áhyggjur af litlu fylgi Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta kom fram á eftir ræðu formanns á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag. Flokkurinn mælist með aðeins þriggja prósenta fylgi í borginni en þyrfti um 10 prósent til að koma manni inn. Innlent 13.11.2005 22:35 Heimamenn og Vegagerð deila um nýja Ölfusárbrú Sveitarstjórnarmenn vilja fá nýja brú yfir Ölfusá yfir miðja Efri-Laugardælaeyju því þá færist þungaflutningar frekar yfir á nýju brúna. Vegagerðin telur legu norðanmegin öruggari og ódýrari. Innlent 13.11.2005 22:35 Aðalmeðferð ákveðin í dag Fyrirtaka í Baugsmálinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og verður þá væntanlega ákveðið hvenær aðalmeðferð verður í ákæruliðunum átta sem eftir standa í Baugsmálinu. Þetta er fyrsta fyrirtaka í málinu eftir að Hæstiréttur vísaði 32 ákæruliðum af 40 frá dómi í haust. Innlent 13.11.2005 22:35 Kapp um lögsögu Norðurskautsins Vísindarannsóknir benda til að hlýnun lofthjúpsins sé tvöfalt hraðari yfir Norðurheimskautinu en að meðaltali á jörðinni. Þessi vitneskja ásamt fleirum veldur því að mikið kapphlaup er hafið um efnahagslögsögu á svæðinu. Innlent 13.11.2005 22:35 Íslandsbanki hækkar ekki Íslandsbanki ætlar ekki að hækka vexti á íbúðalánum eins og Landsbankinn gerði fyrir helgi. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, segir að þessi ákvörðun sé þó ekki bundin við ákvarðanir Íbúðalánasjóðs. Innlent 13.11.2005 22:35 Héldu upp á afmælið Skátafélagið Hraunbúar hélt upp á 80 ára afmæli sitt með veglegri afmælisveislu á laugardag. Veislan var haldin í Hraunbyrgi í Hafnarfirði og u.þ.b. 150 manns komu í afmælið. Lífið 13.11.2005 22:35 Hlakkar meira til kosninga en jóla Innlent 13.11.2005 22:35 Sveinn Rúnar beið í ellefu klukkutíma "Ég þurfti nú aðeins að bíða í sex klukkutíma eftir því að komast í gegn en Ben Alof kollegi minn sem er heimilislæknir frá Wales og er hér í lögmætum erindum þurfti að bíða í eina ellefu klukkutíma," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður samtakanna Ísland-Palestína. Hann er nú staddur á Gazasvæðinu þar sem hann mun skoða heilsugæslur í flóttamannabúðum. Innlent 13.11.2005 22:34 Fiskur valt af vörubíl Fiskker hrundu af vörubíl um hádegisbil á laugardag. Bílstjórinn var að keyra af Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg þegar annað stjórnborðið bilaði með þeim afleiðingum að kerin hrundu af bílpallinum. Innlent 13.11.2005 22:35 Bjartsýni um samkomulag Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar telja ekki ólíklegt að samkomulag náist í samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands áður en fresturinn rennur út á miðnætti annað kvöld. "Ég tel að það hafi þokast í viðræðunum," Innlent 13.11.2005 22:35 Upphaf nýs skólahúss Fyrstu skóflustungurnar að nýrri skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði voru teknar á þriðjudag og fengu börn á leikskólanum Kærabæ heiðurinn að því að taka þær. Kostnaður við fyrsta áfanga skólamiðstöðvarinnar verður 167 milljónir króna og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 1. apríl árið 2007. Innlent 13.11.2005 22:35 Spenntir að sjá þróunina Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að óvíst sé hvaða áhrif vaxtahækkun Landsbanka Íslands fyrir helgi hafi á þróun fasteignamarkaðarins. Hækkunin úr 4,15 prósenta vöxtum í 4,45 prósent hafi komið talsvert á óvart. Innlent 13.11.2005 22:34 Háskólakennurum verður ekki sagt upp Órói er á meðal kennara Háskólans á Akureyri í kjölfar boðaðra aðhaldsaðgerða í rekstri skólans. Segjast þeir undrast sinnuleysi þingmanna stjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi og bæjaryfirvalda á Akureyri. Innlent 13.11.2005 22:34 Fjárhagsvandinn verður leystur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að enginn þurfi að óttast að fjárhagsvandi Háskólans á Akureyri verði ekki leystur. Eftir boðaðar aðhaldsaðgerðir háskólaráðs er fjárþörf skólans, vegna komandi árs, 130 milljónir króna og segir Þorgerður að nú þegar hafi verið tryggðar 40 milljónir króna til að mæta þeim halla. Innlent 13.11.2005 22:35 Ráðist á lögreglumann Maður um þrítugt réðst á lögregluna í Bolungarvík með snjóskóflu um þrjúleytið á laugardagsnótt. Pústrar og slagsmál höfðu verið milli manna eftir dansleik í bænum og kom lögreglan á staðinn til að róa mannskapinn. Innlent 13.11.2005 22:35 Innflytjendur stofni samtök Upplýsingagjöf til innflytjenda er mjög ábótavant, samninga þarf til dæmis að þýða þannig að fólk skilji hvað það skrifar undir og gefa þarf innflytjendum betri möguleika á að standa á eigin fótum frá upphafi. Brýnt er að innflytjendur stofni heildarsamtök sem hafi umboð innflytjenda til að ræða við stjórnvöld. Innlent 13.11.2005 22:35 Lamin stúlka fær ekki bætur Hæstiréttur sýknaði í vikunni íslenska ríkið af bótakröfu stúlku sem varð fyrir líkamsárás þriggja stúlkna í Tryggvagötu í Reykjavík á haustdögum 1998. Var þar snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2004. Innlent 11.11.2005 22:38 Minnka má eldsneytisflutninga Hægt væri að minnka eldsneytisflutninga um höfuðborgarsvæðið um 130 þúsund tonn á ári með því að nýta olíubirgðarstöðina í Helguvík undir flugvélaeldsneyti. Minnstu munaði að rýma þyrfti hluta Hafnarfjarðar nýverið þegar tengivagn með flugvélaeldsneyti losnaði frá olíuflutningabíl. Innlent 13.11.2005 22:53 Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. Innlent 13.11.2005 14:16 Freista þess að ná samkomulagi Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum. Innlent 13.11.2005 13:48 « ‹ ›
Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins funda eftir hádegi Ákveðið hefur verið að svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífisins og ASÍ komi enn saman eftir hádegi í dag eftir fundahöld um helgina. Innlent 14.11.2005 08:00
Kviknaði í bíl Eldur kviknaði í jeppa þegar honum var ekið upp vestanvert Víkurskarðið í nótt, en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Þegar bíllinn missti afl, nam ökumaðurinn staðar og ætlaði að kíkja á vélina, en þá gaus eldurinn á móti honum. Ekki varð við neitt ráðið og var bíllinn alelda þegar lögregla og slökkvilið komu frá Akureyri. Kranabíll fjarlægði flakið en ekki er vitað um eldsupptök. Innlent 14.11.2005 07:53
Ölóðir menn í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti að taka tvo ölóða menn úr umferð á krá í bænum í nótt , eftir að þeir tóku að berja hvorn annan. Annar þurfti læknishjálp eftir ósköpin. Lögreglan á Akureyri þurfti líka að taka tvo ölvaða menn eftir að þeir fóru að berja veitingastað að utan, en þeim hafði verið hent þaðan út. Lögreglumönnum víða um land finnst nú komið eftir óvenju erilssama helgi vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. Innlent 14.11.2005 07:50
Handsprengju kastað inn í verslun Tvö börn og einn maður létust eftir að handsprengju var kastað inn í verslun í Bogota, höfuðborg Kólumbíu í gær. Maðurinn sem lést var þekktur íþróttafréttamaður í útvarpi. Þá særðust tveir til viðbótar í árásinni en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér og hefur enginn verið handtekinn. Málið hefur valdið gíurlega reiði í landinu en rannsókn stendur nú yfir. Erlent 14.11.2005 07:49
Fæddist í Ártúnsbrekkunni Lítilli telpu lá svo á í heiminn í nótt að hún yfirgaf móðurkvið í skyndingu, þegar verið var að flytja móðurina í sjúkrabíl á fæðingardeildina við Landsspítalann. Sjúkarbíllinn var þá neðst í Ártúnsbrekkunni og tóku sjúkraflutnignamenn og faðirinn á móti stúlkunni, auk þess sem lögregla kom til aðstoðar. Að sögn lögreglu heilsast móður og dóttur vel. Innlent 14.11.2005 07:45
Kárahnjúkavirkjun sögð vera meðal sex verstu virkjanna heims Kárahnjúkavirkjun er meðal sex verstu virkjanna heims, með tillliti til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife fund. Innlent 14.11.2005 07:42
Um sextíu börn bíða eftir leikskólaplássi Enn vantar um 68 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarsvæðisins og um 60 börn bíða eftir leikskólaplássi. Formaður Félags leikskólakennara segir vandann liggja í launakjörum sem augljóslega þurfi að bæta. Vandinn er mestur í Breiðholtinu. Innlent 13.11.2005 22:35
Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla "Við höfum lagt inn tilboð í Ljósafossskóla en ég held að það sé búið að yfirbjóða okkur," segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Allri starfsemi var hætt í Ljósafossskóla í Grímsnesi í fyrravor og hún flutt í Minni-Borg. Samanlagt er húsnæðið 1.200 fermetrar og er þar með talið íþróttahús. Innlent 13.11.2005 22:35
Reykt kengúra og strútur í boði Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa í Stykkishólmi ætlar að bjóða upp á kengúru, dádýr og lynghænu á fjögurra rétta matseðli í stað hefðbundins jólahlaðborðs á aðventunni. Innlent 13.11.2005 22:35
Aldraðir geti búið út af fyrir sig "Við höfum lagt allt of mikla áherslu á það að aldraðir búi á stofnunum en of litla áherslu á það að aldraðir geti búið í sínu eigin húsnæði og fengið þjónustu þar," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi í Kópavogi á föstudag. Innlent 13.11.2005 22:34
Hafa áhyggjur af litlu fylgi Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta kom fram á eftir ræðu formanns á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag. Flokkurinn mælist með aðeins þriggja prósenta fylgi í borginni en þyrfti um 10 prósent til að koma manni inn. Innlent 13.11.2005 22:35
Heimamenn og Vegagerð deila um nýja Ölfusárbrú Sveitarstjórnarmenn vilja fá nýja brú yfir Ölfusá yfir miðja Efri-Laugardælaeyju því þá færist þungaflutningar frekar yfir á nýju brúna. Vegagerðin telur legu norðanmegin öruggari og ódýrari. Innlent 13.11.2005 22:35
Aðalmeðferð ákveðin í dag Fyrirtaka í Baugsmálinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og verður þá væntanlega ákveðið hvenær aðalmeðferð verður í ákæruliðunum átta sem eftir standa í Baugsmálinu. Þetta er fyrsta fyrirtaka í málinu eftir að Hæstiréttur vísaði 32 ákæruliðum af 40 frá dómi í haust. Innlent 13.11.2005 22:35
Kapp um lögsögu Norðurskautsins Vísindarannsóknir benda til að hlýnun lofthjúpsins sé tvöfalt hraðari yfir Norðurheimskautinu en að meðaltali á jörðinni. Þessi vitneskja ásamt fleirum veldur því að mikið kapphlaup er hafið um efnahagslögsögu á svæðinu. Innlent 13.11.2005 22:35
Íslandsbanki hækkar ekki Íslandsbanki ætlar ekki að hækka vexti á íbúðalánum eins og Landsbankinn gerði fyrir helgi. Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs, segir að þessi ákvörðun sé þó ekki bundin við ákvarðanir Íbúðalánasjóðs. Innlent 13.11.2005 22:35
Héldu upp á afmælið Skátafélagið Hraunbúar hélt upp á 80 ára afmæli sitt með veglegri afmælisveislu á laugardag. Veislan var haldin í Hraunbyrgi í Hafnarfirði og u.þ.b. 150 manns komu í afmælið. Lífið 13.11.2005 22:35
Sveinn Rúnar beið í ellefu klukkutíma "Ég þurfti nú aðeins að bíða í sex klukkutíma eftir því að komast í gegn en Ben Alof kollegi minn sem er heimilislæknir frá Wales og er hér í lögmætum erindum þurfti að bíða í eina ellefu klukkutíma," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður samtakanna Ísland-Palestína. Hann er nú staddur á Gazasvæðinu þar sem hann mun skoða heilsugæslur í flóttamannabúðum. Innlent 13.11.2005 22:34
Fiskur valt af vörubíl Fiskker hrundu af vörubíl um hádegisbil á laugardag. Bílstjórinn var að keyra af Reykjanesbraut inn á Grindavíkurveg þegar annað stjórnborðið bilaði með þeim afleiðingum að kerin hrundu af bílpallinum. Innlent 13.11.2005 22:35
Bjartsýni um samkomulag Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar telja ekki ólíklegt að samkomulag náist í samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands áður en fresturinn rennur út á miðnætti annað kvöld. "Ég tel að það hafi þokast í viðræðunum," Innlent 13.11.2005 22:35
Upphaf nýs skólahúss Fyrstu skóflustungurnar að nýrri skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði voru teknar á þriðjudag og fengu börn á leikskólanum Kærabæ heiðurinn að því að taka þær. Kostnaður við fyrsta áfanga skólamiðstöðvarinnar verður 167 milljónir króna og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 1. apríl árið 2007. Innlent 13.11.2005 22:35
Spenntir að sjá þróunina Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að óvíst sé hvaða áhrif vaxtahækkun Landsbanka Íslands fyrir helgi hafi á þróun fasteignamarkaðarins. Hækkunin úr 4,15 prósenta vöxtum í 4,45 prósent hafi komið talsvert á óvart. Innlent 13.11.2005 22:34
Háskólakennurum verður ekki sagt upp Órói er á meðal kennara Háskólans á Akureyri í kjölfar boðaðra aðhaldsaðgerða í rekstri skólans. Segjast þeir undrast sinnuleysi þingmanna stjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi og bæjaryfirvalda á Akureyri. Innlent 13.11.2005 22:34
Fjárhagsvandinn verður leystur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að enginn þurfi að óttast að fjárhagsvandi Háskólans á Akureyri verði ekki leystur. Eftir boðaðar aðhaldsaðgerðir háskólaráðs er fjárþörf skólans, vegna komandi árs, 130 milljónir króna og segir Þorgerður að nú þegar hafi verið tryggðar 40 milljónir króna til að mæta þeim halla. Innlent 13.11.2005 22:35
Ráðist á lögreglumann Maður um þrítugt réðst á lögregluna í Bolungarvík með snjóskóflu um þrjúleytið á laugardagsnótt. Pústrar og slagsmál höfðu verið milli manna eftir dansleik í bænum og kom lögreglan á staðinn til að róa mannskapinn. Innlent 13.11.2005 22:35
Innflytjendur stofni samtök Upplýsingagjöf til innflytjenda er mjög ábótavant, samninga þarf til dæmis að þýða þannig að fólk skilji hvað það skrifar undir og gefa þarf innflytjendum betri möguleika á að standa á eigin fótum frá upphafi. Brýnt er að innflytjendur stofni heildarsamtök sem hafi umboð innflytjenda til að ræða við stjórnvöld. Innlent 13.11.2005 22:35
Lamin stúlka fær ekki bætur Hæstiréttur sýknaði í vikunni íslenska ríkið af bótakröfu stúlku sem varð fyrir líkamsárás þriggja stúlkna í Tryggvagötu í Reykjavík á haustdögum 1998. Var þar snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2004. Innlent 11.11.2005 22:38
Minnka má eldsneytisflutninga Hægt væri að minnka eldsneytisflutninga um höfuðborgarsvæðið um 130 þúsund tonn á ári með því að nýta olíubirgðarstöðina í Helguvík undir flugvélaeldsneyti. Minnstu munaði að rýma þyrfti hluta Hafnarfjarðar nýverið þegar tengivagn með flugvélaeldsneyti losnaði frá olíuflutningabíl. Innlent 13.11.2005 22:53
Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. Innlent 13.11.2005 14:16
Freista þess að ná samkomulagi Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum. Innlent 13.11.2005 13:48