Innlent

Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla

Guðmundur Jónsson í Byrginu  segir að um 50 til 80 manns vermi biðlista eftir plássi hjá Byrginu. Hann segir að ungu fólki stór fjölgi og meðalaldur vistmanna sé kominn úr 45 árum í 26 á fáum árum.
Guðmundur Jónsson í Byrginu segir að um 50 til 80 manns vermi biðlista eftir plássi hjá Byrginu. Hann segir að ungu fólki stór fjölgi og meðalaldur vistmanna sé kominn úr 45 árum í 26 á fáum árum.

"Við höfum lagt inn tilboð í Ljósafossskóla en ég held að það sé búið að yfirbjóða okkur," segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins. Allri starfsemi var hætt í Ljósafossskóla í Grímsnesi í fyrravor og hún flutt í Minni-Borg. Samanlagt er húsnæðið 1.200 fermetrar og er þar með talið íþróttahús.

"Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir vistmenn okkar á framhaldsskólaaldri sem og unglinga sem ekki geta sótt skóla heima fyrir vegna ástands foreldra og gætu því sótt skóla hjá okkur," segir Guðmundur.

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, vildi ekki um það segja hvort einungis yrði farið eftir upphæð tilboðanna eða hvort tekið yrði til mats hvaða starfsemi myndi fara fram í skólanum.

"Fundur verður haldinn á miðvikudag og þá verður farið yfir tilboðin," segir Margrét og bætir við: "Við höfum þegar hafnað tveimur tilboðum og ég hef grun um að okkur eigi eftir að berast mun fleiri."

Guðmundur segir brýna þörf á því að bæta úr húsnæðisskorti Byrgisins. "Á tveimur og hálfu ári, eða frá því við fórum úr Rockwille, hafa 28 manns látist en þetta er fólk sem við þurftum að hafna vegna húsnæðisskorts. Auk þess fjölgar ungu fólki á biðlista hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×