Innlent

Innflytjendur stofni samtök

Móðurmálskunnáttan til eininga. Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, segir að meta þurfi móðurmálskunnáttu innflytjenda til eininga þegar þau setjast á skólabekk hér.
Móðurmálskunnáttan til eininga. Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, segir að meta þurfi móðurmálskunnáttu innflytjenda til eininga þegar þau setjast á skólabekk hér.

Upplýsingagjöf til innflytjenda er mjög ábótavant, samninga þarf til dæmis að þýða þannig að fólk skilji hvað það skrifar undir og gefa þarf innflytjendum betri möguleika á að standa á eigin fótum frá upphafi. Brýnt er að innflytjendur stofni heildarsamtök sem hafi umboð innflytjenda til að ræða við stjórnvöld.

Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, segir afar misjafnt hvernig innflytjendur aðlagist, sumir taki strax mikinn þátt í samfélaginu og aðrir einangrist. "Við þurfum að meta kunnáttu ungmenna. Þegar ungt fólk flytur til landsins er móðurmálskunnáttan ekki metin til eininga. Við þurfum að breyta þessu því að það eru ekki góð skilaboð að meta ekki það sem þau kunna," segir hún.

Elsa segir að Íslendingar þurfi líka að venjast því að fólk tali með hreim. "Við erum fljót að grípa til enskunnar. Rannsókn sýnir að stór hluti hópsins kann ekki ensku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×