Innlent

Fréttamynd

Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts

Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varnarliðið sagðist ekki aflögufært með þyrlur

Varnarliðið gat ekki orðið við beiðni Landhelgisgæslunnar í gærmorgun um að senda þyrlur með í björgunarleiðangur minni þyrlu Gæslunnar norður fyrir land við hættuleg skilyrði. Það sagðist ekki vera aflögufært með þyrlur þar sem aðeins tvær væru til taks í stað fjögurra venjulega.

Innlent
Fréttamynd

Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta

Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rammagerðin og Sjóklæðagerðin í Leifsstöð

Rammagerðin og Sjóklæðagerðin hefja verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu mánaðamót um leið og Íslenskur markaður hverfur úr flugstöðinni. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á banaslysi á Kárahnjúkum enn í gangi

Enn er ekki ljóst hvað olli því að sprengihleðsla í aðgöngum 4 neðan við Desjarárstíflu á Kárahnjúkasvæðinu sprakk með þeim afleiðingum að stórt grjót hrundi ofan á ungan mann og hann lést. Lögregla og vinnueftirlit rannsaka málið og að sögn Óskars Bjartmars, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, er ekki ljóst hvenær rannsókn lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi

Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði.

Innlent
Fréttamynd

Lægri væntingavísitala

Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deutsche Bank ráðleggur Pliva

Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva hefur valið Deutsche Bank til að ráðleggja sér í viðræðum við íslenska lyfjaframleiðandann Actavis sem hefur hug á að taka yfir fyrirtækið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað

Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir

Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álagið lækkar við nýtt mat

Álag á skuldabréf bankanna á eftirmarkaði lækkaði í gær eftir að Glitnir fékk lánshæfismat hjá Standard & Poors fyrstur íslenskra banka. Bankinn fékk einkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar, en greiningardeild Merrill Lynch og fleiri fjármálafyrirtækja töldu að íslenskur banki myndi fá einkunnina BBB ef mat fengist hjá S&P.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir við byggingu tónlistarhússins

Engar athugasemdir bárust við byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem rísa mun í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar sem lauk um kvöldmatarleytið.

Innlent
Fréttamynd

Líðan sjómannsins sögð góð

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs. Sjómaðurinn, sem er sænskur, mun nú vera við góða heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að taka myndir í dómshúsum

Bannað verður að taka myndir í dómhúsum, samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra. Formaður Blaðamannafélagsins segir rétt að gjalda varhuga við þeirri sterku tilhneigingu að skerða athafnafrelsi fjölmiðla. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti breytingar á lögum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu til frumvarps iðnaðarráðherra

Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að taka afstöðu til frumvarps Iðnaðarráðherra um sameiningu Byggðastofnunar og fleiri stofnana sem tengjast nýsköpun og atvinnuþróun. Það hafi verið mjög vafasamt af Valgerði Sverrisdóttur og vanhugsað að kynna málið á sérstökum blaðamannafundi áður en afstaða stjórnarflokkanna lá fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vitni sá bíl ódæðismannanna

Íbúi í Garðinum sá bílinn sem fjórir ódæðismenn notuðu til að nema á brott mann á sjötugsaldri á laugardag. Um er að ræða stóran, amerískan bíl og kannar lögreglan bifreiðaskrár í von um að komast til botns í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kominn á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli nú rétt fyrir fréttir. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Gátu ekki lent á Akureyri

Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sem sótti nú síðdegsi veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði, gat ekki lent á Akureyri þar sem hún komst ekki inn Eyjafjörð vegna veðurs og skyggnis. Flytja átti manninn til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stefnan er nú tekin á Sauðárkrók en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að óvíst sé þó hvar þyrlan lendi að lokum.

Innlent
Fréttamynd

Setuverkfall á dvalarheimilum

Á morgun miðvikud 29. mars hefst seturverkfall hjá ófaglærðum starfsmönnum sem starfa hjá Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu Hafnarfirði, Vífilsstöðum, Víðinesi, dvalarheimilunum: Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Veikur sjómaður fluttur til Akureyrar

Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fyrir stundu veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði. Hann var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki

Actavis tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er sagt leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu hvað varðar sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 12,8 milljarðar íslenskra króna og greitt með reiðufé.

Innlent
Fréttamynd

Hvassviðri slotað

Eitthvað hefur hvassviðrinu slotað víða um land en aftakaveður var í Öræfum og á Skeiðarársandi fyrr í dag en þá fór þá vindhraðinn upp í 50 m/s í hviðum.

Innlent