Innlent Fjölmenni við guðsþjónustuna Fjölmenni var við minningarguðsþjónustu í Súðavík í dag þar sem þess var minnst að áratugur er frá snjóflóðinu mannskæða. Sumum íbúum þar er órótt þegar veður eru válynd en presturinn segir að aðstoð góðra vina og hjálp hafi hjálpað þeim sem misstu mest að halda lífinu áfram. Innlent 13.10.2005 15:23 Geðröskun eitt stærsta vandamálið Vaxandi fjöldi barna með geðræn vandamál er einn stærsti vandi skólanna í dag þrátt fyrir að íslensk börn noti geðlyf í mun meira mæli en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Arthúr Morthens, sviðsstjóri hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, segir að líffræðilegir og félagslegir þættir valdi mestu um þessa fjölgun en heimilin séu í veikari stöðu en áður. Innlent 13.10.2005 15:23 Súðavík flutt Tíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Í kjölfar flóðanna var nýtt þorp reist, litlu innar í Álftafirði, þar sem ekki er hætta á að snjóflóð falli. Flutningur byggðarinnar var þrekvirki. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður og Pétur Sigurðsson ljósmyndari voru á ferð í Súðavík í vikunni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Sjónvarpsmenn með auglýsingabónus Starfsmenn auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins skipta með sér hluta af tekjum stofnunarinnar þegar ákveðnu og fyrirfram ákveðnu marki í auglýsingasölu hefur verið náð. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sér ekkert athugavert við þennan bónus ríkisstarfsmannanna og Lárus Guðmundsson auglýsingastjóri segir þetta bara vera tíkalla. Innlent 13.10.2005 15:23 Urðum að leita skjóls Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. Innlent 13.10.2005 15:23 Óhapp við umferðarljós Betur fór en á horfðist í allhörðum árekstri á Akureyri upp úr klukkan 14 í gær þegar tveir bílar skullu saman á umferðarljósum við Glerárgötu og Tryggvabraut. Flughált var á Akureyri í gær. Innlent 13.10.2005 15:23 Maður lærir að lifa með þessu Missir Sigríðar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar var mikill. Dóttir þeirra og foreldrar Þorsteins fórust í flóðinu. Parið unga flutti í burtu í kjölfarið en sneri svo aftur heim. Sigríður segir gott að búa í Súðavík en ekki líður sá dagur að hún hugsi ekki til atburðanna fyrir tíu árum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Tveggja manna ákvörðun segir Guðni Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Innlent 13.10.2005 15:23 Sprengjumönnum sleppt Lögreglan hefur sleppt þremenningunum sem sprengdu sprengju við veitingastaðinn American Style í nótt. Við yfirheyrslur gátu þeir litlar skýringar gefið á athæfinu en sögðu að ekki hafi verið um heimatilbúna sprengju að ræða heldur öfluga rakettu sem prikið hefði verið tekið af. Innlent 13.10.2005 15:23 Hálka víðast hvar um landið Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur. Innlent 13.10.2005 15:23 Rúður brotnuðu í sprengingu Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaðir um skemmdarverk. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um sprengingu við Skipholt. Þar hafði verið sprengd heimatilbúin sprengja með þeim afleiðingum að skyggni við veitingastaðinn American Style skemmdist, rúður brotnuðu og fleira. Innlent 13.10.2005 15:23 Frjósamari vegna breytts litnings Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamlan litning í erfðamengi mannsins sem hefur að hluta til snúist á haus en þeir sem bera þennan breytta litning eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Þetta hefur líklega gerst við blöndun ólíkra tegunda. Innlent 13.10.2005 15:23 Bílvelta í Ásahreppi Ökumaður jeppa meiddist lítillega í fyrrinótt í bílveltu á Suðurlandsvegi, rétt austan við afleggarann að Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Innlent 13.10.2005 15:23 Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Það er líklega full ástæða til að vara gangandi vegfarendur við hálkunni sem nú er. Erill var á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og í fyrradag vegna hálkuslysa, án þess þó að alvarleg slys yrðu. Um var að ræða minniháttar beinbrot, mar og tognanir sem og höfuðhögg. Rólegt hefur hins vegar verið á slysadeildinni það sem af er degi, enda kannski fáir komnir á kreik. Innlent 13.10.2005 15:23 Heimsmeistarar í dýrauppstoppun? Íslendingar gætu eignast heimsmeistara í uppstoppun dýra á næstunni. Tveir hamskerar halda utan bráðlega með glæsilegan smyril og toppskarf í farteskinu í þeirri von að sigra heiminn. Stöð 2 tók hús á öðrum þeirra og kynntist undraveröld uppstoppaðra dýra. Innlent 13.10.2005 15:23 Kókaínkafteinn með hreint vottorð Ómar Örvarsson, skipstjórinn á dópskipinu Hauki ÍS, framvísaði hreinu sakavottorði stuttu eftir fangelsisvist fyrir að reyna að smygla 14 kílóum af kókaíni. Kristinn Sigurðsson hjá Sendibílastöðinni, þar sem Ómar vann um skamma hríð, segir vinnuveitendur berskjaldaða fyrir því ef menn hafa brotið af sér í útlöndum án þess að það sjáist á sakaskrá. Innlent 13.10.2005 15:23 Gamalt gen ræður frjósemi fólks Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar lýsa uppgötvun á 3 milljóna ára gamalli umhverfu á litningi 17 í grein sem birtist í gær á vef virts erfðafræðitímarits, Nature genetics. Þeir sem umhverfuna bera í erfðamengi sínu eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Innlent 13.10.2005 15:23 Miðast við lög og dómafordæmi Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að saksóknarar embættisins fari yfir rannsóknargögn hvers máls og það þurfi að vera líklegt eða verulega líklegt að ákæra leiði til sakfellingar til að málið leiði til ákæru. Innlent 13.10.2005 15:23 Samhugur sem á vart sinn líka Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri gekk vonum framar en alls voru gefnar um 110 milljónir króna. Aldrei hefur jafn mikið fé safnast hérlendis ef safnanir vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum eru undanskildar. Innlent 13.10.2005 15:23 Snjóblásari utan í bíl Árekstur varð á Seyðisfirði um tvöleytið í gær þegar snjóblásari fór utan í fólksbíl. Snjóblásarinn var að aka inn á veg rétt fyrir utan bæinn og sá ekki bíl sem kom þar aðvífandi. Innlent 13.10.2005 15:23 Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta. Innlent 13.10.2005 15:23 Frjáls fjölmiðlun til rannsóknar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir fjölda mála vera til rannsóknar sem tengist gjaldþroti Frjálsrar fjölmiðlunar, fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess. Innlent 13.10.2005 15:23 Kostnaðarsamur mokstur á Akureyri Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Það má áætla að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna samkvæmt fréttavef Akureyrar en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum. Innlent 13.10.2005 15:23 Trúa börnunum en vantar sannanir Saksóknari fellir niður rúmlega helming mála vegna meints kynferðisbrots á börnum þar sem ekki þykir líklegt að ákæra leiði til sakfellingar. Oftast vantar frekari sannanir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23 225 milljónir hafa safnast 110 milljónir króna söfnuðust í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, viðamestu söfnun landsins, sem hófst á þriðjudag og lauk í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvanna þriggja í gærkvöld. Alls hafa safnast 225 milljónir til þeirra samtaka sem verja munu söfnunarfénu í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu. Innlent 13.10.2005 15:23 Yfirlýsingin bíður birtingar Yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem framgöngu íslenskra stjórnvalda í Íraksmálinu er mótmælt mun birtast í vikunni í bandaríska dagblaðinu New York Times. Innlent 13.10.2005 15:23 Dregið úr yfirtíð hjá Akureyrarbæ Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt nýjar vinnureglur um yfirvinnu starfsmanna bæjarins en samkvæmt þeim heyrir föst yfirvinna sögunni til og aðeins verður greitt fyrir unna yfirvinnu. Samkvæmt nýju vinnureglunum má yfirvinna ekki fara yfir 600 klukkustundir á yfirstandandi ári og ekki yfir 500 klukkustundir á næsta ári. Innlent 13.10.2005 15:23 Látinna minnst í gær Guðsþjónustur voru haldnar í íþróttahúsinu í Súðavík og í Lágafellskirkju í gær til minningar um þá sem létust í snjóflóðinu fyrir tíu árum. Innlent 13.10.2005 15:23 Tannhirða ungs fólks misjöfn Rúmur þriðjungur fólks á aldrinum 19 til 24 ára fer sjaldan til tannlæknis, meðan 60,8 prósent fara árlega, að því er fram kemur í könnun Tannlækningastofnunar Háskólans. 2,1 prósent segjast hins vegar aldrei heimsækja tannlækninn. Innlent 13.10.2005 15:23 « ‹ ›
Fjölmenni við guðsþjónustuna Fjölmenni var við minningarguðsþjónustu í Súðavík í dag þar sem þess var minnst að áratugur er frá snjóflóðinu mannskæða. Sumum íbúum þar er órótt þegar veður eru válynd en presturinn segir að aðstoð góðra vina og hjálp hafi hjálpað þeim sem misstu mest að halda lífinu áfram. Innlent 13.10.2005 15:23
Geðröskun eitt stærsta vandamálið Vaxandi fjöldi barna með geðræn vandamál er einn stærsti vandi skólanna í dag þrátt fyrir að íslensk börn noti geðlyf í mun meira mæli en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Arthúr Morthens, sviðsstjóri hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, segir að líffræðilegir og félagslegir þættir valdi mestu um þessa fjölgun en heimilin séu í veikari stöðu en áður. Innlent 13.10.2005 15:23
Súðavík flutt Tíu ár eru í dag liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Í kjölfar flóðanna var nýtt þorp reist, litlu innar í Álftafirði, þar sem ekki er hætta á að snjóflóð falli. Flutningur byggðarinnar var þrekvirki. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður og Pétur Sigurðsson ljósmyndari voru á ferð í Súðavík í vikunni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Sjónvarpsmenn með auglýsingabónus Starfsmenn auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins skipta með sér hluta af tekjum stofnunarinnar þegar ákveðnu og fyrirfram ákveðnu marki í auglýsingasölu hefur verið náð. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sér ekkert athugavert við þennan bónus ríkisstarfsmannanna og Lárus Guðmundsson auglýsingastjóri segir þetta bara vera tíkalla. Innlent 13.10.2005 15:23
Urðum að leita skjóls Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. Innlent 13.10.2005 15:23
Óhapp við umferðarljós Betur fór en á horfðist í allhörðum árekstri á Akureyri upp úr klukkan 14 í gær þegar tveir bílar skullu saman á umferðarljósum við Glerárgötu og Tryggvabraut. Flughált var á Akureyri í gær. Innlent 13.10.2005 15:23
Maður lærir að lifa með þessu Missir Sigríðar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar var mikill. Dóttir þeirra og foreldrar Þorsteins fórust í flóðinu. Parið unga flutti í burtu í kjölfarið en sneri svo aftur heim. Sigríður segir gott að búa í Súðavík en ekki líður sá dagur að hún hugsi ekki til atburðanna fyrir tíu árum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Tveggja manna ákvörðun segir Guðni Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Innlent 13.10.2005 15:23
Sprengjumönnum sleppt Lögreglan hefur sleppt þremenningunum sem sprengdu sprengju við veitingastaðinn American Style í nótt. Við yfirheyrslur gátu þeir litlar skýringar gefið á athæfinu en sögðu að ekki hafi verið um heimatilbúna sprengju að ræða heldur öfluga rakettu sem prikið hefði verið tekið af. Innlent 13.10.2005 15:23
Hálka víðast hvar um landið Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur. Innlent 13.10.2005 15:23
Rúður brotnuðu í sprengingu Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaðir um skemmdarverk. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um sprengingu við Skipholt. Þar hafði verið sprengd heimatilbúin sprengja með þeim afleiðingum að skyggni við veitingastaðinn American Style skemmdist, rúður brotnuðu og fleira. Innlent 13.10.2005 15:23
Frjósamari vegna breytts litnings Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamlan litning í erfðamengi mannsins sem hefur að hluta til snúist á haus en þeir sem bera þennan breytta litning eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Þetta hefur líklega gerst við blöndun ólíkra tegunda. Innlent 13.10.2005 15:23
Bílvelta í Ásahreppi Ökumaður jeppa meiddist lítillega í fyrrinótt í bílveltu á Suðurlandsvegi, rétt austan við afleggarann að Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Innlent 13.10.2005 15:23
Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu Það er líklega full ástæða til að vara gangandi vegfarendur við hálkunni sem nú er. Erill var á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og í fyrradag vegna hálkuslysa, án þess þó að alvarleg slys yrðu. Um var að ræða minniháttar beinbrot, mar og tognanir sem og höfuðhögg. Rólegt hefur hins vegar verið á slysadeildinni það sem af er degi, enda kannski fáir komnir á kreik. Innlent 13.10.2005 15:23
Heimsmeistarar í dýrauppstoppun? Íslendingar gætu eignast heimsmeistara í uppstoppun dýra á næstunni. Tveir hamskerar halda utan bráðlega með glæsilegan smyril og toppskarf í farteskinu í þeirri von að sigra heiminn. Stöð 2 tók hús á öðrum þeirra og kynntist undraveröld uppstoppaðra dýra. Innlent 13.10.2005 15:23
Kókaínkafteinn með hreint vottorð Ómar Örvarsson, skipstjórinn á dópskipinu Hauki ÍS, framvísaði hreinu sakavottorði stuttu eftir fangelsisvist fyrir að reyna að smygla 14 kílóum af kókaíni. Kristinn Sigurðsson hjá Sendibílastöðinni, þar sem Ómar vann um skamma hríð, segir vinnuveitendur berskjaldaða fyrir því ef menn hafa brotið af sér í útlöndum án þess að það sjáist á sakaskrá. Innlent 13.10.2005 15:23
Gamalt gen ræður frjósemi fólks Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar lýsa uppgötvun á 3 milljóna ára gamalli umhverfu á litningi 17 í grein sem birtist í gær á vef virts erfðafræðitímarits, Nature genetics. Þeir sem umhverfuna bera í erfðamengi sínu eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Innlent 13.10.2005 15:23
Miðast við lög og dómafordæmi Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að saksóknarar embættisins fari yfir rannsóknargögn hvers máls og það þurfi að vera líklegt eða verulega líklegt að ákæra leiði til sakfellingar til að málið leiði til ákæru. Innlent 13.10.2005 15:23
Samhugur sem á vart sinn líka Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri gekk vonum framar en alls voru gefnar um 110 milljónir króna. Aldrei hefur jafn mikið fé safnast hérlendis ef safnanir vegna snjóflóðanna á Vestfjörðum eru undanskildar. Innlent 13.10.2005 15:23
Snjóblásari utan í bíl Árekstur varð á Seyðisfirði um tvöleytið í gær þegar snjóblásari fór utan í fólksbíl. Snjóblásarinn var að aka inn á veg rétt fyrir utan bæinn og sá ekki bíl sem kom þar aðvífandi. Innlent 13.10.2005 15:23
Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta. Innlent 13.10.2005 15:23
Frjáls fjölmiðlun til rannsóknar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir fjölda mála vera til rannsóknar sem tengist gjaldþroti Frjálsrar fjölmiðlunar, fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess. Innlent 13.10.2005 15:23
Kostnaðarsamur mokstur á Akureyri Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Það má áætla að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna samkvæmt fréttavef Akureyrar en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum. Innlent 13.10.2005 15:23
Trúa börnunum en vantar sannanir Saksóknari fellir niður rúmlega helming mála vegna meints kynferðisbrots á börnum þar sem ekki þykir líklegt að ákæra leiði til sakfellingar. Oftast vantar frekari sannanir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23
225 milljónir hafa safnast 110 milljónir króna söfnuðust í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, viðamestu söfnun landsins, sem hófst á þriðjudag og lauk í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvanna þriggja í gærkvöld. Alls hafa safnast 225 milljónir til þeirra samtaka sem verja munu söfnunarfénu í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu. Innlent 13.10.2005 15:23
Yfirlýsingin bíður birtingar Yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem framgöngu íslenskra stjórnvalda í Íraksmálinu er mótmælt mun birtast í vikunni í bandaríska dagblaðinu New York Times. Innlent 13.10.2005 15:23
Dregið úr yfirtíð hjá Akureyrarbæ Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt nýjar vinnureglur um yfirvinnu starfsmanna bæjarins en samkvæmt þeim heyrir föst yfirvinna sögunni til og aðeins verður greitt fyrir unna yfirvinnu. Samkvæmt nýju vinnureglunum má yfirvinna ekki fara yfir 600 klukkustundir á yfirstandandi ári og ekki yfir 500 klukkustundir á næsta ári. Innlent 13.10.2005 15:23
Látinna minnst í gær Guðsþjónustur voru haldnar í íþróttahúsinu í Súðavík og í Lágafellskirkju í gær til minningar um þá sem létust í snjóflóðinu fyrir tíu árum. Innlent 13.10.2005 15:23
Tannhirða ungs fólks misjöfn Rúmur þriðjungur fólks á aldrinum 19 til 24 ára fer sjaldan til tannlæknis, meðan 60,8 prósent fara árlega, að því er fram kemur í könnun Tannlækningastofnunar Háskólans. 2,1 prósent segjast hins vegar aldrei heimsækja tannlækninn. Innlent 13.10.2005 15:23