Lög og regla

Fréttamynd

Fundu fíkniefni við húsleit

Lögregla á Suðurnesjum fundu það sem talið er vera amfetamín og kannabisefni við húsleit í húsnæði í umdæminu sínu í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Málningu skvett á bíla og bifhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum. Þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings

Innlent
Fréttamynd

Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ

Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku

Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Einn grunaður um íkveikju í húsi í Þorlákshöfn

Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar á Selfossi á brunanum í Þorlákshöfn um síðustu helgi hefur leitt í ljós að notaður hafi verið eldfimur vökvi til þess að kveikja í húsinu. Ein maður er grunaður um íkveikjuna og situr hann enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út þann 5. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum

Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.

Innlent
Fréttamynd

Flatskjá stolið úr símaveri Glitnis á Ísafirði

Brotist var inn í símaver Glitnis á Ísafirði um helgina og þaða stolið flatskjá. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um innbrotið í gærkvöld en hurð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnarstræti hafði verið spennt upp.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu í gær

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni. Um miðjan dag voru tveir karlmenn handteknir í Kópavogi en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli.

Innlent
Fréttamynd

Stálu tómum gosdrykkjaumbúðum

Áfengi, greiðslukort og tómar gosdrykkjaumbúðir voru meðal þess stolið var á ýmsum stöðum í borginni í gær. Áfengi var stolið úr samkomuhúsi í miðborginni og þar skammt frá hvarf hjól úr bílageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða, bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá voru tveir menn handteknir í morgun á Vesturlandsvegi með þýfi í bíl sínum. Segir lögregla að innbrotahrina hafi verið á svæðinu.

Innlent