Lög og regla

Fréttamynd

Málningu skvett á bíla og bifhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum. Þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings

Innlent
Fréttamynd

Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ

Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku

Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Einn grunaður um íkveikju í húsi í Þorlákshöfn

Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar á Selfossi á brunanum í Þorlákshöfn um síðustu helgi hefur leitt í ljós að notaður hafi verið eldfimur vökvi til þess að kveikja í húsinu. Ein maður er grunaður um íkveikjuna og situr hann enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út þann 5. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Netperri áreitir unglingsstúlkur á Vestfjörðum

Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú mál þar sem ókunnur aðili eða aðilar hafa beðið um leyfi til þess að eiga samtal við unglingsstúlkur í gegnum Netið og hafa síðan jafnvel berað sig í vefmyndavél sem birtist óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna. Bendir lögregla á að slíkt geti geti varðað við kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.

Innlent
Fréttamynd

Flatskjá stolið úr símaveri Glitnis á Ísafirði

Brotist var inn í símaver Glitnis á Ísafirði um helgina og þaða stolið flatskjá. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um innbrotið í gærkvöld en hurð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnarstræti hafði verið spennt upp.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu í gær

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni. Um miðjan dag voru tveir karlmenn handteknir í Kópavogi en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli.

Innlent
Fréttamynd

Stálu tómum gosdrykkjaumbúðum

Áfengi, greiðslukort og tómar gosdrykkjaumbúðir voru meðal þess stolið var á ýmsum stöðum í borginni í gær. Áfengi var stolið úr samkomuhúsi í miðborginni og þar skammt frá hvarf hjól úr bílageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu

Þrír menn voru í gær úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða, bæði í fyrirtæki og heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá voru tveir menn handteknir í morgun á Vesturlandsvegi með þýfi í bíl sínum. Segir lögregla að innbrotahrina hafi verið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sá á bak þjófnum með fartölvuna

Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu.

Innlent
Fréttamynd

Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut

Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn.

Innlent
Fréttamynd

Varað við barnaníðingi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki.

Innlent
Fréttamynd

Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang.

Innlent
Fréttamynd

Sátu fyrir innbrotsþjófum

Tveir menn sátu fyrir innbrotsþjófum á heimili föður síns í morgun og leiddi fyrirsátið til handtöku þeirra. Þetta var þriðja ferð innbrotsþjófa í húsið, frá því um jólin, en þeir höfðu stillt upp þýfi í anddyrinu sem beið þess að vera sótt.

Innlent
Fréttamynd

Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut

Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar manns í Hafnarfirði

Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmanna enn leitað

Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla birtir myndir af árásarmönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.