
Körfuboltakvöld

Sævar um ummæli Bjarka: „Ánægður með svona smá skot“
Sævar Sævarsson, spekingur Domino’s Körfuboltakvölds, var ánægður með ummæli Bjarka Ármanns Oddssonar, þjálfara Þórs Akureyri, í viðtali eftir sigur Þórs á Stjörnunni fyrr í vikunni.

Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik
Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds.

Hemmi og Sævar þurftu að velja á milli Milka og Williams
Farið var um víðan völl í framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á mánudaginn. Þeir Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson voru meðal annars beðnir um að gera upp á milli Keflvíkinganna Dominykas Milka og Deanes Williams.

„Það vildu öll lið hafa þennan mann í sínu liði“
Spánverjinn Ivan Aurrecoechea átti magnaðan leik með Þórsliðinu í sigri á Grindavík í síðustu umferð Domino´s deildar karla.

Ræddu deyfðina yfir Njarðvík og fýluna á bekknum
Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð þegar þeir heimsóttu botnlið Hauka í gær og hafa nú aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Domino´s deildinni.

Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan
Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja.

Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“
Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti.

Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir
Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt.

„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“
Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir.

Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis
Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann.

„ÍR-liðið virkar ekki af því að þeir eru með eintóma listamenn“
ÍR-ingar eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og sitja nú í sjöunda sæti Domino´s deildarinnar í körfubolta. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds hefur ákveðna skoðun á því hvað vantar í liðið í Breiðholtinu.

Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR
Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins.

„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“
Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili.

Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt
Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Berglind og Ólöf Helga eru nýir sérfræðingar Körfuboltakvölds
Tveir nýir sérfræðingar verða kynntir til leiks í Domino's Körfuboltakvöldi kvenna í dag en þá mæta tveir fyrrum leikmenn deildarinnar í þátt vikunnar.

„Þór Þorlákshöfn er mannskapslega séð ekki með leikmenn á pari við önnur lið“
Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga Domino's Körfuboltakvöld, segir Þór Þorlákshöfn vera með verri mannskap en mörg lið í Domino's deildinni en hins vegar betra lið.

Jón Arnór um Pavel: „Hann er orðinn faðir og nú skilur hann þetta loksins!“
Valur vann Keflavík, nokkuð óvænt, í Domino’s deild karla á föstudagskvöldið. Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna Vals, hrósaði Pavel Ermolinskij í hástert í leikslok fyrir frammistöðu Pavels á föstudaginn.

„Það verður að hrósa Darra fyrir akkúrat þetta“
Varnarleikur KR var til mikillar fyrirmyndar í sigurleiknum gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið í Domino's deild karla. Farið var yfir varnarleikinn í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.

„Eiga að sýna íslensku strákunum þá virðingu að taka alvöru Bandaríkjamann“
Framtíð bandaríska körfuboltamannsins Eric Julian Wise hjá Grindavík var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þar sem fjallað var um níundu umferða.

Dagskráin í dag: Hörkuleikur á Old Trafford og Domino's Körfuboltakvöld
Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Enskur fótbolti, spænskur fótbolti sem og Domino’s Körfuboltakvöld.

Sakar Val um „algjöra meðalmennsku“
Jón Halldór Eðvaldsson skilur ekki hvað Valsmönnum gengur til og sakar þá um meðalmennsku.

Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara
Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima.

Dagskráin í dag - Orrustan um Ofurskálina
Úrslitin ráðast í ameríska fótboltanum þegar Tom Brady og félagar taka á móti Patrick Mahomes og félögum.

Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“
Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili.

„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“
Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður.

Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda
Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur.

Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“
Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar.

„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina
Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu.

„Ef þeir ætla að vera í toppbaráttu þá geta þeir ekki verið með þennan þankagang“
Tindastóll er einungis með fjögur stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Domino’s deild karla. Þeir töpuðu slagnum um Norðurland gegn Þór Akureyri á fimmtudagskvöldið.

„Þetta var sjónvarpsleikur gegn Keflavík og það er nóg“
Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, segir leikinn gegn Keflavík í gærkvöldi hafi verið skrýtinn leik. Hann segir Stjörnuliðið ekki hafa fundið taktinn að undanförnu en það að gíra sig upp í sjónvarpsleik gegn Keflavík hafi verið nóg.