Körfubolti

Flottustu tilþrif 7.umferðar - Flautukarfa í Keflavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dominyikas Milka að ná vopnum sínum.
Dominyikas Milka að ná vopnum sínum. Vísir/Skjáskot

Sjöunda umferð Subway deildarinnar í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld.

Þeir Matthías Orri Sigurðarson, fyrrum leikmaður KR og ÍR, og Darri Freyr Atlason, fyrrum þjálfari Vals og KR, voru gestir Kjartans og fóru yfir flottustu tilþrif umferðarinnar.

Flottustu tilþrifin má sjá í spilaranum neðst í fréttinni en stórleikur Keflavíkur og Vals var fyrirferðamikill í tilþrifapakkanum.

Lauk leiknum á dramatískasta hátt sem hugsast getur í körfubolta og reyndust það flottustu tilþrif umferðarinnar.

Klippa: Körfuboltakvöld - Tilþrif 7.umferðar

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.