Erlent 14 lið í snjóskurðarkeppni 14 lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin. Hvert keppnislið fékk 65 klukkustundir til að ljúka við listaverk sem er skorið úr 20 tonna snjóklumpi. Erlent 28.1.2006 14:00 20 ár frá Challenger slysinu 20 ár eru liðin frá því að geimskultan Challenger fórst með sjö áhafnarmeðlimum þegar tilraun til flugtaks mistókst. Sjö geimfarar fórust í slysinu og var geimferðum Bandaríkjamanna frestað um tíma vegna þess. Erlent 28.1.2006 12:09 Vopnahlé verður ekki virt Spenna magnast meðal Palestínumanna í kjölfar palestínsku þingkosninganna í vikunni. Leiðtogar Hamas-samtakanna, sigurvegara kosninganna, hafa hafnað óskum alþjóðasamfélagsins um að afvopnast og liðsmenn í Hersveit Al-Aqsa píslarvottanna segjast ekki ætla að virða vopnahlé og segja byssukúlum sínum verða beint gegn Ísraelsmönnum og liðsmönnum Fatah. Erlent 28.1.2006 12:04 Nýtt bóluefni gegn fuglaflensu Vísindamenn við Háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum segja að þeim hafi tekist að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu sem hægt verði að búa til með hraði. Það bóluefni sem nú er notað er ræktað í frjóvguðum hænueggjum og því tekur framleiðslan margar mánuði. Erlent 28.1.2006 09:57 250 ára fæðingarafmæli Mozarts Bjöllum var hringt í kvöld í Salzburg í Austurríki þar sem fagnað var 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. (LUM) Það má segja að Motzart æði hafi farið um heimsbyggðina í dag og fæðingarafmælinu fagnað í helstu borgum heims. Hátíðarhöldin voru þó mest í fæðingarbænum Salzburg. Þar komu fjölmargir tónlistarmenn saman og hylltu meistarann með því að leika hans frægustu verk. Mozart samdi rúmlega 600 tónverk fyrir andlát sitt en hann var aðeins 35 ára þegar hann hvarf yfir móðuna miklu. Hann samdi fyrstu simfóníu sína fyrir 10 ára afmæli sitt og fystu óperuna 12 ára. Hann átti stóran þátt í að breyta óperu-listinni í það sem við þekkjum í dag. Erlent 27.1.2006 22:23 Rau allur Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést í dag, 75 ára að aldri. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvert banamein hans var en Rau hafði verið heilsuveill síðustu ár. Erlent 27.1.2006 22:19 Hamas-liðar og stuðningsmenn Fatah berjast Til skotbardaga kom milli Hamas-liða og palestínskra öryggissveita á suður hluta Gasa-strandarinnar í kvöld. Fyrstu fréttir herma að þrír hafi særst í átökunum. Fulltrúar öryggissveitanna segj að Hamas-liðarnir hafi skotið á höfðustöðvar þeirra og þeir því svarað í sömu mynt. Fyrr í dag særðust þrír í átökum Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah í Khan Younis. Gríðarleg spenna hefur myndast milli Hams-liða og stuðningsmanna Fatah eftir að hinir fyrrnefndu unnu meirihluta á palestínska þinginu í kosningum í fyrradag. Erlent 27.1.2006 22:13 Fatah-liðar vilja Abbas úr forystusveit 15 þúsund stuðningsmenn Fatah-fylkingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, komu saman í kvöld og kröfuðst afsagnar forystu Fatah vegna þess afhroðs sem fylkingin beið í þingkosningunum í Palestínu í fyrradag. Hamas-samtökin náðu hreinum meirihluta á þingi og hefur verið falið að mynda ríkisstjórn. Erlent 27.1.2006 22:09 Hamas falin myndun ríkisstjórnar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur falið Hamas-samtökunum að mynda nýja ríkisstjórn en þau unnu stórsigur í palestínsku þingkosningunum í fyrradag. Engin breyting hefur orðið á afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til samtakanna. Erlent 27.1.2006 19:19 Níu létust í rútuslysi í Svíþjóð Í það minnsta níu manns biðu bana og tugir slösuðust í alvarlegu rútuslysi í Mið-Svíþjóð um hádegisleytið í dag. Fimmtíu farþegar voru um borð í rútunni sem virðist hafa runnið af ísilagðri hraðbrautinni á mikilli ferð. Erlent 27.1.2006 18:08 Öflugur jarðskjálfti austur af Indónesíu Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter varð í Banda-hafi, skammt austur af Indónesíu, nú laust fyrir klukkan 18. Ekki vitað hvort flóðbylgja hafi myndast af hans völdum. Erlent 27.1.2006 18:04 11 milljarða króna pottur í Evrópulottóinu Lottó-æði virðist hafa gripið um sig í Evrópu nú þegar potturinn í Evrópulottóinu er jafnvirði rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Enginn hefur verið með allar tölur réttar í lottóinu síðan í nóvember í fyrra og því skal engan undra að vinningsupphæðin sé svona há nú. Erlent 27.1.2006 17:54 Hundasirkus í Hong Kong 10 hæfileikaríkir japanskir hundar skemmtu áhorfendum í Hong Kong í dag í tilefni þess að ár hundsins gengur í garð á sunnudag samkvæmt kínverska tímatalinu. Erlent 27.1.2006 17:42 Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar. Erlent 27.1.2006 15:40 Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna. Innlent 27.1.2006 12:18 Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn. Erlent 27.1.2006 10:27 Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum Erlent 27.1.2006 09:49 Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu. Erlent 27.1.2006 09:43 Myndbandsupptaka af þýskum gíslum í Írak Myndbandsupptaka af tveimur Þjóðverjum sem mannræningjar í Írak hafa í haldi í sínu var sýnd á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera nú fyrir stundu. Fréttamaður stöðvarinnar sagði gíslana biðja þar um hjálp þýskra stjórnvalda við að fá sig lausa, en ekki fylgdi sögunni hvaða kröfur þyrfti að uppfylla svo af því gæti orðið. Erlent 27.1.2006 07:55 Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla. Erlent 27.1.2006 07:29 Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann. Erlent 27.1.2006 07:35 Segja Ísraelsher hafa skotið unga stúlku til bana Ísraelski herinn skaut til bana tíu ára palestínska stúlku nærri Gaza landamærunum í gær, að sögn palestínskra yfirvalda. Ísraelski herinn segist enga vitneskju hafa um atburðinn og efi stórlega að palestínsk yfirvöld segir satt rétt frá. Erlent 27.1.2006 07:25 Saka Ísraela, Beta og BNA-menn um að skapa óöryggi í Íran Írönsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um að Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar hafi átt hlut að máli þegar tvær íranskar herflugvélar fórust og með þeim fjöldi manns á dögunum. Erlent 27.1.2006 07:19 1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2006 07:13 Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag. Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Erlent 27.1.2006 07:12 Fatah vill ekki vinna með Hamas Fulltrúar Fatah-fylkingarinnar lýstu því yfir í kvöld að þingmenn hennar ætluðu ekki að taka sæti í ríkisstjórn Hamas-samtakanna. Hamas hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum Palestínumanna í gær og vilja þegar hefja viðræður við Fatah og aðra flokka sem fengu sæti á þingi í gær. Erlent 26.1.2006 22:15 Hams og Fatah takast á Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag. Hamas-liðar vildu flagga fána sínum á þinghúsinu en það mislíkaði stuðningsmönnum Fatah. Erlent 26.1.2006 22:10 Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins. Erlent 26.1.2006 22:06 Eyðileggja raddbönd hundanna Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins. Erlent 26.1.2006 19:13 Friðarhorfur í algjörri óvissu Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Erlent 26.1.2006 18:50 « ‹ ›
14 lið í snjóskurðarkeppni 14 lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin. Hvert keppnislið fékk 65 klukkustundir til að ljúka við listaverk sem er skorið úr 20 tonna snjóklumpi. Erlent 28.1.2006 14:00
20 ár frá Challenger slysinu 20 ár eru liðin frá því að geimskultan Challenger fórst með sjö áhafnarmeðlimum þegar tilraun til flugtaks mistókst. Sjö geimfarar fórust í slysinu og var geimferðum Bandaríkjamanna frestað um tíma vegna þess. Erlent 28.1.2006 12:09
Vopnahlé verður ekki virt Spenna magnast meðal Palestínumanna í kjölfar palestínsku þingkosninganna í vikunni. Leiðtogar Hamas-samtakanna, sigurvegara kosninganna, hafa hafnað óskum alþjóðasamfélagsins um að afvopnast og liðsmenn í Hersveit Al-Aqsa píslarvottanna segjast ekki ætla að virða vopnahlé og segja byssukúlum sínum verða beint gegn Ísraelsmönnum og liðsmönnum Fatah. Erlent 28.1.2006 12:04
Nýtt bóluefni gegn fuglaflensu Vísindamenn við Háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum segja að þeim hafi tekist að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu sem hægt verði að búa til með hraði. Það bóluefni sem nú er notað er ræktað í frjóvguðum hænueggjum og því tekur framleiðslan margar mánuði. Erlent 28.1.2006 09:57
250 ára fæðingarafmæli Mozarts Bjöllum var hringt í kvöld í Salzburg í Austurríki þar sem fagnað var 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. (LUM) Það má segja að Motzart æði hafi farið um heimsbyggðina í dag og fæðingarafmælinu fagnað í helstu borgum heims. Hátíðarhöldin voru þó mest í fæðingarbænum Salzburg. Þar komu fjölmargir tónlistarmenn saman og hylltu meistarann með því að leika hans frægustu verk. Mozart samdi rúmlega 600 tónverk fyrir andlát sitt en hann var aðeins 35 ára þegar hann hvarf yfir móðuna miklu. Hann samdi fyrstu simfóníu sína fyrir 10 ára afmæli sitt og fystu óperuna 12 ára. Hann átti stóran þátt í að breyta óperu-listinni í það sem við þekkjum í dag. Erlent 27.1.2006 22:23
Rau allur Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést í dag, 75 ára að aldri. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvert banamein hans var en Rau hafði verið heilsuveill síðustu ár. Erlent 27.1.2006 22:19
Hamas-liðar og stuðningsmenn Fatah berjast Til skotbardaga kom milli Hamas-liða og palestínskra öryggissveita á suður hluta Gasa-strandarinnar í kvöld. Fyrstu fréttir herma að þrír hafi særst í átökunum. Fulltrúar öryggissveitanna segj að Hamas-liðarnir hafi skotið á höfðustöðvar þeirra og þeir því svarað í sömu mynt. Fyrr í dag særðust þrír í átökum Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah í Khan Younis. Gríðarleg spenna hefur myndast milli Hams-liða og stuðningsmanna Fatah eftir að hinir fyrrnefndu unnu meirihluta á palestínska þinginu í kosningum í fyrradag. Erlent 27.1.2006 22:13
Fatah-liðar vilja Abbas úr forystusveit 15 þúsund stuðningsmenn Fatah-fylkingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, komu saman í kvöld og kröfuðst afsagnar forystu Fatah vegna þess afhroðs sem fylkingin beið í þingkosningunum í Palestínu í fyrradag. Hamas-samtökin náðu hreinum meirihluta á þingi og hefur verið falið að mynda ríkisstjórn. Erlent 27.1.2006 22:09
Hamas falin myndun ríkisstjórnar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur falið Hamas-samtökunum að mynda nýja ríkisstjórn en þau unnu stórsigur í palestínsku þingkosningunum í fyrradag. Engin breyting hefur orðið á afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til samtakanna. Erlent 27.1.2006 19:19
Níu létust í rútuslysi í Svíþjóð Í það minnsta níu manns biðu bana og tugir slösuðust í alvarlegu rútuslysi í Mið-Svíþjóð um hádegisleytið í dag. Fimmtíu farþegar voru um borð í rútunni sem virðist hafa runnið af ísilagðri hraðbrautinni á mikilli ferð. Erlent 27.1.2006 18:08
Öflugur jarðskjálfti austur af Indónesíu Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter varð í Banda-hafi, skammt austur af Indónesíu, nú laust fyrir klukkan 18. Ekki vitað hvort flóðbylgja hafi myndast af hans völdum. Erlent 27.1.2006 18:04
11 milljarða króna pottur í Evrópulottóinu Lottó-æði virðist hafa gripið um sig í Evrópu nú þegar potturinn í Evrópulottóinu er jafnvirði rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Enginn hefur verið með allar tölur réttar í lottóinu síðan í nóvember í fyrra og því skal engan undra að vinningsupphæðin sé svona há nú. Erlent 27.1.2006 17:54
Hundasirkus í Hong Kong 10 hæfileikaríkir japanskir hundar skemmtu áhorfendum í Hong Kong í dag í tilefni þess að ár hundsins gengur í garð á sunnudag samkvæmt kínverska tímatalinu. Erlent 27.1.2006 17:42
Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar. Erlent 27.1.2006 15:40
Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna. Innlent 27.1.2006 12:18
Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn. Erlent 27.1.2006 10:27
Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum Erlent 27.1.2006 09:49
Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu. Erlent 27.1.2006 09:43
Myndbandsupptaka af þýskum gíslum í Írak Myndbandsupptaka af tveimur Þjóðverjum sem mannræningjar í Írak hafa í haldi í sínu var sýnd á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera nú fyrir stundu. Fréttamaður stöðvarinnar sagði gíslana biðja þar um hjálp þýskra stjórnvalda við að fá sig lausa, en ekki fylgdi sögunni hvaða kröfur þyrfti að uppfylla svo af því gæti orðið. Erlent 27.1.2006 07:55
Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla. Erlent 27.1.2006 07:29
Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann. Erlent 27.1.2006 07:35
Segja Ísraelsher hafa skotið unga stúlku til bana Ísraelski herinn skaut til bana tíu ára palestínska stúlku nærri Gaza landamærunum í gær, að sögn palestínskra yfirvalda. Ísraelski herinn segist enga vitneskju hafa um atburðinn og efi stórlega að palestínsk yfirvöld segir satt rétt frá. Erlent 27.1.2006 07:25
Saka Ísraela, Beta og BNA-menn um að skapa óöryggi í Íran Írönsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um að Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar hafi átt hlut að máli þegar tvær íranskar herflugvélar fórust og með þeim fjöldi manns á dögunum. Erlent 27.1.2006 07:19
1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2006 07:13
Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag. Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Erlent 27.1.2006 07:12
Fatah vill ekki vinna með Hamas Fulltrúar Fatah-fylkingarinnar lýstu því yfir í kvöld að þingmenn hennar ætluðu ekki að taka sæti í ríkisstjórn Hamas-samtakanna. Hamas hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum Palestínumanna í gær og vilja þegar hefja viðræður við Fatah og aðra flokka sem fengu sæti á þingi í gær. Erlent 26.1.2006 22:15
Hams og Fatah takast á Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag. Hamas-liðar vildu flagga fána sínum á þinghúsinu en það mislíkaði stuðningsmönnum Fatah. Erlent 26.1.2006 22:10
Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins. Erlent 26.1.2006 22:06
Eyðileggja raddbönd hundanna Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins. Erlent 26.1.2006 19:13
Friðarhorfur í algjörri óvissu Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Erlent 26.1.2006 18:50