Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Ræddu tvíhliða samstarf og fyrirhugaða Íslandsheimsókn

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og fyrirhugaða heimsókn Blinken til Íslands á símafundi í dag. Blinken mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 20. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu

Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt

Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja

Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs

Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið

Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar.

Erlent
Fréttamynd

Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina

Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga

Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Her­æfingar í há­loftum Ís­lands

Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi.

Skoðun
Fréttamynd

Á sjötta hundrað her­manna á landinu

Á sjötta hundrað bandarískra og kanadískra hermanna verða staðsettir hér á landi næstu vikurnar. Áhafnaskipti taka lengri tíma en vanalega vegna strangra sóttvarnareglna.

Innlent
Fréttamynd

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki

Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Innlent
Fréttamynd

Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands

Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar.

Innlent