Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 27. júní 2025 07:31 Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun