Lúsmý

Tvöfalt fleiri töldu sig hafa verið bitin af lúsmýi í ár en árið 2019
Næstum þrír af hverjum tíu landsmönnum töldu sig hafa verið bitna af lýsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Íbúar á landsbyggðinni voru talsvert líklegari til að svara játandi. Aukningin er langmest á Norðurlandi.

Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu
Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni.

Ofbýður ráðleggingar á netinu og eitrar innanhúss fyrir lúsmý
„Þegar þú ert að eiga við svona kvikindi þá er lágmarkið að þekkja vel til,“ segir Jóhann Ragnarsson meindýraeyðir í samtali við Vísi.

Plöntur sem fæla frá lúsmý
Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar.

Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar
Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

Sumir með hundruð bita eftir helgina
Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Blíðviðri og ekkert lúsmý
Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Lúsmýið mætt í partýið
Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu!

„Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera?
Eins fagnandi og landinn virðist taka sumrinu góða þá viðurkennist það fúslega að þessi litla fluga, sem elskar að næra sig á blóði okkar, er aðeins að drepa stemmninguna.

Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum
„Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær.

Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu
Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni.

„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“
Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns.

Von á lúsmýi á næstu dögum
Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Sumum gefið ofnæmislyf með svæfandi verkun vegna sársauka af völdum bita eftir lúsmý
Dæmi eru um að fólki sé gefið ofnæmislyf með svæfandi verkun vegna sársauka af völdum bita eftir lúsmý.

Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera
Ofnæmislæknir segir að fólk ætti að forðast það að klóra bit frá lúsmý í sumar.

Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet
Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar.

Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý.

Landnám moskítóflugunnar tímaspursmál
Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi.

Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata
Rúmur fimmtungur landsmanna hefur verið bitinn af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru mun líklegri til að hafa verið bitnir af lúsmýi heldur en stuðningsmenn Pírata.

Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum
Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur.