Sjúkraflutningar

Fréttamynd

Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um að Rauði krossinn haldi áfram rekstri sjúkrabíla

Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað.

Innlent
Fréttamynd

Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning

Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Velferðarnefnd vill auka vægi sjúkraflutningamanna utan spítala

Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Formfesta þannig samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum.

Innlent
Fréttamynd

Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum

Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað.

Innlent
Fréttamynd

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar rafmagnsklippur reyndust vel í Árborg

Rafmagnsklippur sem Brunavarnir Árnessýslu fjárfestu nýlega í komu sér vel á vettvangi harkalegs áreksturs á Gaulverjabæjarvegi í Árborg á fimmta tímanum í gær. Tveir fólksbílar skullu saman við Hraunsá nærri Stokkseyri.

Innlent