Fjarskipti

Ætlar að færa eftirlit með pósti á Sauðárkrók
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til.

Sex milljarðar í sjónmáli
Sýn hefur náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í morgun.

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð
Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum
Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða.

Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi
Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu.

Félag Björgólfs fær sjötíu milljarða fyrir sölu á Play
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play.

Óvissustigi vegna netárásar aflýst
Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á netárás.

Netöryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna alvarlegra hótana
Tölvuþrjótar hóta alvarlegum netárásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Þeir hóta því að árásirnar verði gerðar í dag.

Ljósleiðari Mílu í Siglufjarðarskarði í sundur
Ljósleiðari Mílu sem staðsettur er í Siglufjarðarskarði slitnaði í sundur um klukkan 14:15 í dag og er viðgerðateymi á leið á vettvang.

Lýsa yfir óvissustigi eftir fágaða netárás á íslenskt fyrirtæki
CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi.

5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu
Vodafone og Nova munu standa saman að uppsetningu 5G loftneta um allt land þannig að þessi nýja tækni nýtist öllum landsmönnum.

5G í loftið hjá Vodafone
Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut.

Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna
Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa.

Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur
Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei.

Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.

Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki.

Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum
Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn.

Átta missa vinnuna hjá Símanum
Átta starfsmönnum hugbúnaðarþróunardeildar Símans var sagt upp störfum nú fyrir helgi og deildin lögð niður.

Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna
Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins.

Vilja stöðva 5G-væðingu landsins
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi.