Fjarskipti

Fréttamynd

Ardian opið fyrir frekari fjárfestingu á Íslandi

Franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian, sem gekk nýverið frá kaupunum á Mílu, er opið fyrir því að fjárfesta í fleiri innviðum hér á landi ef slík tækifæri bjóðast, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Nýr innviðasjóður Ardian var kynntur fyrir innlendum lífeyrissjóðum undir lok síðasta árs.

Innherji
Fréttamynd

Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu

Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn „bara að þyrla upp ryki“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki.

Innlent
Fréttamynd

LSR byggir upp stöðu í fjarskiptafélaginu Nova

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) er orðinn einn allra stærsti hluthafi Nova eftir að hafa sópað upp bréfum í fjarskiptafélaginu á síðustu dögum ársins 2022. Hlutabréfaverð Nova, sem hefur átt undir högg að sækja frá því að það var skráð á markað um mitt síðasta ár, hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og ekki verið hærra frá því um miðjan september.

Innherji
Fréttamynd

Marta sakar full­trúa meiri­hlutans um ein­ræðis­til­burði

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi.

Innlent
Fréttamynd

Blóm­a­skeið er fram­undan í fjar­skipt­um með frek­ar­i snjall­væð­ing­u

Með frekari snjallvæðingu telur Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að blómaskeið sé framundan í fjarskiptum. „Tækifærin eru svo sannarlega til staðar hjá okkur með sterka innviði og með þeim miklu breytingum sem hafa verið undanfarið á fjarskiptamarkaðnum. Nova er sterkt innviðafyrirtæki og það er spennandi og skemmtilegt ár fram undan,“ segir hún. 

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipulag „auki líkur á rekstrarbata“ og metur Sýn 27% yfir markaðsgengi

Hagræðingaraðgerðir og breytingar á skipulagi Sýnar hafa mikil jákvæð áhrif á verðmat félagsins til hækkunar, að sögn hlutabréfagreinenda. Hann telur að nýtt skipulag, sem geri upplýsingagjöf skýrari og auðveldi kennitölusamanburð við önnur fjarskiptafyrirtæki, muni „skerpa fókus stjórnenda og auka líkur á rekstrarbata“ í náinni framtíð.

Innherji
Fréttamynd

Auk­in á­hætt­a fel­ist í að að­eins einn rekstr­ar­að­il­i ann­ist mill­i­land­a­fjar­skipt­i

Það að aðeins einn rekstraraðili – Farice – annast millilandafjarskipti um sæstreng eykur áhættu og dregur úr öryggi, að mati Viðskiptaráðs. Frá árinu 2016 hefur Vodafone óskað eftir því að fá að leggja sæstreng og auka þannig við fjarskiptaöryggi þjóðarinnar. Þeim erindum hefur ekki verið sinnt. Viðskiptaráð vonast til að liðkað verði fyrir umleitunum þeirra sem hafa áhuga á að fjölga sæstrengjum og styrkja þannig þjóðaröryggi.

Innherji
Fréttamynd

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu

Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.