Fjölskyldumál

Fréttamynd

Fá feður að taka þátt?

Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á „feðraveldið“ eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn- og sálarfræði er svo tamt að gera þá gæti það kannski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum.

Skoðun
Fréttamynd

Er mála­skráin þín á face­book?

Undirrituð hefur í starfi sínu sem lögmaður orðið vör við að í umgengnismálum hjá sýslumannsembættum landsins virðist vera orðin lenska að afla málaskrár þeirra sem á náðar embættisins þurfa að leita vegna umgengni við börn sín, frá Ríkislögreglustjóra, með eða án „samþykkis” aðila.

Skoðun
Fréttamynd

„Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“

„Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“

„Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki skilnað frá eigin­manninum sem gufaði upp

Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta ár í ættleiðingum síðan 2013

49 ættleiðingar voru á Íslandi árið 2019. Þetta eru aðeins fleiri en árið 2018 en þá voru ættleiðingar 46. Árið 2019 voru stjúpættleiðingar 31 en frumættleiðingar 18. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fátækt íslenskra barna

Samkvæmt skýrslu sem UNICEF gaf út í janúar 2016 eru 9.1% eða rúmlega 6 þúsund íslensk börn í fátækt í dag. Í annarri skýrslu sem félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson gaf út í kjölfarið kom fram að á milli 10-15% íslenskra barna líði fátækt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað á ég mörg börn?

Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­brot í boði kerfisins?

Algengt er að hjón og sambúðarfólk leiti til lögmanna eftir ráðgjöf tengdum skilnaði. Sú ákvörðun að leita til lögmanns vegna skilnaðar, forsjár, lögheimilis, umgengni eða meðlags er ákvörðun sem er ekki tekin af léttúð og leita einstaklingar slíkrar sérfræðiráðgjafar aðeins í neyð.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna

Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna.

Lífið