Bumbuboltinn fer á flug í Fótboltalandi Fótboltaland 19. september 2023 10:58 Fimmtudagskvöldin verða tileinkuð bumbuboltanum í vetur í Fótboltalandi. Bumbuboltinn tekur yfir fimmtudagskvöldin í Fótboltalandi í Smáralind í vetur. „Við viljum að bumbuboltaspilarar landsins eigi athvarf hér á fimmtudagskvöldum. Tónlistin verður hækkuð, aldurstakmarkið verður 18 ár, þrautirnar verða þyngdar aðeins og boðið verður upp á Happy hour á barnum og léttar og ódýrar veitingar í samstarfi við veitingastaði í Smáralind,“ segir Reynir Gannt Joensen, fyrirliði Fótboltalands. Fótboltaland í Smáralind er orðin ævintýraheimur fyrir fólk á öllum aldri sem vill njóta góðra samverustunda með fjölskyldunni, vinum eða vinnufélögum. Og það besta er, að þú þarft alls ekki að spila fótbolta eða hafa brennandi áhuga á fótbolta. „Sjálfur hef ég kynnst mörgum gestum hér í Fótboltalandi sem hafa lítinn áhuga á fótbolta en skemmtu sér samt sem áður mjög vel hjá okkur. Það er því lítið mál að leiðast fótbolti en elska Fótboltaland.“ Boðið er upp á sjö þrautabrautir þar sem safnað er stigum, fimm skemmtibrautir þar sem reynir á hraða, hitni og færni, FIFA herbergi, foosball og ýmislegt fleira. Nýr bumbuboltameistari verður krýndur á hverju fimmtudagskvöldi í vetur. „Boðið verður upp á alls kyns viðburði og óvæntir og góðir gestir kíkja í heimsókn. Það er enginn annar en skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson sem verður andlit bumbuboltans í vetur.Sá ágæti maður er samnefnari fyrir gleði og skemmtun og tekur sig ekki of alvarlega.“ Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson er andlit bumbuboltans í vetur. Bumbuboltinn er heilög stund Bumbuboltinn er mjög vinsæll um land allt en þá hittast gjarnan vinir, vinnufélagar eða gamlir samherjar úr boltanum og spila fótbolta, t.d. einu sinni í viku. „Bumbuboltinn er svo sannarlega heilög stund og þar er oft allt lagt undir. Þar sem leikmenn eru gjarnan komnir af léttasta skeiði er algengt að hluti hópsins glími við einhvers konar meiðsli. Þá er nú ólíkt skemmtilegra að hitta hópinn sinn í Fótboltalandi í stað þess að sitja jafnvel á bekknum í íþróttahúsinu og horfa á. Við höfum meira að segja fengið fyrirspurnir um hvort hægt sé að halda árshátíð bumbuboltans hér hjá okkur sem er auðvitað frábær hugmynd.“ Það þarf oft bara eitt skipti til að kveikja í fólki segir Reynir og þá er ekki aftur snúið. „Ég bauð tveimur pörum hingað í heimsókn fyrr í sumar en þau höfðu aldrei komið hingað áður. Þau áttu saman geggjaða stund hér og hafa nú komið nokkrum sinnum aftur en alltaf með nýju vinafólki. Það má því segja að Fótboltaland sé orðið hluti af félagslífi þeirra og hreyfingu. Og talandi um félagslíf, þá býður Smáralind náttúrulega upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Hér er auðvitað Smárabíó, sem einnig er hægt að nýta sem ráðstefnusali, en líka karíókí og lasertag. Smárabíó, Skemmtisvæði og Fótboltaland býður því upp á mjög fjölbreytta afþreyingu og hópefli og það allt í sömu byggingunni.“ Það verður mikið fjör á fimmtudögum í vetur þegar konur og karlar í bumbuboltanum eiga góða stund saman í Fótboltalandi. Öllu tjaldað til næsta fimmtudag Fótboltaland á ekki bara að vera gleði og skemmtilegheit heldur líka ákveðið þekkingarsetur fyrir fótboltann. „Við höfum fundið fyrir áhuga hjá þjálfurum ýmissa liða sem sjá möguleika á bjóða upp á aukaæfingar, hópefli og fyrirlestra í umhverfi Fótboltalands.“ Fyrsta bumbuboltakvöldið var haldið fimmtudaginn 14. september og var stemningin ótrúlega góð. „Þar mættu jafnt konur og karlar og áttu lið og vinir frábæra stund saman.“Núna verður öllu tjaldað til næstkomandi fimmtudag, 21. september, en þá mætir Hjálmar Örn og tekur á móti gestum. „Vonandi eigum við eftir að sjá alla bumbuboltahópa landsins mæta hér á fimmtudögum, hvort sem það eru nýir hópar, reynslumeiri bumbur, konur, karlar og allir sem hafa náð 18 ára aldri til að eiga gæða Fótboltalands-stund á fimmtudögum.“ Nánari upplýsingar á fotboltaland.is. Fótbolti Fjölskyldumál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Við viljum að bumbuboltaspilarar landsins eigi athvarf hér á fimmtudagskvöldum. Tónlistin verður hækkuð, aldurstakmarkið verður 18 ár, þrautirnar verða þyngdar aðeins og boðið verður upp á Happy hour á barnum og léttar og ódýrar veitingar í samstarfi við veitingastaði í Smáralind,“ segir Reynir Gannt Joensen, fyrirliði Fótboltalands. Fótboltaland í Smáralind er orðin ævintýraheimur fyrir fólk á öllum aldri sem vill njóta góðra samverustunda með fjölskyldunni, vinum eða vinnufélögum. Og það besta er, að þú þarft alls ekki að spila fótbolta eða hafa brennandi áhuga á fótbolta. „Sjálfur hef ég kynnst mörgum gestum hér í Fótboltalandi sem hafa lítinn áhuga á fótbolta en skemmtu sér samt sem áður mjög vel hjá okkur. Það er því lítið mál að leiðast fótbolti en elska Fótboltaland.“ Boðið er upp á sjö þrautabrautir þar sem safnað er stigum, fimm skemmtibrautir þar sem reynir á hraða, hitni og færni, FIFA herbergi, foosball og ýmislegt fleira. Nýr bumbuboltameistari verður krýndur á hverju fimmtudagskvöldi í vetur. „Boðið verður upp á alls kyns viðburði og óvæntir og góðir gestir kíkja í heimsókn. Það er enginn annar en skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson sem verður andlit bumbuboltans í vetur.Sá ágæti maður er samnefnari fyrir gleði og skemmtun og tekur sig ekki of alvarlega.“ Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson er andlit bumbuboltans í vetur. Bumbuboltinn er heilög stund Bumbuboltinn er mjög vinsæll um land allt en þá hittast gjarnan vinir, vinnufélagar eða gamlir samherjar úr boltanum og spila fótbolta, t.d. einu sinni í viku. „Bumbuboltinn er svo sannarlega heilög stund og þar er oft allt lagt undir. Þar sem leikmenn eru gjarnan komnir af léttasta skeiði er algengt að hluti hópsins glími við einhvers konar meiðsli. Þá er nú ólíkt skemmtilegra að hitta hópinn sinn í Fótboltalandi í stað þess að sitja jafnvel á bekknum í íþróttahúsinu og horfa á. Við höfum meira að segja fengið fyrirspurnir um hvort hægt sé að halda árshátíð bumbuboltans hér hjá okkur sem er auðvitað frábær hugmynd.“ Það þarf oft bara eitt skipti til að kveikja í fólki segir Reynir og þá er ekki aftur snúið. „Ég bauð tveimur pörum hingað í heimsókn fyrr í sumar en þau höfðu aldrei komið hingað áður. Þau áttu saman geggjaða stund hér og hafa nú komið nokkrum sinnum aftur en alltaf með nýju vinafólki. Það má því segja að Fótboltaland sé orðið hluti af félagslífi þeirra og hreyfingu. Og talandi um félagslíf, þá býður Smáralind náttúrulega upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Hér er auðvitað Smárabíó, sem einnig er hægt að nýta sem ráðstefnusali, en líka karíókí og lasertag. Smárabíó, Skemmtisvæði og Fótboltaland býður því upp á mjög fjölbreytta afþreyingu og hópefli og það allt í sömu byggingunni.“ Það verður mikið fjör á fimmtudögum í vetur þegar konur og karlar í bumbuboltanum eiga góða stund saman í Fótboltalandi. Öllu tjaldað til næsta fimmtudag Fótboltaland á ekki bara að vera gleði og skemmtilegheit heldur líka ákveðið þekkingarsetur fyrir fótboltann. „Við höfum fundið fyrir áhuga hjá þjálfurum ýmissa liða sem sjá möguleika á bjóða upp á aukaæfingar, hópefli og fyrirlestra í umhverfi Fótboltalands.“ Fyrsta bumbuboltakvöldið var haldið fimmtudaginn 14. september og var stemningin ótrúlega góð. „Þar mættu jafnt konur og karlar og áttu lið og vinir frábæra stund saman.“Núna verður öllu tjaldað til næstkomandi fimmtudag, 21. september, en þá mætir Hjálmar Örn og tekur á móti gestum. „Vonandi eigum við eftir að sjá alla bumbuboltahópa landsins mæta hér á fimmtudögum, hvort sem það eru nýir hópar, reynslumeiri bumbur, konur, karlar og allir sem hafa náð 18 ára aldri til að eiga gæða Fótboltalands-stund á fimmtudögum.“ Nánari upplýsingar á fotboltaland.is.
Fótbolti Fjölskyldumál Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent