Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

Margfaldur Ólympíufari tekur við embættinu af Mori
Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið.

Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics
Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali.

Segir af sér sem forseti eftir að hafa sagt að konur tali of mikið
Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur ákveðið að segja af sér aðeins nokkum mánuðum fyrir leikana.

Bannað að snertast en 150 þúsund smokkum dreift
Fremstu íþróttastjörnur heims hafa fengið misvísandi skilaboð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó sem fara fram í sumar þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem geysar.

Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram.

Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs.

Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19.

Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins
Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni.

Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu
Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram.

Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull
Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.

Stefna bæði hátt á Ólympíuleikunum
Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag.

Japanir tvístígandi varðandi Ólympíuleikana
Aðeins 27% Japana vilja að Ólympíuleikarnir fari fram á fyrirhugðum tíma en þeir verða að óbreyttu haldnir í Tókýó 23. júlí til 8. ágúst. Leikunum var frestað vegna Covid-19 faraldursins en þeir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst sl.

Guðlaug Edda kemst loks til æfinga í Bandaríkjunum
Þríþrautakonan Guðlaug Edda Hannesdóttir heldur loks vestanhafs, til Bandaríkjanna, til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar.

Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur myndað sérstakan Ólympíuhóp FRÍ og í honum eru fimm keppendur þar af fjórir karlar.

Heimsmeistarinn dæmdur í tveggja ára bann | Missir af Ólympíuleikunum
Christian Coleman hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa misst af þremur lyfjaprófum í röð. Hann mun þar af leiðandi missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

„Þetta er það sem mig dreymdi um“
„Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina.

27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum.

Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum.

Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum.

Synti yfir alla laugina með fullt kókómjólkurglas á höfðinu
Ólympíumeistarinn Katie Ledecky bjó til nýja áskorun sem vakið hefur talsverða athygli enda þraut sem gæti verið erfitt að leika eftir í sundlaugum heimsins.