Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:01 Haiyang Qin varð heimsmethafi í 200 metra bringusundi, aðalgrein Antons Sveins McKee, eftir að hafa sloppið við bann þrátt fyrir fall á lyfjaprófi. Getty/Maja Hitij Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira