Sport

Féll ekki á lyfjaprófi eftir allt saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Bol gerði góða hluti í úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Peter Bol gerði góða hluti í úrslitahlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Getty/Tim Clayton

Ástralski millivegahlauparinn Peter Bol andar léttar þessa dagana eftir að keppnisbanni hans var aflétt.

Bol varð fjórði í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikana í Tókýó 2021.

Fyrr á þessu ári fannst EPO hormón í sýni hans en prófið var tekið í október 2022.

Hinn 28 ára gamli Peter Bol neitaði strax sök og sagðist aldrei hafa tekið EPO hormón sem hjálpar við að auka framleiðslu á rauðum blóðkornum.

Hormónið fannst í A-sýni og vanalega staðfestir B-sýnið þær niðurstöður. Svo var hins vegar ekki að þessu sinni.

Lyfjaeftirlit Ástralíu sendi frá sér yfirlýsingu um að ekkert hafi fundið í B-sýni Peter Bol og banni hans sé því aflétt.

Sýnin verða könnuð betur í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×