Þjóðhátíð í Eyjum

Fréttamynd

„Ef þú ert með vandaðan tón­listar­smekk verður kynja­hlut­fallið jafnt“

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja.

Tónlist
Fréttamynd

Á­kvað á innan við klukku­tíma að taka Brekku­sönginn

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir nefndina hafa vitað af á­sökunum þegar hún réð Ingó

Tryggvi Már Sæ­munds­son, rit­stjóri Eyja­r.net sem hefur safnað undir­skriftum til að mót­mæla því að Ingólfur Þórarins­son hafi verið af­bókaður af Þjóð­há­tíð, segir að þjóð­há­tíðar­nefnd hafi þegar vitað að Ingó væri um­deildur þegar hún réð hann til að sjá um brekku­sönginn.

Innlent
Fréttamynd

Bríet í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum

Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari.

Lífið
Fréttamynd

Gæslu­­­stjóri snið­­­gengur Þjóð­há­­­tíð og rit­stjóri safnar undir­skriftum

Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Ingó sér ekki um brekku­sönginn á Þjóð­há­tíð

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“

Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að því að halda Þjóðhátíð

„Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið