Innflytjendamál

Fréttamynd

Segir engan í á­skrift að matar­að­stoð

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir engan í áskrift að mataraðstoð í svari til manns sem gagnrýndi að samtökin myndu ekki aðstoða úkraínskar fjölskyldur á Selfossi frekar á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar um þriðjungur útskriftarnema frá Fisktækniskólanum

Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir fiskvinnsluna ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi inn­gildingar inn­flytj­enda og hlut­verk nær­sam­fé­lags

Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu.

Innlent
Fréttamynd

Börnin sem bjarga heiminum

Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða.

Skoðun
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

Ensku­mælandi ráð

Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl.

Skoðun
Fréttamynd

Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður

Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjörutíu börn komast ekki í skóla

Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska í ensku hag­kerfi

Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­­varp Jóns situr fast í þing­flokki Sjálf­­stæðis­­flokksins

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið snið­gengur börn af er­lendum upp­runa bú­sett í Reykja­vík

Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Erum við að springa úr gestrisni? - Opið bréf til yfirvalda

Ég er með stórt hjarta þegar kemur að því að hjálpa fólki sem á bágt. Fólki sem er á flótta vegna stríðsátaka í heimalandi sínu og fólki sem á erfitt almennt. Ég finn til með erlendu fólki sem býr við bág kjör á Íslandi. Ég finn einnig til með Íslendingum sem eiga erfitt með að ná endum saman vegna lélegra lífskjara. Öllu fólki sem á erfitt með að draga fram lífið á sómasamlegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Stressuð að byrja í ís­lenskum skóla

Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 

Innlent
Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þrá að komast í skóla á Íslandi

Tugir barna á flótta fylla leikherbergi Hjálpræðishersins flesta daga. Þar njóta þau þess að hitta jafnaldrana meðan þau bíða eftir því að komast í skóla en sumum finnst biðin frekar löng.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tví­tyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál.

Skoðun
Fréttamynd

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf