Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2025 13:31 Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar