Dýrafjarðargöng

Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar
Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna.

Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi
Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð.

Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir
Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði.

Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar
Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar.

Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði
Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum.

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar
Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð
„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts
Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust.

Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda.

Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku
Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra.

Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu
„Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum
Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum.

Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar
Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna.

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda
Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng
Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum.

Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng
Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag.

Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda
Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum.

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði
Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum
Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega.

Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn
Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira.