Sundlaugar

Fréttamynd

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu af­skipti af barnaníðingi í Dalslaug

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að fæla barnaníðing úr sund­lauginni

Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar undra sig á skerðingu opnunar­tíma sund­lauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir úr Sund­höll Reykja­víkur í gegnum tíðina

Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg á sér langa sögu sem nær aftur til fjórða áratugs seinustu aldar. Um áratugaskeið var Sundhöllin helsta kennslu- og æfingalaug Reykjavíkur og í gegnum tíðina hefur laugin eignast óteljandi fastakúnna sem þangað koma til að fá sér sundsprett, rækta líkama og sál og ræða þjóðmálin til mergjar í heita pottinum.

Lífið
Fréttamynd

Sund­laugin fyllist á ný og bæjar­búar fagna

Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega.

Innlent
Fréttamynd

Piltar taldir hafa verið að verki

Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Meira sund!

Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta fyrir­komu­lagi sund­lauga á rauðum dögum

Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunar­tíma

Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar Suður­nesja geta opnað á ný

Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan.

Innlent
Fréttamynd

Opna spa í gamalli garð­yrkju­stöð á Flúðum

Samkomulag um uppbyggingu á vegum Greenhouse Spa á Flúðum var undirritað á milli fyrirtækisins og Hrunamannahrepps í liðinni viku. Svæði fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi hafði áður verið auglýst laust til úthlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra Flúða, Aldísi Hafsteinsdóttur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öryggi í sund­laugum

Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind.

Skoðun
Fréttamynd

Ellefu metra há renni­braut á Sauð­ár­króki

Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há.

Innlent
Fréttamynd

Yrði skandall og um leið van­virðing við söguna

Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Allir í sund?!

Við mótmælum breytingum á opnunartíma sundlauga Reykjavíkur! Nú stendur til að skerða opnunartíma sundlauga í Reykjavík, bæði yfir hátíðarnar og um helgar! Þetta eru sár vonbrigði og ósættanlegt og þvert á vilja og aðsókn sundlaugargesta!

Skoðun