Sundlaugar

Opna allar sundlaugarnar á morgun en Árbæjarlaug á laugardag
Reykjavíkurborg stefnir á að opna sundlaugar í höfuðborginni klukkan 15 á morgun ef frá er talin Árbæjarlaug. Þar verða dyrnar opnaðar klukkan níu á laugardagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum
Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni
Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni.

Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“
Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta.

Helga María nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon
Helga María Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Hún tekur við af Dagnýju Pétursdóttur sem hættir störfum í byrjun mars.

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku
Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Óska eftir að ræða við sundlaugargesti sem urði vitni að banaslysi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af sundlaugargestum sem voru á vettvangi þegar karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug og lést í kjölfarið í síðasta mánuði. Andlát mannsins er til rannsóknar hjá lögreglunni.

Rannsaka andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtsslaug
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Hugljúfur flutningur Klöru í Sundhöll Hafnarfjarðar
Tónlistarkonan Klara Elias hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Henni fannst hljómburðurinn í húsinu svo fallegur að hún ákvað að taka upp „live“ flutning á nýja jólalaginu sínu Desember.

Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp
Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný.

„Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar“
Sundlaugar Reykjavíkur verða áfram lokaðar í dag. Metið verður síðar í dag hvort hægt verði að opna á ný á morgun. Starfsfólkið mætti hins vegar til vinnu og nýtti tímann vel.

Sundlaugar áfram lokaðar á morgun
Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til.

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað vegna bilunar
Bilun er komin upp í Hellisheiðarvirkjun svo engin framleiðsla er á heitu vatni sem stendur. Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað vegna þessa.

Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum
Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði.

Skagfirðingar þurfa á Hofsós til að komast í sund í dag
Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila.

Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið.

Sögulega mikil notkun á heitu vatni í kuldanum: „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind“
Kuldinn sem landsmenn hafa fundið fyrir síðustu daga er áfram í kortunum næstu daga. Forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum segir álagið mikið vegna aukinnar uppbyggingar og fólksfjölgunar á ákveðnum svæðum. Notkun á heitu vatni náði sögulegu hámarki í gær og er fólk hvatt til að fara sparlega með auðlindina.

Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu
Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum.

Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð
Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana.

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina
Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .