Stykkishólmur

Fréttamynd

Snæfell fær þunga sekt

Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Til að koma í veg fyrir matarsóun í Stykkishólmi setur bakaríið Nesbrauð alla afganga dagsins í gamlan símaklefa við hlið bakarísins þar sem fólk getur verslað bakkelsi í honum eftir lokun bakaríssin. Mikil ánægja er með framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi

Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi.

Innlent
Fréttamynd

Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu

„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Innlent
Fréttamynd

Snögg stöðvun grá­sleppu­veiða mikið á­fall fyrir sjó­menn

„Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að opna sjoppu aftur í Stykkishólmi

Eigendur Skúrsins munu opna veitingastað og sjoppu í gamla húsnæði Olís í bænum. Á meðan á breytingum stendur er engin sjoppa í bænum. Bæjarstjóri furðar sig enn á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að loka sjoppunni.

Innlent