Viðskipti innlent

Þrjátíu og tveimur sagt upp hjá Agustson í Stykkishólmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Agustson hefur lengi verið starfrækt í Stykkishólmi.
Agustson hefur lengi verið starfrækt í Stykkishólmi. Vísir/Jóhann

Starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp um mánaðamótin. Um 32 starfsmenn er að ræða og var þeim tilkynnt um uppsagnirnar á fundi í gær.

Fyrst var sagt frá uppsögnunum á vef Morgunblaðsins en í tilkynningu frá Agustson segir að uppsagnirnar séu til komnar vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika og tapreksturs.

Forsvarsmenn fyrirtækisins munu hefja „krefjandi endurskipulagningarferli“ og ætla að reyna að tryggja sjálfbæran rekstur til lengri tíma, þó hann verði smærri í sniðum en áður.

„Þetta er ekki léttvæg ákvörðun en óumflýjanleg miðað við núverandi rekstrarumhverfi þar sem smærri sjávarútvegsyfirtæki hafa átt undir högg að sækja,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að margt komi þar að og er nefndur hækkandi rekstrarkostnaður auk þrettán prósenta úthlutun þorskheimilda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.