Körfubolti

Snæfell hættir rétt fyrir mót | Erfiðleikar í rekstri og mönnun

Sindri Sverrisson skrifar
Snæfell var besta lið landsins fyrir áratug en hefur leikið í næstefstu deild síðustu þrjú tímabil.
Snæfell var besta lið landsins fyrir áratug en hefur leikið í næstefstu deild síðustu þrjú tímabil. Mynd/Daníel

Karlalið Snæfells, sem varð Íslands- og bikarmeistari í körfubolta fyrir tíu árum, hefur dregið lið sitt úr keppni í 1. deild en leiktíðin þar hefst á föstudagskvöld.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Snæfells þar sem einnig kemur fram að ákvörðunin hafi ekki áhrif á kvennalið félagsins sem byrjaði í síðustu viku leiktíð sína í Dominos-deildinni.

Karlalið Snæfells féll úr Dominos-deildinni árið 2017. Í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar félagsins segir að ákvörðunin um að leggja liðið niður tímabundið sé tekin með sorg í hjarta:

„Ákvörðunin var erfið, eins og gefur að skilja, en við höfum átt í miklum erfiðleikum með að manna liðið og erfiðleikar í rekstri hjálpa ekki. KKD. Snæfells á því engra annara kosta völ en að draga liðið úr keppni,“ segir í yfirlýsingunni.

Ko rfuknattleiksdeild Snæfells tilkynnir, með sorg i hjarta en hag fe lagsins i huga, að a kveðið hefur verið að...

Posted by Körfuknattleiksdeild Snæfells on Sunnudagur, 27. september 2020Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.