Kópavogur

Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur
Fréttamynd

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Stal jólapakka og úlpu

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkj­ótt

Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl við Furu­grund

Eldur kviknaði í bíl við Furugrund í Kópavogi fyrir skömmu síðan. Aðrir bílar voru í hættu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í tæka tíð. 

Innlent
Fréttamynd

Almenningur býður parinu samastað

Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum.

Innlent
Fréttamynd

Vildi ekki kanna hvort bílnum hefði verið stolið vegna kulda

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að bíl hefði verið stolið við verslun í Kópavogi. Eigandi bílsins vildi ekki fara út og ganga úr skugga um að bílnum hefði verið stolið vegna þess hve kalt var, samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö börn fót­brotin og Rush breytti reglunum

Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent
Fréttamynd

Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi

Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitru Calin fyrir að hafa af gáleysi banað Daníel Eiríkssyni fyrir utan heimili Daníels í Vindakór árið 2021. Dumitru var dæmdur í tveggja ára fangelsi en hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs fangelsi í héraði.

Innlent
Fréttamynd

„Gamla skamm­tíma- og ó­skil­virka lof­orða­pólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópa­vogi“

Fulltrúar í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs eru allt annað en ánægðir með verklag við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Segja þeir að mikil afturför hafi orðið hvað þetta varðar með nýjum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem myndaður var eftir kosningarnar í vor og að nú hafi vinnan ekki verið unnin í þverpólitískri sátt líkt og síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Spilar á 20 kílóa hljóðfæri í tveimur lúðrasveitum

Það er heilmikil vinna og fyrirhöfn hjá 15 ára strák í Kópavogi að koma sér á lúðrasveitaæfingu í þeim tveimur lúðrasveitum, sem hann spilar með, því hljóðfærið hans er það allra stærsta í lúðrasveitum, eða túba. Hljóðfærið vegur um 20 kíló.

Innlent