Kynlíf

Klippti gat á samfestinginn til þess að stunda kynlíf
Leikkonan Megan Fox birti skilaboð sem hún sendi á stílistann sinn eftir að bráð nauðsyn bar að garði sem varð til þess að hún þurfti að klippa gat á samfestinginn sinn, nauðsynin var að njóta ásta með unnusta sínum Machine Gun Kelly.

„Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt“
Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir.

Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann
Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Spurning vikunnar: Hversu oft ferðu í sleik við makann þinn?
Fyrsti kossinn ykkar, spennan, hitinn í kinnunum, fiðrildin í maganum og þessi löngun til að kyssast meira og meira... manstu?

Njóttu þess að taka tíma í forleikinn
Þegar kemur að kynlífi er forleikurinn oft á tíðum vanmetinn hluti þess en forleikurinn spilar stórt og mikilvægt hlutverk þegar kemur að örvun og nautn beggja aðila í kynlífi.

Áminning um auðlindir
Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu?

Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi?
Þegar kemur að þörfinni fyrir forleik, ætli það sé mikill munur á kynjunum?

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“
Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

„Þetta virkar ekki alveg saman“
Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar.

Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19
Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum.

Af klámi, kyrkingum og kynfræðslu: Má læra af umræðunni?
Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman.

Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum.

Um kynfræðslu unglinga, klám og ofbeldi
Unglingsárin eru spennandi en jafnframt erfiður og ruglingslegur tími fyrir okkur öll. Við höfum komist að því að veröldin er flóknari en virtist í fyrstu og sannreynt að fullorðið fólk veit ekki alltaf betur og er ekki alltaf heiðarlegt.

„Ég kenni ekki kyrkingar“
Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið.

Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“
Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti.

Kynþokkafyllsta yfirferð ársins
Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa.

Kynlífstæki jafn sjálfsögð undir jólatréð og heimilistæki
Losti.is er vefverslun vikunnar á Vísi.

Sala kynlífsdagatals tífaldast milli ára
Scarlet.is er vefverslun vikunnar á Vísi

Grindarbotnsæfingar hafa aldrei verið svona skemmtilegar
Með Grindarbotnsþjálfanum spilar þú tölvuleik og stýrir honum með grindarbotnsvöðvunum! Grindarbotnsþjálfinn er heilsuvara vikunnar á Vísi

Enn ekki hægt að skera úr um hvort G-bletturinn sé til eða ekki
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um G-blettinn. Eldra svar um rauða blettinn á Júpíter hefur ekki þótt duga og heldur ekki nýlegt svar um G-ið í G-mjólk. Því var ákveðið að gera nýtt svar á Vísindavefnum,