Bensín og olía

Fréttamynd

Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín

Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll

Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir

Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Neytendur
Fréttamynd

Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana

Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuöryggi á ófriðartímum

Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum

„Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

Innlent
Fréttamynd

300 króna múrinn rofinn á höfuð­borgar­svæðinu og víðar

N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 

Neytendur
Fréttamynd

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Erlent
Fréttamynd

Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann

Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar.

Innlent
Fréttamynd

Ál- og gasverð í hæstu hæðum

Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Viðskipti erlent