Bíræfnir bensíntittir Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. júní 2023 23:54 Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Bensín og olía Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar