Hægt hefur verið að kaupa bensín við Litlu kaffistofuna undanfarna áratugi.Vísir/Vilhelm
Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Rúmlega 63 ára sögu bensínsölu þar er því lokið.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Eins og flestir landsmenn vita var kaffistofan um árabil vinsæll áningarstaður landsmanna.
Olís var með bensínsölu við Litlu kaffistofuna en bendir nú þess í stað á bensínstöð sína á Norðlingaholti. Segir að sú bensínstöð sé einungis í 14 kílómetra fjarlægð.
Í Mogganum kemur fram að gildandi starfsleyfi eldsneysissölu hafi runnið út þann 30. september. Ekki reyndist unnt að endurnýja leyfið nema til kæmu verulegar fjárfestingar við endurbætur á svæðinu. Veitingastaðurinn Hjá Hlölla verður áfram rekinn í Litlu kaffistofunni.
Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar.
Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott.
Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.